Það var að venju fjölmennt á skákæfingu Fjölnis sem nú bar upp á páskaskákæfingu. Skákdeild Fjölnis er alltaf stórtæk þegar verðlaun og happadrætti eru annars vegar. Helmingur þátttakenda gekk því heim með Bónus-páskaegg eða happadrætti frá Góu.
Foreldrar fjölmenntu til aðstoðar og stóðu sig afar vel eins og alltaf. Leiðbeinendur okkar voru nánast allir í kringum Reykjavík Open eða vinnu og Helgi einn til staðar ásamt Aroni Erni.
Ekki náðist að baka skúffuköku að þessu sinni. Þá eru nú góð ráð dýr. Bankað upp á hjá Sælgætisgerðinni GÓU sem brást vel við og nestaði skákkrakkana vel í skákhléi. Takk GÓA.
Allir krakkarnir tefldu í einum flokki og baráttan um páskaeggin var jöfn og spennandi.
Þeir sem unnu páskaeggin 15 voru eftirtaldir eftir vinningsröð:
- Emilía Embla 6. bekk
- Walter 6. bekk
- Óskar 5. bekk
- Ómar Jón 5. bekk
- Unnur 6. bekk
- Helgi Tómas 3. bekk
- Sævar Svan 1. bekk
- Elsa Margrét 6. bekk
- Sigrún Tara 6. bekk
- Arthur 5. bekk
- Alexander Felipe 3. bekk
- Atlas 2. bekk
- Elma 6. bekk
- Karen Birta
- Magnea Mist 6. bekk
Tíu krakkar duttueinnig í happadrættis-lukkupottinn.
Næsta skákæfing Fjölnis verður 11. apríl.
Gleðilega páska!
Helgi Árnason
formaður skákdeildar Fjölnis