Jólamót frjálsíþróttadeildar Fjölnis var haldið á dögunum í Laugardalshöll. Mótið er haldið á ári hverju í desember fyrir yngstu iðkendur í frjálsum. Krakkarnir léku á als oddi og spreyttu sig í 60m spretthlaupi, langstökki, skutlukasti, grindaboðhlaupi, þrístökki og 200m hlaupi. Árangurinn lét ekki á sér standa og ljóst er að Fjölnir á stóran hóp af efnilegum frjálsíþróttakrökkum.

Þjálfarar hópsins hafa lagt áherslu á að byggja upp alhliða íþróttakrakka sem njóta þess að hreyfa sig og mæta á æfingar og hefur tekist vel til. Að mótinu loknu fengu allir keppendur verðlaunapening og viðurkenningarskjal fyrir frábæran árangur.