Aðalfundir deilda – framboð og næstu fundir
Aðalfundir skák- og frjálsíþróttadeildar fóru fram síðasta mánudag. Á fundi skákdeildar var öll stjórn endurkjörin. Helgi Árnason var endurkjörinn formaður, Erlingur Þorsteinsson varaformaður, Margrét Cela ritari, Jóhann Arnar Finnsson gjaldkeri og Gunnlaugur Egilsson meðstjórnandi. Til varamanns stjórnar var Aneta Kamila Klimaszweska kjörin.
Á aðalfundi frjálsíþróttadeildar voru fjórir nýir stjórnarmeðlimir kjörnir. Sigurgeir Björn Geirsson tekur við sem formaður, Auður Aðalbjarnardóttir var endurkjörin varaformaður, Kristín Rut Kristinsdóttir kemur ný inn sem meðstjórnandi, Vilhjálmur Jónsson tekur við sem fulltrúi skokkhóps og Ágúst Jónsson var endurkjörinn í meðstjórn.
Fjölnir býður nýja stjórnarmeðlimi hjartanlega velkomna og þakkar fráfarandi stjórnarmeðlimum kærlega fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Hinar níu deildir Fjölnis halda sína aðalfundi nú á næstu dögum. Í dag, miðvikudag, verða fundir fimleika- og íshokkídeildar og á morgun, fimmtudag, verða fundir körfuknattleiks- og sunddeildar. Frestur til framboða í þær deildir er liðinn en framboð til stjórna verða að berast fimm dögum fyrir aðalfund. Hægt verður að gefa kost á sér í laus sæti á aðalfundinum og í kjölfarið verður einnig kosið um þau sæti á fundinum.
Þau framboð sem hafa borist í stjórn fimleikadeildar Fjölnis eru eftirfarandi:
Helga Ásdís Jónasdóttir gefur kost á sér á ný sem formaður deildarinnar.
Gunnar Bjarnason og Álfheiður Sif Jónasdóttir gefa einnig kost á sér á ný í stöðu meðstjórnenda.
Tanya Helgason gefur kost á sér í stöðu meðstjórnanda
Þau framboð sem borist hafa í stjórn íshokkídeildar Fjölnis eru eftirfarandi:
Elín D. Guðmundsdóttir gefur kost á sér í stöðu formanns
Gróa Björg Gunnarsdóttir býður sig fram sem meðstjórnanda.
Þau framboð sem borist hafa í stjórn Körfuknattleiksdeild Fjölnis eru eftirfarandi:
Í stöðu formanns hafa borist tvö framboð, Salvör Þóra Davíðsdóttir og Jón Ólafur Gestsson
Eftirfarandi hafa boðið sig fram sem meðstjórnendur:
Magnús Dagur Ásbjörnsson
Smári Hrafnsson
Jón Pétur Zimsen
Marteinn Þorkelsson
Arnar B. Sigurðsson
Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson
Jón Ólafur Gestsson (ef ekki formaður)
Til varamanns stjórnar:
Alexander Þór Hafþórsson
Jón Ólafur Gestsson (ef ekki í stjórn)
Á mánudag, 13. febrúar, verður aðalfundur knattspyrnudeildar haldinn. Þau framboð sem hafa borist eru eftirfarandi:
Björgvin Bjarnason gefur kost á sér sem formaður knattspyrnudeildar
Eftirfarandi hafa öll gefið kost á sér í stjórn:
Árni Hermannsson
Hjörleifur Þórðarson
Trausti Harðarson
Arnar Freyr Reynisson
Sigursteinn Brynjólfsson
Sigríður María Jónsdóttir
Til varamanns stjórnar:
Brynjar Bjarnason
Enn er hægt að bjóða sig fram í stjórn knattspyrnudeildar en tekið er á móti framboðum þar til 5 dögum fyrir aðalfund. Við minnum einnig á að hægt verður að bjóða sig fram í laus sæti á aðalfundunum sjálfum.