Æfingatafla Karatedeildar
Opnað hefur verið fyrir skráningar fyrir vorönn 2023.
Æfingar byrjenda hefjast 4. janúar og býðst áhugasömum að sækja 2-3 tíma sér að kostnaðarlausu til að fá tilfinningu fyrir íþróttinni. Æfingar framhaldsiðkenda hefjast svo fimmtudaginn 5. janúar.
Meðfylgjandi er æfingatafla okkar fyrir vorið 2023.
Aldursskipting í byrjendahópa er gróflega eftirfarandi:
- Byrjendur yngri: 5-9 ára (á 6. ári)
- Byrendur eldri: 9 ára og upp
Þau sem æfðu í byrjendahópum í haust halda áfarm á sama tíma (sem byrjendur) á mánudögum og miðvikudögum.
Aldursskipting í framhaldshópa verður gróflega eftirfarandi :
- Hópur 1 -börn yngri: 5 – 7 ára
- Hópur 2 – börn eldri: 8 – 11 ára
- Hópur 3 – unglinga: 12 – 15 ára
- Hópur 4 – fullorðnir: 16 ára+
Hjá þeim sem eru búnir að vera í framhaldi í meira en eina önn fer skipting líka eftir þroska, líkamlegri og tæknilegri getu.