Karatekarl ársins: Gabríel Sigurður Pálmason
Gabríel er fyrirmyndar iðkandi. Einbeittur og duglegur karatemaður. Í ár hefur hann dregið heim silfurpeninga fyrir frammistöðu sína í kata á Grand Prix mótaröðinni, á Íslandsmeistaramóti ungling og brons fyrir frammistöðu sína á RIG. Það sem er skemmtilegt er að þetta er annað árið í röð sem hægt er að segja nákvæmlega það sama um keppnisniðurstöður hans.
Í salnum mætir hann á allar æfingar og afreksæfingar auk styrktaræfinga og hann gefur sig allan á öllum æfingum
Gabríel er fyrirmyndar íþróttamaður sem sannar að sjálfsagi og einbeiting skilar árangri.
Metnaður og Heilbrigði eru þau Fjölnisgildi sem Gabríel hefur staðið fyrir í starfi sínu innan karatedeildarinnar.