Fjölnisblaðið er komið út

Fjölnisblaðið 2021 – kynningarrit knattspyrnudeildar er komið út

Rafræna útgáfu þess má nálgast hér:

Blaðið er hið veglegasta og var prentað í 6.500 eintökum og dreift í öll hús í Grafarvogi (þ.m.t. Bryggjuhverfi). En útgáfa þess markar upphaf keppnistímabils knattspyrnudeildarinnar.
Við þökkum kærlega þeim fjölmörgu fyrirtækjum og aðilum sem gerðu þessa útgáfu mögulega. Við hvetjum lesendur jafnframt sérstaklega til þess að virða fyrir sér auglýsingarnar og öll lógó-in inni á milli allra flottu Fjölnismyndanna þegar flett er í gegnum það.
Það er tvennt í prentuðu útgáfu blaðsins sem rétt er að benda á og leiðrétta hér með.
Hið fyrra er að fyrir slysni voru æfingatímar vetrarins birtir í stað sumarsins hjá yngri flokkunum.
Hið síðara er að liðsmynd af 2. flokki karla var ekki inni í blaðinu.
Beðist er velvirðingar á þessu. Bæði hefur verið lagað og uppfært í rafrænu útgáfu blaðsins.
Forsíðumyndina prýða þrír leikmenn meistaraflokks kvenna. Þetta eru þær Hlín Heiðarsdóttir, Sara Montoro og Elvý Rut Búadóttir (frá vinstri til hægri).
Gleðilegt sumar