Starfskraftur óskast í Dalhús

Ungmennafélagið Fjölnir óskar eftir metnaðarfullri konu í þjónustustarf í íþróttamiðstöðinni Dalhúsum.
Um er að ræða 100% starf.
Vinnutími er frá kl. 08:00 – 17:00 á virkum dögum.

Yfirmaður er rekstrarstjóri Dalhúsa
Æskilegt er að viðkomandi geti leyst af á kvöldvöktum.

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

  • Almenna gæslu í íþróttahúsinu
  • Þrif í íþróttamannvirkinu samkvæmt verklýsingu
  • Móttöku og samskipti við iðkendur/nemendur í samvinnu við þjálfara og kennara
  • Þvottur á íþróttafatnaði samkvæmt verklýsingu
  • Önnur verkefni í samráði við rekstrarstjóra Dalhúsa

Hæfniskröfur

  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri
  • Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst
  • Hreint sakavottorð
  • Jákvæðni og sveigjanleiki

Ungmennafélagið Fjölnir var stofnað árið 1988 og er í dag stærsta íþróttafélag landsins með um 4.000 iðkendur í 13 mismunandi deildum, þ.e. fimleikar, frjálsar, handbolti, karate, knattspyrna, körfubolti, skák, sund, tennis, hokkí, listskautar, skokkhópur og almenningsdeild.

Aðalstarfsstöð Fjölnis er í Egilshöll.
Nánari upplýsingar um félagið má finna á www.fjolnir.is 

Starfsumsókn á Alfreð: https://alfred.is/starf/starfsmadur-i-ithrottamidstoedina-i-dalhusum

Öllum umsækjendum verður svarað og farið er með umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur L Gunnarsson framkvæmdastjóri í s. 852-3010
Umsóknarfrestur er til 20.október 2019

#FélagiðOkkar