Íslandsmeistarar í 7 flokki 2018
Fjölnir varð um helgina íslandsmeistari 2018 í 7. flokki drengja eftir lokamótið í A-riðli sem fram fór um helgina í Rimaskóla.
Fjölnisdrengir stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins og voru því krýndir Íslandsmeistarar 2018.
Þjálfari strákana er Sævaldur Bjarnason.
Það var Ester Alda Sæmundsdóttir, úr stjórn KKÍ, sem afhenti verðlaunin í leikslok.
Til hamingju Fjölnir!
#FélagiðOkkar