Helgina 9-11. júní fór fram Meistaramót Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum

Fjölnir sendi tólf keppendur á mótið sem kepptu í alls 27 greinum, auk boðhlaupa.
Fjölniskeppendur hömpuðu fimm Íslandsmeistratitlum, auk þess að fá þrenn silfurverðlaun og fern bronsverðlaun. Að auki voru sextán persónuleg met sett.

Íslandsmeistaratitli náðu:
Christina Alba Marcus Hafliðadóttir – langstökk 16-17 ára
Arnar Borg Emilsson – 400m grindahlaup 16-17 ára
Katrín Tinna Pétursdóttir – stangarstökk 20-22 ára
Kjartan Óli Ágústsson – 400m og 800m hlaup, 20-22 ára

Myndirnar tók Marta María B. Siljudóttir, verkefnastjóri miðlunar hjá FRÍ

Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn!