Varnarmaðurinn ungi, Baldvin Þór Berndsen, hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis út tímabilið 2025. Baldvin sem fæddur er 2004 var máttarstólpi í Íslandsmeistaraliði 2. flokks auk þess sem hann spilaði 10 leiki fyrir meistaraflokk félagsins í sumar.
Knattspyrnudeild Fjölnis óskar Baldvini til hamingju með nýjan samning og hlakkar til að fylgjast með honum næstu árin.
#FélagiðOkkar 💛💙