Breyting var gerð á æfingatímabili knattspyrnudeildar og hætt var með haust og vor/sumargjald hjá 6. flokki og eldri. Í stað kemur árgjald fyrir tímabilið 1/9/2021 – 31/8/2022 en síðasta tímabil sem forráðamenn greiddu fyrir náði til 30/9/2021. Í september hefur verið tekið tveggja til þriggja vikna frí undanfarin ár þó svo að æfingatímabilið hafi verið út september. Í ár var ekkert frí tekið og byrjar nýtt tímabilið 1. september eins og hjá flestum öðrum greinum félagsins. 

Frístundastyrkur Reykjavíkurborgar er gefinn út fyrir almanaksárið og kemur styrkurinn næst 1. janúar. Ekki er hægt að nýta styrkinn fyrir árgjald þessa árs ef búið er að ráðstafa honum að fullu nú þegar. Hægt er að dreifa greiðslum allt að sex mánuðum. Ef styrkurinn er ekki nýttur fyrir 1. september 2022 er hægt að nýta hann upp í árgjaldið.

Þurfi fólk frekari aðstoð með greiðsludreifingu má senda póst á skrifstofa@fjolnir.is