Fjáröflun Fjölnis í september

Við erum öll #FélagiðOkkar og nú býðst þér að kaupa vörur og styrkja öflugt starf Fjölnis í leiðinni.

Við bjóðum einnig upp á þann valmöguleika að eyrnamerkja kaupin einni eða fleiri deildum.
Ef kaupin eru t.d. merkt knattspyrnudeildinni þá fer allur hagnaður af sölu til hennar.
Ef tvær deildir eru valdar þá skiptist hagnaðurinn í tvennt og svo framvegis.

Sölutímabilið stendur yfir frá og með mánudeginum 6. september til og með sunnudeginum 19. september.

Afhending á vörum fer fram fimmtudaginn 23. september frá kl. 17-18 á skrifstofu Fjölnis.

Við bjóðum einnig upp á heimsendingu á pöntunum yfir 10.000 kr. gegn 1.000 kr. viðbótargjaldi.

Þetta er einfalt! Þú velur þær vörur sem þér líst best á, hakar við deild og heimsendingu ef það á við, leggur inn á fjáröflunarreikning Fjölnis og bíður spennt/ur eftir vörunum.

rknr. 0133-15-200689
kt. 631288-7589

skýring: nafn kaupanda

kvittun á vidburdir@fjolnir.is

#FélagiðOkkar

Smella hér til að panta vörur

Almennur félagsmaður pantar vörur í gegnum þetta skjal


Breytingar á æfingatímabili knattspyrnudeildar

Breyting var gerð á æfingatímabili knattspyrnudeildar og hætt var með haust og vor/sumargjald hjá 6. flokki og eldri. Í stað kemur árgjald fyrir tímabilið 1/9/2021 – 31/8/2022 en síðasta tímabil sem forráðamenn greiddu fyrir náði til 30/9/2021. Í september hefur verið tekið tveggja til þriggja vikna frí undanfarin ár þó svo að æfingatímabilið hafi verið út september. Í ár var ekkert frí tekið og byrjar nýtt tímabilið 1. september eins og hjá flestum öðrum greinum félagsins. 

Frístundastyrkur Reykjavíkurborgar er gefinn út fyrir almanaksárið og kemur styrkurinn næst 1. janúar. Ekki er hægt að nýta styrkinn fyrir árgjald þessa árs ef búið er að ráðstafa honum að fullu nú þegar. Hægt er að dreifa greiðslum allt að sex mánuðum. Ef styrkurinn er ekki nýttur fyrir 1. september 2022 er hægt að nýta hann upp í árgjaldið.

Þurfi fólk frekari aðstoð með greiðsludreifingu má senda póst á skrifstofa@fjolnir.is