Fimmtudaginn 17. desember 2020 fer fram val á íþróttafólki og Fjölnismanni ársins. Í ljósi aðstæðna munum við sýna beint frá viðburðinum á Facebok síðunni okkar. Þetta er í þrítugasta skipti sem valið fer fram og kjósum við íþróttakonu og íþróttakarl ársins ásamt því að heiðra Fjölnismann ársins. Við hvetjum allt Fjölnisfólk til að fylgjast með útsendingunni og klappa vel fyrir fólkinu okkar.
Upplýsingar um afreksfólk deilda, íþróttafólk félagsins og Fjölnismann ársins verða aðgengilegar á miðlunum okkar að útsendingu lokinni.
Í fyrra var Eygló Ósk Gústafsdóttir (sund) valin íþróttakona Fjölnis og Úlfar Jón Andrésson (íshokkí) valinn íþróttakarl ársins. Fjölnismaður ársins 2019 voru hjónin Lilja Björk Ólafsdóttir og Guðmundur Magni Þorsteinsson hlauparar í hlaupahóp Fjölnis.