Góður árangur karatedeildar á RIG

Um helgina lauk keppni í Karate á Reykjavik International Games (RIG), Fjölnisfólki gekk vel og náðist góður árangur.

Eftirfarandi unnu til verðlauna:

Kata Cadet kvenna

Eydís Magnea Friðriksdóttir, silfur

Ylfa Sól Þorsteinsdóttir, brons

Sunna Rut Guðlaugardóttir, brons

Kata 13 ára pilta

Kjartan Bjarnason, silfur

Kumite, Senior kvenna +61kg

Rán Ægisdóttir, silfur

Kumite, Cadet kvenna +47kg

Eydís Magnea Friðriksdóttir, brons

Við óskum okkar fólki til hamingju með árangurinn um leið og við þökkum mótsstjórn fyrir góða framkvæmd.


Ofurhetjumót Gróttu

Ofurhetjumót Gróttu fór fram núna um helgina og voru iðkendur frá 6 félögum að keppa í 4.,5. og 6. þrepi íslenska fimleikastigans.  Nokkrir flottir strákar frá Fjölni tóku þátt á mótinu og var þetta þeirra fyrsta mót. Þeir stóðu sig allir vel og sýndu flottar æfingar og stóð Víkingur Þór Jörgensson uppi sem sigurvegari í 6.þrepi drengja.

Til hamingju með mótið strákar.


Góður árangur Eygló Dísar og Saule á síðustu tennismótum ársins

Tennisspilararnir  frá Fjölni Eygló Dís Ármannsdóttir og Saule Zukauskaite stóðu sig vel á stórmóti TSÍ sem haldið var í nóvember, og eins Jólabikarmóti Tennishallarinnar, haldið í desember.

Á stórmóti TSÍ lenti Eygló Dís í 1. sæti í einliðaleik U14, og Saule í 1. sæti í einliðaleik U12 og 2. sæti einliða U14.

Á jólabikarmótinu lenti Saule í 1. sæti einliða U12, 1. sæti tviliða U14 og 1. sæti einliða U-14. Eygló Dís lenti í 1. sæti í einliðaleik U16 og 2. sæti í einliðaleik U14.

Við óskum þessum flottu stúlkum innilega til hamingju með árangurinn!