Handboltaskóli Fjölnis að hefjast

Á þriðjudaginn hefst Handboltaskóli Fjölnis 2019. Skólinn er ætlaður strákum og stelpum sem eru að fara í 1. – 6.bekk næsta vetur. Boðið er upp á tvær vikur, 6. – 9.ágúst og 12. – 16.ágúst.

Handboltaskóli Fjölnis er frábær undirbúningur fyrir vetrarstarf Fjölni en í honum er fléttað saman skemmtilegum handboltaæfingum í bland við leiki og skemmtun. Byrjendur eru sérstaklega velkomnir.

Handboltaskólinn stendur yfir frá kl. 09:00 til 12:00 með stuttri nestispásu.

Skólastjóri og aðalleiðbeinandi er Andri Sigfússon yfirþjálfari yngri flokka en auk hans verða þjálfarar hjá deildinni auk leikmanna sem munu aðstoða.

Verð:
6. – 9.ágúst / 5900 kr
12. – 16.ágúst / 6900 kr

Ef báðar vikurnar eru teknar kostar skólinn 9900 kr.

Skráning fer fram í Nóra, skráningarkerfi Fjölnis (http://fjolnir.felog.is)