Hreinn árangur

Lyfjaeftirlit Íslands stendur fyrir samfélagsmiðlaherferð undir yfirskriftinni „Hreinn árangur“. Átakið snýst um að stuðla að heilbrigði í líkamsrækt og í íþróttum þar sem hreinn árangur í hvorutveggja næst eingöngu með heilbrigðri þjálfun. Markmiðið er að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra frammistöðubætandi efna.

Leiðbeiningar:

– Hér er linkur á svokallaðan Facebook filter (opnast í síma): www.facebook.com/fbcameraeffects/tryit/834319780280135/ Einnig er hægt að opna Facebook filterinn í gegnum Facebook síðu Hreins árangurs: www.facebook.com/hreinnarangur

– Einnig eru til svokallaðar GIF-myndir f. Instagram. Til að setja GIF-in ofan á myndir í Instagram-story er nóg að leita eftir „Hreinn“ og þá koma þeir upp.

Nánar má lesa um átakið á slóðinni www.hreinnarangur.is

Facebook síðan: www.facebook.com/hreinnarangur