Íslandsmót innanhús í tennis

Frábær árangur náðist síðustu helgi hjá okkar fólki í íslandsmótinu í tennis innanhús,

Saule Zukauskaite endadi í 2. sæti á Íslandsmót Innanhús, bæði í U12 og í U14 (hún er bara 10 ára gömul)

Mikið efni hér á ferð og það verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni

Hera Björk heldur áfram að bæta sig og spilaði mjög vel með sínum háskóla þann 17. mars, í Cleveland, Tennessee, en þá vann Hera Björk Brynjarsdóttir mikilvægan leik á móti Lauren Trammell frá Lee University 4x6/ 6x4/ 6x4 sem þýddi að liðið hennar í Valdosta State University sigraði á móti Lee University 4 x 3.

Frábærar íþróttakonur - framtíðin er björt.

#FélagiðOkkar 


Nýtt námskeið - Ungbarnasund

Ný námskeið í ungbarnasundi hefjast í Grafarvogslaug. Námskeiðin hefjast 6. apríl og eru til 8. júní. 

Ungabarnasund er skemmtileg stund fyrir foreldra og börn þar sem lítið annað þarf til en sundfatnað og góða skapið.
Kennari er Fabio La Marca, íþrótta- og heilsufræðingur og grunnskólakennari.
Kennt er á laugardögum og hefjast næstu námskeið þann 6.apríl og þeim lýkur 8. Júní(ekki verður kennt 13 og 20 Apríl)

 

3 - 7 mánaða  klukkan 10:00 - 10:40 á laugardögum.

5 - 12 mánaða klukkan 10:50 - 11:30 á laugardögum.

Verð 17:500 kr. (8 skipti)

Nokkrir ávinningar ungbarnasunds:
• Eykur öryggi og sjálfstraust barnsins í vatni og viðheldur köfunarviðbragði þess
• Eykur líkamlegan og andlegan þroska barnsins
• Gefur foreldrum og börnum einstaka samverustund án truflunar
• Eykur styrk, samhæfingu og hreyfifærni barnsins
• Stuðlar að vellíðan barnsins
• Það er heldur betur gaman!

“Áhugi á ungbarnasundi byrjaði þegar ég fylgdist með nokkrum tímum í Háskólanum. Það var eftir að hafa farið í ungbarnasund með dóttur mína sem ég áttaði mig á hversu einstakt það er og að þetta vildi ég gera! Barnið fær tilfinningu fyrir vatninu en þar að auki er þetta dýrmæt og náin stund á milli foreldra og barns þar sem engin truflun á sér stað. Kennarinn fær að mynda sérstakt samband við börn og foreldra og sér þau þroskast á ferli námskeiðsins.”

Skráningar hér,

Þjálfarinn er Fabio og gefur hann frekari upplýsingar, ungbarnasundhjafabio@gmail.com og á skrifstofu félagsins skrifstofa@fjolnir.is sími 578-2700


Ókeypis páskanámskeið

Handboltadeildin ætlar að standa fyrir glæsilegu námskeiði fyrir iðkendur og byrjendur í handboltaíþróttinni í dymbilvikunni. Námskeiðið verður alveg ÓKEYPIS og verður það haldið dagana 15. - 17.apríl.

SKRÁNING: https://forms.gle/dMofDDFgQDyn2NP78

#FélagiðOkkar