Fimm Fjölnismenn luku 6 stóru maraþonunum (six stars) í Tokyo sunnudaginn 3. mars.
Þau eru: Ingibjörg Kjartansdóttir, Aðalsteinn Snorrason, Lilja Björk Ólafsdóttir, Karl Jón Hirst og Magnús Þór Jónsson.
Auk þeirra voru í hlaupinu Fjölnismennirnir: Guðrún Kolbrún Otterstedt, Eyjólfur Ingi Hilmarsson, Guðrún Axelsdóttir, Ingólfur Geir Gissurarson, Margrét Björk Svavarsdóttir og Guðmundur Magni Þorsteinsson en þau eru öll að klára six stars á næstu misserum.

Six stars maraþonin eru: New York maraþon, Chicago maraþon, Boston maraþon, London maraþon, Berlínar maraþon og Tokyo maraþon. Áður en Tokyo maraþon bættist við fyrir nokkrum árum voru hin maraþonin skilgreind sem fimm stærstu maraþon í heiminum.

Myndir: Erla Björg Jóhannsdóttir