Þrjár Fjölnisstúlkur í landsliðinu í frjálsum

Þær Helga Guðný Elíasdóttir, Helga Þóra Sigurjónsdóttir og Vilhelmína Þór Óskarsdóttir hafa verið valdar í landslið Íslands í frjálsum íþróttum. Helga Guðný er 25 ára gömul og hefur náð langt í langhlaupum. Hennar bestu tímar eru 4:49,78 í 1500m hlaupi, 10:28,50 í 3000m hlaupi, 18:43,50 í 5000m hlaupi og 38:44 í 10 km götuhlaupi. Helga Þóra er 19 ára gömul og hefur náð mjög góðum árangri í hástökki. Hefur hún hæst stokkið 1,74m. Vilhelmína er 21 árs gömul og hefur náð mjög góðum árangri í styttri hlaupum. Hennar bestu tímar eru 25,84sek í 200m hlaupi og 57,17sek í 400m hlaupi. Þetta er flottur árangur hjá þessum duglegu Fjölnisstúlkum og óskar frjálsíþróttadeildin þeim til hamingju.