Samningur við Hummel endurnýjaður

Knattspyrnudeild Fjölnis og Hummel hafa endurnýjað samstarf til næstu fjögurra ára. 

Fjölnir mun því spila áfram í Hummel búningum til a.m.k. ársins 2022. Samstarfið við Hummel hefur verið farsælt í gegnum árin og hefur þjónustan hjá Hummel sífellt verið að aukast.

Nú nýlega opnuðu forsvarsmenn Hummel á Íslandi verslunina Sport 24 í Sundaborg 1 og þar er nú komin stórglæsileg alhliða íþróttavöruverslun. Samhliða þessari fjögurra ára framlengingu á Hummel samningnum þá gerist Sport 24 myndarlegur styrktaraðili knattspyrnudeildar til næstu fjögurra ára.

Á myndinni, sem tekin var þegar samningurinn var handsalaður, eru Árni Hermannsson formaður knattspyrnudeildar, Ásta Björk Matthíasdóttir búningastjóri knattspyrnudeildar, Júlíus Óskar Ólafsson frá DanSport/Hummel og Georg Birgisson frá SPORT24

#FélagiðOkkar