Heiður Karlsdóttir æfir með A-landsliði í sumar

Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari kvennaliðsins í körfubolta og aðstoðarþjálfarar hans hafa boðað Heiði Karlsdóttur til æfinga með A-landsliði kvenna í sumar 🏀✨
Við óskum Heiði innilega til hamingju og óskum henni góðs gengis á æfingunum 🥰

Sumarnámskeið 2024

Í sumar fer fram ógrynni af frábærum námskeiðum fyrir börn og unglina á vegum Fjölnis.
Má þar t.d. nefna sumarnámskeið og fjölgreinanámskeið, karatenámskeið, rafíþróttanámskeið í samstarfi við Next Level Gaming o.s.frv.
Nánari upplýsingar um þau námskeið sem komin eru inn er að finna hér:


Karatekarl Fjölnis 2023: Gabríel Sigurður Pálmason

Gabríel er einbeittur karatemaður og fyrirmyndariðkandi. Þessvegna var hann tilnefndur núna og hlaut titilinn Karatekarl Fjölnis í fjórða sinn!

Í ár hefur hann dregið heim gullpeninga fyrir frammistöðu sína í kata 15 ára pilta á Íslandsmeistaramóti unglinga í Kata. Það sama á við um Kata 16-17 ára pilta á GrandPrix mótaröð Karatesambands Íslands, en þaðan kom hann með tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Auk þess náði hann sér í bronsverðlaun á Reykjavík International Games í flokki ungmenna. Á Kobe Osaka International mótinu í Skotlandi í haust gerði hann sér lítið fyrir og tók heim gull í kata bæði í aldursflokki 14-15 ára og 16 ára. Auk þess sem hann hlaut gull fyrir keppni í kumite 14-15 ára.

Í salnum er hann óþreytandi, mætir hann á allar æfingar og afreksæfingar auk styrktaræfinga og hann gefur sig allan á hverri æfingu.

Gabríel er fyrirmyndar afreksíþróttamaður sem sannar að sjálfsagi og einbeiting skilar árangri.

Metnaður og Heilbrigði eru þau Fjölnisgildi sem Gabríel hefur staðið fyrir í starfi sínu innan karatedeildarinnar.

Ungmennafélagið Fjölnir sá líka ástæðu til að verðlauna Gabríel sérstaklega með því að útnefna hann Íþróttakarl Fjölnis 2023!

 

Mynd: Kristján U. Kristjánsson


Fjölnismótið fer fram um helgina 11.-12. nóvember!

Nú um helgina fer Fjölnismótið fram! Fjölmargir þátttakendur eru skráðir til leiks og mikil spenna í mannskapnum.

HÉR er hægt að finna upplýsingar um mótið


Gummi Kalli framlengir!

Leikjahæsti leikmaður í sögu Fjölnis hefur framlengt samningi sínum við Félagið Okkar!


Hópfimleikavika fyrir stráka 2011-2014

Þekkir þú strák sem er fæddur 2011-2014 og gæti haft gaman að fimleikum ?
Við hjá fimleikadeild Fjölnis eigum laus pláss í hópfimleikahóp fyrir stráka á þessum aldri og viljum endilega fá fleiri inn.
Til þess að kynna starfið verða opnar æfingar í næstu viku.
Endilega sendið nafn og kennitölu iðkanda sem hefur áhuga á að mæta á viktor@fjolnir.is


Risastór fimleikahelgi í Fjölnishöllinni

Um helgina hélt fimleikadeild Fjölnis Gk mót yngri flokka í hópfimleikum og stökkfimi.
Rúmlega 700 iðkendur voru skráðir til keppni og var því mikið fjör alla helgina.

Það var yndislegt að sjá mikinn fjölda áhorfenda í stúkunni en þetta er í fyrsta sinn sem við höldum fimleikamót í Fjölnishöllinni.

Takk kærlega allir fyrir komuna iðkendur, þjálfarar og áhorfendur. Við viljum líka þakka öllum sem að mótinu komu kærlega fyrir alla hjálpina.
Úrslit allra flokka má sjá hér


Umsjónaraðili íþróttaskólans

Fjölnir óskar eftir starfsfólki til að hafa umsjón með íþróttaskóla Fjölnis. Sjá auglýsingu


Lið Kky Íslandsmeistari um helgina.

Það er mikið búið að vera um að vera síðastliðnar helgar. En mótahaldi Fimleikasambands Íslands þessa vorönnina lauk nú um helgina þegar Íslandsmót í hópfimleikum fór fram. Skemmst er frá því að segja að lið okkar í Kky sigraði sinn flokk mjög sannfærandi með 3.870 stigum á undan næsta liði, frábær árangur hjá þessum ungu strákum. Liðin okkar í 3. og 4. flokki höfnuðu í 2. sæti í sínum flokkum og 2. flokkurinn í því þriðja. Glæsilegur árangur og greinilegt að framtíðin er björt í Grafarvoginum.

 

Helgina 29. – 30. maí fór fram Vormót í B og C deildum. En þar átti Fjölnir fjögur lið í keppni. Í 4. flokki C röðuðu lið Fjölnis sér í tvö efstu sætin. Lið okkar í 5. flokki B sigraði einnig sinn flokk og 3. flokkur B stóð sig einnig vel í sinni keppni.

 

Sömu helgi var keppt á Þrepamóti 3. En sú breyting er orðin á að nú er verðlaunað fyrir að ná þrepi. Fjölnisstúlkur stóðu sig vel á mótinu og voru alls fimm stelpur sem náðu 5. þrepinu en það voru þær Ásrún Magnea, Elísbet Freyja, Ingunn Lilja, Ísabella og Sunneva Arney.

 

Við óskum öllu okkar keppendum til hamingju  með árangurinn. Við minnum svo á að sumaræfingar hefjast mánudaginn 14. júní