Góður árangur á Íslandsmótinu utanhúss
Íslandsmót utanhúss í tennis 2019 var haldið í júní. Fulltrúar Fjölnis á mótinu stóðu sig vel:
Hera Björk Brynjarsdóttir varð Íslandsmeistari í tvíliða í meistaraflokki og hafnaði í 2. sæti í einliðaleik.
Eygló Dís Ármannsdóttir varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik í U-14, 2. sæti í U-16 í einliðaleik og 2. sæti í B keppni meistaraflokks.
Paul Martin Cheron lenti í 2. sæti í U-14 tvíliðaleik og 2. sæti í U-14 í einliðaleik.
Helgi Espel Lopez lenti í 2. sæti í U-14 tvíliðaleik.
Saule Zukauskaite lenti 3. sæti í U-14 einliðaleik.
Daniel Pozo lenti í 3. sæti í U-12 einliðaleik.
Carola Frank og Óskar Knudsen urðu Íslandsmeistarar í tvenndarleik í flokki 30 +.
Við óskum þessu flotta Fjölnisfólki til hamingju með árangurinn.
Hera Björk fyrir hönd Íslands
Hera Björk Brynjarsdóttir úr tennisdeild Fjölnis tók þátt á Smáþjóðaleikunum sem fóru fram í Svartfjallalandi dagana 27.maí til 1.júní.
Hera Björk sem er nýlega komin heim eftir tímabil með tennisliði Valdosta Sate í Georgíu, keppti á móti Marie Anne Weckerle frá Lúxemberg. Hera þurfti að lúta í lægra haldi 2:0.
Góður árangur á Reykjavíkurmótinu
Opna Reykjavíkurmótið í tennis fór fram á dögunum og náðist þar frábær árangur meðal iðkenda Fjölnis.
Egill G. Egilsson og Ólafur Helgi Jónsson unnu í liðakeppni meistaraflokks og 30 ára og eldri.
Eygló Dís Ármannsdóttir vann í einliða í U-14 og tvíliða með Saule Zukauskaite, en síðarnefnda varð í 2.sæti í einliða.
Eygló lenti einnig í 2.sæti í einliða í U-16. Enn fremur vann hún einliða í 7.bekk á Grunnskólamóti Reykjavíkur.
Helgi Espel Lopez vann í einliða í U-14 og lenti í 2.sæti í tvíliða með Paul Cheron.
Að lokum varð Fjölnir í 2.sæti í meistaraflokki kvenna.
Glæsilegur árangur hjá iðkendum tennisdeildar.
Skráningar á sumarnámskeið félagsins í fullum gangi
Skráningar á sumarnáskeið félagsins eru í fullum gangi.
Fjölbreytt úrval námskeiða er í boði hjá deildum félagsins. Sjá allar upplýsingar um námskeið HÉR.
Allar skráningar á námskeið og æfingar félagsins eru rafrænt í Nóra, skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/
Íslandsmót innanhús í tennis
Frábær árangur náðist síðustu helgi hjá okkar fólki í íslandsmótinu í tennis innanhús,
Saule Zukauskaite endadi í 2. sæti á Íslandsmót Innanhús, bæði í U12 og í U14 (hún er bara 10 ára gömul)
Mikið efni hér á ferð og það verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni
Hera Björk heldur áfram að bæta sig og spilaði mjög vel með sínum háskóla þann 17. mars, í Cleveland, Tennessee, en þá vann Hera Björk Brynjarsdóttir mikilvægan leik á móti Lauren Trammell frá Lee University 4x6/ 6x4/ 6x4 sem þýddi að liðið hennar í Valdosta State University sigraði á móti Lee University 4 x 3.
Frábærar íþróttakonur - framtíðin er björt.
#FélagiðOkkar
Byrjendanámskeið í Tennis
Byrjendanámskeið í Tennis fyrir börn 10-13 ára. Skráning er hafin á heimasíðu félagsins https://fjolnir.felog.is
Laugardagar, klukkan 16:30 – 17:30 – frá 26. jan til 25.
Eygló Dís Ármannsdóttir sigrar á stórmóti í tennis
Um helgina fór fram stórmót Tennissambands Íslands. Þar náði Eygló Dís Ármannsdóttir þeim frábæra árangri að sigra í flokki U12 með glæsibrag.
Við óskum henni til hamingju.
#FélagiðOkkar
Hera Björk íslandsmeistari í tennis 2018
Okkar frábæru tennisstelpur Hera Björk og Georgina Athena unnu góða sigra á íslandsmótinu í tennis um helgina, aðrir keppendur stóðu sig líka vel.
Hera Björk Brynjarsdóttir varð um helgina tvöfaldur Íslandsmeistari í tennis, bæði í einliða- og í tvíliðaleik.
Hún vann á laugardaginn í undanúrslit á móti Iris Staub 6-2/6-3.
Á sunnudeginum spilaði hún í úrslitaleik á móti Önnu Soffiu Grönholm og var það mjög spennandi leikur sem endaði með því að Hera sigraði, 1-6/ 6-3/ 7-6 (7-1)
Hera Björk var svo líka íslandsmeistari í tvíliðaleik með Önnu Soffíu.
Á miðvikudaginn fer Hera aftur út í Háskólann í Bandaríkjunum (Valdosta Stata í Georgiu) til náms og æfinga.
Georgina Athena Erlendsdóttir stóð sig mjög vel og átti frábært mót. Hún endadi í 2. sæti í tvíliðaleik þar sem hún spilaði með Sofíu Sóley Jónasdóttur og svo endaði hún í 2 sæti í einliðaleik í U16.
Frábært mót hjá okkar tennisfólki og þetta sýnir að við verðum að fara bæta aðstöðuna hjá okkur í Egilshöll svo að okkar ungu iðkendur hafi tækifæri til að feta í fótspor þessara frábæru fyrirmynda.
#FélagiðOkkar