Bryndís Rósa til UC Patriots
Bryndís Rósa Armesto Nuevo tenniskona hjá tennisdeild Fjölnis skrifaði á dögunum undir samning hjá University of the Cumberlands í Kentucky, Bandaríkjunum. Bryndís er að fara út að læra Business Administration og verður úti í fjögur ár en hún mun spila tennis með UC Patriots.
Bryndís segist vera ótrúlega spennt fyrir þessu mikla ævintýri en játar þó að hún sé frekar stressuð því hún veit að hún mun sakna bæði fjölskyldu og vina heima á Íslandi.
Bryndís byrjaði að æfa tennis þegar hún var fimm ára og æfði þangað til hún var 11 ára, þegar hún ákvað að taka sér pásu og einbeita sér að dansi. Þegar hún var 15 ára ákvað hún að byrja aftur í tennis og hefur æft að fullu síðan þá sem hefur greinilega borgað sig en Bryndís fór með landsliðinu í tennis á heimsmeistaramót árið 2022 og 2023.
Við óskum henni innilega til hamingju og velfarnaðar úti!
#FélagiðOkkar
Sumarstörf Fjölnis 2024
Við bjóðum upp á fjölbreytt störf fyrir 15-25 ára. Í boði er að vinna á íþróttasvæðinu í Dalhúsum, á sumarnámskeiðum deilda ásamt fjölgreinanámskeiði félagsins. Umsækjendur geta hakað við það starf sem þeir óska eftir, það er í boði að velja fleiri en eitt starf, t.d. að starfa á knattspyrnu- og listskautanámskeiðum.
Vinnutímabil fyrir 15-16 ára er samtals 105 tímar. Samið er um vinnutíma þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Vinnuskólanum.Vinnutímabil fyrir 17-25 ára fer eftir nánara samkomulagi þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Hinu Húsinu.
Laun eru greidd út samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar.
Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa Fjölnis á sumarnamskeid@fjolnir.is.
https://forms.office.com/pages/responsepage.aspx?id=tQYbx3SIz0emX0cicrdwf9xPGYOlIM5Fo5kx7iGGC7RUN1pFRlBEM1dJS0NIM1BMTllKTU9JU0NZTS4u
#FélagiðOkkar
Frábær árangur Saule á TEN-PRO Global Junior Tour 2023 tryggði henni efsta sætið í sínum aldursflokki!
Saule Zukauskaite hefur hlotið titilinn leikmaður númer 1 í U16 eftir uppgjör TEN-PRO Global Junior Tour sem fór fram yfir árið 2023. Frá öllum tennisspilurum, alls staðar að úr heiminum, sem kepptu á 2023 túrnum hlaut hún flest stig í sínum aldursflokki.
Við óskum Saule innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!
Saule valin tennisspilari mánaðarins hjá Tennissambandi Íslands
Við endurbirtum hér grein frá TSÍ. https://tsi.is/2023/11/tennisspilari-manadarins-saule-zukauskaite-nov23/
Tennisspilari mánaðarins í nóvember er Saulé Zukauskaité sem er 15 ára gömul og hefur verið að æfa tennis frá því að hún var fjögurra ára og er ennþá á fullu í tennis í dag. Saulé sagði fyrst frá því að pabbi hennar hefði tekið eftir því hversu sterk hún var þegar hún var lítil og þótti honum tennis vera fullkomin íþrótt fyrir hana. Í dag æfir Saulé hjá Fjölni og hefur gert það síðastliðin 5 ár en fyrstu árin hennar í tennis æfði hún í Litháen.
Aðspurð um uppáhalds augnablikið hennar í tennis sagði Saulé frá því þegar hún vann sitt fyrsta alþjóðlega mót sem kallast Ten-Pro sem haldið var í Georgíu í september í fyrra í U16 flokki. Hvað varðar skemmtilegustu keppnisferðina nefndi Saulé ferð til Coventry þar sem hún keppti á International Children‘s Games en kvaðst hún vera virkilega þakklát fyrir reynsluna, tækifærið að kynnast nýju fólki og fá að styðja liðið sitt. Saulé talaði sömuleiðis um skemmtilegar tennisferðir til Sviss og París en hún tók annað sætið í U16 í Sviss og í U16 í París í ágúst síðastliðnum.
Þegar Saulé var spurð um ráð til annarra tennisspilara nefndi hún mikilvægi þess að ferðast um heiminn og spila með ólíkum spilurum. Saulé var einnig spurð hver uppáhalds meðspilari hennar væri en nefndi hún þá vinkonu sína Ívu Jovisic en þær hafa keppt mikið saman. Saulé sagði frá því að uppáhalds undirlagið hennar væri hard court en hún æfir mest á því undirlagi en sagði hún fljótt frá því að að hún kunni illa að spila á leirvöllum þar sem hún fær sjaldan tækifæri til að spila á slíkum völlum. Hvað varðar uppáhalds tennisspilara hennar nefndi Saulé spænska tennisspilarann Rafael Nadal en dáist hún einna helst að hugarfarinu hans.
Þessa dagana er Saulé búin að vera að keppa á alþjóðlega Ten-Pro mótinu í Rafa Nadal akademíunni en hún verður þar frá 20.nóvember til 3. desember en þar voru með henni þrír aðrir Íslendingar eða þeir Daniel Pozo, Ómar Páll og Andri Mateo. Saulé er ánægð með að fá að vera þarna með vinum sínum þar sem þau geta stutt hvort við annað í mótinu. Saulé sagði loks frá því að tennis geri hana mjög hamingjusama og hafi hún lært mikið af íþróttinni. Hún nefndi einnig að henni fyndist sérstaklega gaman að keppa og undirbúa sig fyrir mót en þá sé hún með hvata til að leggja enn meira á sig.
Uppáhalds skot: Forhönd og uppgjafir
Uppahalds tennisspilari: Rafael Nadal
Uppáhalds undirlag: Hard court
Ráð til að vera betri í tennis: Spila við ólíka einstaklinga
Íslenska Kvennalandsliðið í Tennis á Billie Jean King Cup
Íslenska Kvennalandsliðið í Tennis var nú á dögum í Makedóníu að keppa á Billie Jean King Cup og voru tvær úr Fjölni sem fóru, þær Bryndís María Armesto Nuevo og Eygló Dís Ármannsdóttir. Við erum ekkert smá stolt af þeim þar sem þetta er í fyrsta skipti sem þær fá að spila á þessu móti.
Billie Jean King Cup, áður þekkt sem Federation Cup, er árlegt kvenna liðamót í tennis. Tugir þjóða stefna að því að tryggja sér sæti á aðalmótinu, þar sem bestu leikmennirnir eru fulltrúar sinnar þjóðar. Mótið var endurnefnt til að heiðra tennis goðsögnina Billie Jean king árið 2020. Lönd sem taka þátt í Billie Jean King Cup setja saman fjögurra kvenna lið. Þessum liðum er síðan skipt í þrjú svæði eftir staðsetningu: Ameríku, Evrópu/Afríku og Ástralíu/Asíu.
Íslenska Kvennalandsliðið mætti þann 17. júní til Skopje í Norður Makedóníu til að keppa á Billie Jean King Cup – Heimsmeistaramótinu í liðakeppni (Europe Group III). Mótið var haldið yfir dagana 18-24. júní.
Liðið samanstóð af eftirfarandi leikmönnum: Sofia Sóley Jónasdóttir (TFK), Anna Soffía Grönholm (TFK), Bryndís María Armesto Nuevo (Fjölnir) og Eygló Dís Ármannsdóttir (Fjölnir) og kvenna landsliðsþjálfari Jón Axel Jónsson.
Eftirfarandi 11 þjóðir tóku þátt: Albanía, Armenía, Azerbaídsjan, Kýpur, Finnland, Ísland, Lúxemborg, Svartfjallaland, Norður Makedónía, Moldavía og San Marínó.
Mótinu var skipt niður í 2 riðla þar sem öll liðin í hverjum riðli spiluðu gegn hvort öðru í “round robin” kerfi sem leiðir svo í umspil gegn liðum annarra riðla. Kepptir eru tveir einliðaleikir og einn tvíliðaleikur í hverri viðureign best af þremur settum og með forskoti.
Íslenska liðið var dregið í Riðil B ásamt Finnlandi, Norður Makedóníu, Moldavíu, Albaníu, og Azerbaídsjan.
18. júní
Moldóva 3:0 Ísland
Match 1:
Anna Soffía Grönholm – Daniela Ciobanu
6-1 (Moldóva), 6-0 (Moldóva)
Match 2:
Sofia Sóley Jónasdóttir – Ecaterina Visnevscaia
6-0 (Moldóva), 6-0 (Moldóva)
Match 3:
Sofia og Anna – Lia Belibova og Arina Gamretkaia
6-2 (Moldóva), 6-4 (Moldóva)
19. júní
Ísland 0:3 Albanía
Match 1:
Anna Soffía Grönholm – Kristal Dule
6-3 (Albanía), 6-0 (Albanía)
Match 2:
Sofia Sóley Jónasdóttir – Gresi Bajri
6-1 (Albanía), 6-1 (Albanía)
Match 3:
Sofia og Anna – Gresi Bajri og Reu Qinami
6-2 (Albanía), 7-5 (Ísland), 6-4 (Albanía)
20. júní
Ísland 3:0 Azerbaijan
Match 2:
Sofia Sóley Jónasdóttir – Lala Eyvazova
6-0 (Ísland), 6-3 (Ísland)
Match 1:
Anna Soffía Grönholm – Ulviyya Suleymanova
6-1 (Ísland), 6-0 (Ísland)
Match 3:
Í tvíliðaleiknum kepptu þær Bryndís María Armesto Nuevo og Eygló Dís Ármannsdóttir fyrir Íslands hönd gegn þeim Khadija Jafarguluzade og Ulviyya Suleymanova. Bryndís og Eygló byrjuðu dáldið brösuglega og létu brjóta sig í fyrstu lotu. Þeim tókst að halda góðri einbeitingu og eftir að þær fundu taktinn og brutu til baka sigldu þær lygnan sjó og sigruðu mjög örugglega 6-2 6-0. Frábær byrjun hjá þeim Bryndísi og Eygló sem voru að spila sinn fyrsta landsleik fyrir hönd íslands!
21. júní
Norður Makedónía 3:0 Ísland
Match 1:
Anna Soffía Grönholm – Magdalena Stoilkovska
6-1 (N-Makedónía), 6-0 (N-Makedónía)
Match 2:
Sofia Sóley Jónasdóttir – Lina Gjorcheska
6-2 (N-Makedónía), 6-0 (N-Makedónía)
Match 3:
Sofia og Anna – Iva Daneva og Aleksandra Simeva
6-3 (N-Makedónía), 6-3 (N-Makedónía)
22. júní
Finnland 3:0 Ísland
Match 1:
Anna Soffía Grönholm – Milla Kotamaeki
6-1 (Finnland), 6-1 (Finnland)
Match 2:
Sofia Sóley Jónasdóttir – Ella Haavisto
6-1 (Finnland), 6-3 (Finnland)
Match 3:
Í tvíliðaleiknum kepptu Eygló Dís Ármannsdóttir og Bryndís Rósa Armesto Nuevo fyrir hönd Íslands gegn Millu Kotamaeki og Stellu Remander. Þetta var erfiður tvíliðaleikur fyrir Ísland en stelpurnar náðu samt sem áður að sýna flotta takta inn á milli og stríða þeim finnsku. Leikurinn tapaðist 6-1 6-1.
23. júní – umspil um 9.sætið
Ísland 2-1 San Marino
Match 1:
Anna Soffía Grönholm – Talita Giardi
6-3 (San Marino), 7-6 (oddalota 7-4) San Marino
Match 2:
Sofia Sóley Jónasdóttir – Silvia Alletti
6-4 (Ísland), 6-2 (Ísland)
Match 3:
Anna of Sofia – Talita Giardi og Silvia Alletti
6-3 (Ísland), 7-6 (oddalota 7-3) Ísland
Leikir spilaðir: 5
Leikir unnir: 1
Leikir tapaðir: 4
Lokaniðurstaða: 3-12
Ísland vann á móti Azerbaijan 3 x 0 og San Marino 2 x 1 og endadi svo í 9. sæti.
Meistaraflokkur Kvenna í Tennis er Reykjavíkurmeistari í liðakeppni!
Reykjavíkur Grunnskólamót í tennis 2023
Reykjavíkur Grunnskólamót í tennis (3.-10.bekk) var haldið 8.-14. maí síðastliðinn í Tennisklúbbi Víkings.
Grunnskólamót Reykjavíkur í tennis er fyrir krakka í 3. – 10. bekk og er mótinu skipt upp eftir kyni og árgöngum. Spilað er í einliða- og í tvíliðaleik á bæði “Mini tennis” stærð af velli og fullri vallarstærð. Systkinin Juan Pablo og Paula úr Fjölni unnu bæði í sínum flokkum. Juan vann U12 og Paula vann U10.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þau systkinin á mótinu.
Við óskum þeim Juan Pablo og Paulu unnilega til hamingju með árangurinn! Áfram Fjölnir!
Árangur Fjölnis á TSÍ innanhúss Íslandsmóti
TSÍ innanhúss Íslandsmótið var haldið í Tennishöllinni 20.-23. apríl og náðu iðkendur Fjölnis góðum árangri á mótinu. Einna heilst í Meistaraflokki tvennda, þar sem Daniel Pozo og Saule Zukauskaite unnu og urðu Íslandsmeistarar í þeim flokki. Daniel er einungis 13 ára og Saule 14 svo að þessi sigur var afar stór fyrir þessa ungu leikmenn.
Árangur Fjölnis á mótinu:
U-10 stelpur einliðaleik
2. sæti: Paula Marie Moreno Monsalve, Fjölnir
U-12 strákar einliðaleik
3. sæti: Juan Pablo Moreno Monsalve, Fjölnir
U-14 strákar einliðaleik
2. sæti: Daniel Pozo, Fjölnir
U16 strákar einliðaleik
2. sæti: Daniel Pozo, Fjölnir
U-18 börn tvíliðaleik
Íslandsmeistar: Eygló Dís Ármannsdóttir og Bryndís Rósa Armesto Nuevo, Fjölnir
2. Emilía Eyva Thygesen og Saule Zukauskaite, Víkingur/Fjölnir
3. Ómar Páll Jónasson og Daniel Pozo, TFK/Fjölnir
U-18 strákar einliðaleik
3. sæti: Þorsteinn Ari Þorsteinsson, Fjölnir
U-18 stelpur einliðaleik
2. sæti: Eygló Dís Ármannsdóttir, Fjölnir
3. sæti: Bryndís Rósa Armesto Nuevo, Fjölnir
40+ kvenna einliðaleik
2. sæti: Bryndís Björnsdóttir, Fjölnir
30+ tvenndarleik
2. sæti: Ingunn Erla Eiríksdóttir og Birgir Haraldsson, Fjölnir/TFK
30+ kvenna einliðaleik
Íslandsmeistari: Ingunn Erla Eiríksdóttir, Fjölnir
30+ karla einliðaleik
2. sæti: Ólafur Helgi Jónsson, Fjölnir
Meistaraflokkur tvenndarleik
Íslandsmeistar: Daniel Pozo og Saule Zukauskaite, Fjölnir
Meistaraflokkur tvíliðaleik
2. sæti: Eygló Dís Ármannsdóttir og Bryndís Rósa Armesto Nuevo, Fjölnir
Meistaraflokkur kvenna einliðaleik
Undanúrslit: Bryndís Rósa Armesto Nuevo, Fjölnir
Við óskum okkar frábæru iðkendum innilega til hamingju með frábæran árangur! Áfram Fjölnir!
Sumarstörf 2023 fyrir 15-25 ára
Líkt og fyrri ár munum við hjá Fjölni bjóða upp á fjölbreytt sumarstörf í tengslum við vinæslu sumarnámskeiðin okkar.
HÉR er umsóknareyðublað sem allir þurfa að fylla út til þess að sækja um starf.
ATH! 17-25 ára þurfa líka að fylla út umsókn í gegnum Hitt húsið. HÉR er hlekkur á þá slóð.
Umsóknarfrestur hjá Hinu húsinu er til 15. apríl.
Við hvetjum öll áhugasöm til þess að sækja um!
Uppskeruhátíð Fjölnis 2022
Uppskeruhátið Fjölnis fór fram þann 15. desember síðastliðinn að viðstöddum 100 manns. Veitt voru verðlaun fyrir íþróttaafrek ársins, gull- og silfurmerki sjálfboðaliða ásamt vali á íþróttakarli og -konu. Þar að auki var Fjölnismaður ársins heiðraður fyrir ómetanlegt starf í þágu félagsins. Athöfnin fór fram í Keilhöllinni í Egilshöll og var einnig beint streymi frá viðburðinum í gegnum Facebook síðu Fjölnis. Jón Karl, formaður félagsins stýrði athöfninni og stóð hin stórglæsilega Regína Ósk fyrir tónlistaratriðum á athöfninni. Við þökkum Gunnari Jónatanssyni fyrir að taka myndbönd af athöfninni sem og ljósmyndurunum Baldvini Erni Berndsen og Þorgils G fyrir að mynda viðburðinn.
Takk kærlega fyrir komuna og kvöldið, hér fyrir neðan má sjá þá sem hlutu viðurkenningar.
Íþróttakarl Fjölnis árið 2022 er fimleikakarlinn Sigurður Ari Stefánsson
Íþróttakona Fjölnis árið 2022 er körfuboltakonan Dagný Lísa Davíðsdóttir
Fjölnismaður ársins 2022 er Kristján Rafnsson
Íþróttakarl ársins 2022: Sigurður Ari Stefánsson
Sigurður Ari eða Siggi átti glæsilegt fimleikaár. Sigurður Ari varð Íslandsmeistari unglinga í fjölþraut í áhaldafimleikum. Þar sigraði hann með yfirburðum auk þess að vinna gullverðlaun á fimm áhöldum af sex í keppni á einstökum áhöldum. Á árinu var Sigurður einnig valinn til þátttöku í fjölmörgum erlendum verkefnum á vegum Fimleikasambands Íslands. Meðal annars Evrópumóti unglinga, Norðurlandamóti unglinga og Ólympíuleikum æskunnar. Sigurður hefur nú fært sig yfir í Gerplu þar sem hann mun halda áfram sinni fimleikaiðkun undir handleiðslu landsliðsþjálfara Íslands og óskum við honum alls hins besta og hlökkum við til að fylgjast með honum í framtíðinni.
Íþróttakona ársins 2022: Dagný Lísa Davíðsdóttir
Dagný Lísa Davíðsdóttir var valin mikilvægasti leikmaður Subway deildar kvenna á síðasta tímabili þar sem hún leiddi Fjölni til deildarmeistaratitils, þess fyrsta hjá félaginu í boltagreinum í efstu deild. Einnig var hún valin í A-landslið Íslands á síðasta tímabili. Dagný Lísa er framúrskarandi leikmaður en ekki síður góður karakter sem nýtur virðingar liðsfélaga sem ekki er síður mikilvægt í hópíþróttum.
Fjölnismaður ársins: Kristján Rafnsson
Stjáni Rafns, eins og við köllum hann, er sá sem hefur verið lengst í kringum starfið af þeim sem nú eru að starfa við deildina. Þó að Stjáni hafi ekki verið formlega í stjórn er óhætt að fullyrða að verðmæti hans framlags sé engu síðra en annarra. Leikirnir sem Stjáni hefur dæmt án endurgjalds í yngri flokka starfinu verða seint fyllilega taldir en alltaf hefur hann verið klár í slaginn þegar til hans hefur verið leitað. Hann hefur verið duglegur að mæta á leiki meistarflokkanna og missir nánast aldrei af heimaleikjum þar sem hann hjálpar til við uppsetningu og tiltekt auk þess að taka að sér að vera á kústinum í leikjum. Ekkert í starfinu er Stjána óviðkomandi og hann alltaf tilbúinn að hjálpa til. Að auki hefur Stjáni keyrt meistaraflokkana báða í ófáar keppnisferðir, hvort sem er til Ísafjarðar, Akureyrar, Egilsstaða eða Hafnar í Hornafirði í öllum tegundum af veðrum og vindum.
Fimleikadeild
Fimleikakarl: Sigurður Ari Stefánsson
Sigurður Ari eða Siggi átti glæsilegt fimleikaár. Hann varð íslandsmeistari unglinga í fjölþraut í áhaldafimleikum. Á árinu var hann einnig valinn til þátttöku í fjölmörgum erlendum verkefnum á vegum Fimleikasambands Íslands. Við óskum honum alls hins besta í framtíðinni og hlökkum til að fylgjast með honum í framtíðinni.
Fimleikakona: Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Lilja Katrín var valin í úrvalshóp unglinga og í kjölfarið á því í æfingahóp fyrir Norðurlandamót unglinga sem fram fór hér á landi í lok júní. Við óskum henni alls hins besta í framtíðinni og hlökkum til að fylgjast með henni í framtíðinni.
Frjálsíþróttadeild
Frjálsíþróttakarl ársins: Bjarni Anton Theódórsson
Bjarni Anton hefur æft frjálsar íþróttir í fjöldamörg ár. Hann hefur einbeitt sér að styttri hlaupum og keppir aðallega í 200 og 400 m hlaupum. Á þessu ári hljóp hann best 400 m á tímanum 49,69 sek sem er jafnframt besti tíminn á árinu í 400 m hlaupi. Hann var einnig í boðhlaupssveit Fjölnis á Meistaramóti Íslands í 4×400 m boðhlaupi og vann Íslandsmeistaratitil með sigri sveitarinnar.
Frjálsíþróttakona ársins: Vilhelmína Þór Óskarsdóttir (Óskar Hlynsson tók við verðlaunum fyrir hennar hönd)
Vilhelmína hefur æft frjálsar íþróttir frá unga aldri og hefur síðustu ár einbeitt sér að keppni í hlaupum. Hefur hún náð mjög góðum árangri í 60, 100, 200 og 400 m hlaupum. Hún á fimmta besta tímann á árinu í 200 og 400 m hlaupi. Vilhelmína eða Minna eins og hún er alltaf kölluð starfar sem þjálfari yngri iðkenda hjá frjálsíþróttadeildinni.
Handknattleiksdeild
Handboltakarl ársins: Óðinn Freyr Heiðmarsson
Óðinn Freyr stimplaði sig strax inn í ungt og efnilegt Fjölnislið þegar hann gekk í raðir félagsins árið 2019. Hann býr yfir mikilli baráttugleði og dugnaði ásamt því að vinnusemi hans er til fyrirmyndar bæði á æfingum og í keppnum. Hann var lykilmaður í vörn og sókn þegar liðið var hársbreidd frá sæti í efstu deild á síðustu leiktíð.
Handboltakona ársins: Þyri Erla Sigurðardóttir
Þyri Erla er uppalin í Fjölni og spilaði þar alla yngri flokka áður en hún fór að leika með meistaraflokknum. Þyri hefur gríðarlega marga kosti bæði innan vallar og utan og er frábær fyrirmynd fyrir alla iðkendur. Hún er mjög metnaðarfull og er alltaf tilbúin að leggja meira á sig til að bæta sig.
Íshokkídeild
Íshokkíkarl ársins: Martin Simanek
Með ástríðu og gleði, ásamt leiðtogahæfni hefur Martin sýnt okkur öllum að hann er mikil fyrirmynd og leikmaður með mikinn metnað fyrir íshokkídeild Fjölnis. Hann leggur sig ávallt fram og er fyrsti maður til að bjóða fram aðstoð sína.
Íshokkíkona ársins: Kolbrún Garðarsdóttir
Dugnaðarforkur og valkyrja sem berst af miklum eldmóð á ísnum en rífur upp gleðina með drengskap og gleði utan íssins.
Karatedeild
Karatekarl ársins: Gabríel Sigurður Pálmason
Gabríel er fyrirmyndar iðkandi. Einbeittur og duglegur karatemaður. Í ár hefur hann dregið heim silfurpeninga fyrir frammistöðu sína í kata á GrandPrix mótaröðinni, á Íslandsmeistaramóti unglinga og brons fyrir frammistöðu sína á RIG. Metnaður og Heilbrigði eru þau Fjölnisgildi sem Gabríel hefur staðið fyrir í starfi sínu innan karatedeildarinnar.
Karatekona ársins: Eydís Magnea Friðriksdóttir
Sem afrekskona átti Eydís frábært ár. Oftar en ekki kom hún heim með ekki einn, heldur tvo verðlaunapeninga eftir mót. Hún varð GrandPrix meistari í kata og svo bikarmeistari á Bikarmótaröð Karatesambands Íslands. Metnaður er það gildi Fjölnis sem Eydís hefur lifað í starfi sínu innan deildarinnar.
Knattspyrnudeild
Knattspyrnukarl ársins: Lúkas Logi Heimisson
Lúkas Logi Heimisson er afar fjölhæfur og sóknarþenkjandi leikmaður. Í gegnum tíðina hefur Lúkas leikið 9 landsleiki yfir yngri landslið Íslands. Þá hefur hann nú þegar spilað 52 leiki og skorað í þeim 14 mörk fyrir meistaraflokk félagsins þrátt fyrir ungan aldur. Lúkas er mikil fyrirmynd yngri leikmanna og á bjartan feril framundan sem knattspyrnumaður.
Knattspyrnukona ársins: Elvý Rut Búadóttir
Elvý Rut Búadóttir er uppalinn leikmaður hjá Fjölni. Elvý er öflugur miðvörður sem hefur verið lykilmaður í liðinu lengi en hún hefur spilað 179 leiki fyrir Fjölni og skorað 2 mörk. Hún smitar út frá sér jákvæðni og vinnusemi og er alltaf tilbúin að gefa allt sem hún á inn á vellinum. Elvý er frábær leikmaður og mikil fyrirmynd yngri leikmanna.
Körfuknattleiksdeild
Körfuboltakarl ársins: Karl Ísak Birgisson
Karl Ísak er uppalinn Fjölnismaður, mikil þriggjastigaskytta sem hefur verið burðarás í sínum aldursflokki auk þess að vera í lykilhlutverki hjá eldri árgöngum hjá Fjölni. Í vor varð hann bæði bikarmeistari og Íslandsmeistari með drengjaflokki auk þess sem hann var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiks Íslandsmótsins þá með 25 stig og 10 fráköst.
Körfuboltakona ársins: Dagný Lísa Davíðsdóttir
Dagný Lísa Davíðsdóttir var valin mikilvægasti leikmaður Subway deildar kvenna á síðasta tímabili þar sem hún leiddi Fjölni til deildarmeistaratitils, þess fyrsta hjá félaginu í boltagreinum í efstu deild. Einnig var hún valin í A-landslið Íslands á síðasta tímabili. Dagný Lísa er framúrskarandi leikmaður en ekki síður góður karakter sem nýtur virðingar liðsfélaga sem ekki er síður mikilvægt í hópíþróttum.
Listskautadeild
Listskautakona ársins: Júlía Sylvía Gunnarsdóttir
Júlía Sylvía er landsliðskona í Junior flokki. Hún hefur staðið sig vel á árinu og tekið miklum framförum. Hún stóð sig eftir væntingum í vor og keppti meðal annars á Reykjarvíkurleikunum og Norðurlandamóti í Danmörku. Á Íslandsmeistaramótinu stóð hún sig sérstaklega vel og varð Íslandsmeistari með mikilli bætingu og einu af hæstu skorum sem Íslendingur hefur náð.
Skákdeild
Skákkarl ársins: Jóhann Arnar Finnsson
Jóhann Arnar var einn af nemendum Rimaskóla sem hóf að æfa skák á sínum fyrstu grunnskólaárum. Eftir að grunnskólagöngu lauk hóf Jóhann Arnar að leiðbeina á hinum vinsælu skákæfingum Fjölnis og leiðir það starf ásamt Helga Árnasyni. Hann var m.a. í 6 manna skáksveit Fjölnis sem tefldi á EM félagsliða í Austurríki í sumar.
Skákkona ársins: Lisseth Acevedo Méndez
Liss eins og hún er alltaf kölluð er landsliðskona Íslands í skák. Hún tefldi með íslenska kvennalandsliðinu á Ólympíuskákmótinu á Indlandi nú í sumar og vann kvennaflokkinn á Alþjóðlega helgarskákmótinu í Gautaborg nú í haust. Liss er ein af fjórum konum frá Fjölni sem tilheyra landsliðshópi Íslands.
Sunddeild
Sundkarl ársins: Kristján Gylfi Þórisson
Kristján er stigahæstur sundmanna í afrekshóp og stóð sig einkar vel á árinu. Kristján hefur æft með félaginu meira og minna allan sinn feril og því er hann vel að þessum titli kominn.
Sundkona ársins: Coco Margaret Johansson
Coco er ung og efnileg sundkona og hefur æft með Fjölni síðustu 2 ár. Hún er stigahæst sundkvenna í afrekshóp og hefur staðið sig gríðarlega vel síðan hún kom til félagsins.
Tennisdeild
Tenniskona ársins: Saulé Zukauskaité
Saulé átti mjög gott ár og náði frábærum og eftirtektarverðum árangri. Þar má helst nefna sigur í einliðaleik á U14 móti í Georgíu, Íslandsmeistari í liðakeppni meistaraflokks og 1. sæti í einliðaleik á U16 Íslandsmóti utanhúss. Hún er dugnaðarforkur og mikil fyrirmynd.
Silfurmerkjahafar
Gullmerkjahafar