Glæsilegur árangur tennisdeildar Fjölnis á Íslandsmóti TSÍ innanhúss 2025

Tennisdeild Fjölnis skilaði frábærum árangri á Íslandsmóti TSÍ innanhúss sem haldið var dagana 27. mars til 2. apríl í Tennishöllinni í Kópavogi. Keppendur félagsins unnu til fjölda verðlauna í ýmsum aldurs- og keppnisflokkum, sem endurspeglar öflugt starf deildarinnar.

Ungt efni skín skært

Hinn 15 ára Daniel Pozo vakti mikla athygli með því að ná 3. sæti í meistaraflokki karla einliða eftir að hafa sigrað Raj Kumar, einn af sterkustu tennisspilurum landsins, með settaúrslitunum 4–6, 7–5, 6–0. Daniel tryggði sér einnig Íslandsmeistaratitil í U16 flokki og hafnaði í 4. sæti í meistaraflokki karla tvíliða.

Sterk frammistaða kvenna

Í meistaraflokki kvenna einliða náði Íva Jovisic 3. sæti og Eygló Dís Ármannsdóttir 4. sæti.

Í tvíliðaleik kvenna unnu Íva og Saule Zukauskaite til silfurverðlauna.

Árangur í yngri flokkum

Systkinin Paula Marie og Juan Pablo Moreno Monsalve sýndu einnig styrk sinn; Paula varð Íslandsmeistari í U12 stelpur einliða og Juan Pablo hafnaði í 2. sæti í U14 strákar einliða.

Frábær árangur í 30+ flokkum

Ólafur Helgi Jónsson náði 4. sæti í 30+ karla einliða og 2. sæti í 30+ karla tvíliða.

Í 30+ kvenna tvíliða unnu Rebekka Pétursdóttir og Sigríður Sigurðardóttir til gullverðlauna og urðu þar með Íslandsmeistarar í þeim flokki.

Þessi árangur endurspeglar metnaðarfullt og faglegt starf tennisdeildar Fjölnis og lofar góðu fyrir framtíðina.

Til hamingju öll með árangurinn!


Bryndís Rósa til UC Patriots

Bryndís Rósa Armesto Nuevo tenniskona hjá tennisdeild Fjölnis skrifaði á dögunum undir samning hjá University of the Cumberlands í Kentucky, Bandaríkjunum. Bryndís er að fara út að læra Business Administration og verður úti í fjögur ár en hún mun spila tennis með UC Patriots.

Bryndís segist vera ótrúlega spennt fyrir þessu mikla ævintýri en játar þó að hún sé frekar stressuð því hún veit að hún mun sakna bæði fjölskyldu og vina heima á Íslandi.

Bryndís byrjaði að æfa tennis þegar hún var fimm ára og æfði þangað til hún var 11 ára, þegar hún ákvað að taka sér pásu og einbeita sér að dansi. Þegar hún var 15 ára ákvað hún að byrja aftur í tennis og hefur æft að fullu síðan þá sem hefur greinilega borgað sig en Bryndís fór með landsliðinu í tennis á heimsmeistaramót árið 2022 og 2023.

Við óskum henni innilega til hamingju og velfarnaðar úti!

#FélagiðOkkar


Sumarstörf Fjölnis 2024

Við höfum opnað fyrir umsóknir í sumarstörf Fjölnis 2024. Öllum umsóknum verður svarað.

Við bjóðum upp á fjölbreytt störf fyrir 15-25 ára. Í boði er að vinna á íþróttasvæðinu í Dalhúsum, á sumarnámskeiðum deilda ásamt fjölgreinanámskeiði félagsins.
Umsækjendur geta hakað við það starf sem þeir óska eftir, það er í boði að velja fleiri en eitt starf, t.d. að starfa á knattspyrnu- og listskautanámskeiðum.

Vinnutímabil fyrir 15-16 ára er samtals 105 tímar. Samið er um vinnutíma þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Vinnuskólanum.Vinnutímabil fyrir 17-25 ára fer eftir nánara samkomulagi þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Hinu Húsinu.

Laun eru greidd út samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar.

Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa Fjölnis á sumarnamskeid@fjolnir.is.

 

Skráning fer fram hér:

https://forms.office.com/pages/responsepage.aspx?id=tQYbx3SIz0emX0cicrdwf9xPGYOlIM5Fo5kx7iGGC7RUN1pFRlBEM1dJS0NIM1BMTllKTU9JU0NZTS4u

#FélagiðOkkar

 

 


Frábær árangur Saule á TEN-PRO Global Junior Tour 2023 tryggði henni efsta sætið í sínum aldursflokki!

Saule Zukauskaite hefur hlotið titilinn leikmaður númer 1 í U16 eftir uppgjör TEN-PRO Global Junior Tour sem fór fram yfir árið 2023. Frá öllum tennisspilurum, alls staðar að úr heiminum, sem kepptu á 2023 túrnum hlaut hún flest stig í sínum aldursflokki.

Við óskum Saule innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!


Saule valin tennisspilari mánaðarins hjá Tennissambandi Íslands

Við endurbirtum hér grein frá TSÍ. https://tsi.is/2023/11/tennisspilari-manadarins-saule-zukauskaite-nov23/

Tennisspilari mánaðarins í nóvember er Saulé Zukauskaité sem er 15 ára gömul og hefur verið að æfa tennis frá því að hún var fjögurra ára og er ennþá á fullu í tennis í dag. Saulé sagði fyrst frá því að pabbi hennar hefði tekið eftir því hversu sterk hún var þegar hún var lítil og þótti honum tennis vera fullkomin íþrótt fyrir hana. Í dag æfir Saulé hjá Fjölni og hefur gert það síðastliðin 5 ár en fyrstu árin hennar í tennis æfði hún í Litháen.

Aðspurð um uppáhalds augnablikið hennar í tennis sagði Saulé frá því þegar hún vann sitt fyrsta alþjóðlega mót sem kallast Ten-Pro sem haldið var í Georgíu í september í fyrra í U16 flokki. Hvað varðar skemmtilegustu keppnisferðina nefndi Saulé ferð til Coventry þar sem hún keppti á International Children‘s Games en kvaðst hún vera virkilega þakklát fyrir reynsluna, tækifærið að kynnast nýju fólki og fá að styðja liðið sitt. Saulé talaði sömuleiðis um skemmtilegar tennisferðir til Sviss og París en hún tók annað sætið í U16 í Sviss og í U16 í París í ágúst síðastliðnum.

Þegar Saulé var spurð um ráð til annarra tennisspilara nefndi hún mikilvægi þess að ferðast um heiminn og spila með ólíkum spilurum. Saulé var einnig spurð hver uppáhalds meðspilari hennar væri en nefndi hún þá vinkonu sína Ívu Jovisic en þær hafa keppt mikið saman. Saulé sagði frá því að uppáhalds undirlagið hennar væri hard court en hún æfir mest á því undirlagi en sagði hún fljótt frá því að að hún kunni illa að spila á leirvöllum þar sem hún fær sjaldan tækifæri til að spila á slíkum völlum. Hvað varðar uppáhalds tennisspilara hennar nefndi Saulé spænska tennisspilarann Rafael Nadal en dáist hún einna helst að hugarfarinu hans.

Þessa dagana er Saulé búin að vera að keppa á alþjóðlega Ten-Pro mótinu í Rafa Nadal akademíunni en hún verður þar frá 20.nóvember til 3. desember en þar voru með henni þrír aðrir Íslendingar eða þeir Daniel Pozo, Ómar Páll og Andri Mateo. Saulé er ánægð með að fá að vera þarna með vinum sínum þar sem þau geta stutt hvort við annað í mótinu. Saulé sagði loks frá því að tennis geri hana mjög hamingjusama og hafi hún lært mikið af íþróttinni. Hún nefndi einnig að henni fyndist sérstaklega gaman að keppa og undirbúa sig fyrir mót en þá sé hún með hvata til að leggja enn meira á sig.

Uppáhalds skot: Forhönd og uppgjafir

Uppahalds tennisspilari: Rafael Nadal

Uppáhalds undirlag: Hard court

Ráð til að vera betri í tennis: Spila við ólíka einstaklinga


Íslenska Kvennalandsliðið í Tennis á Billie Jean King Cup

Íslenska Kvennalandsliðið í Tennis var nú á dögum í Makedóníu að keppa á Billie Jean King Cup og voru tvær úr Fjölni sem fóru, þær Bryndís María Armesto Nuevo og Eygló Dís Ármannsdóttir. Við erum ekkert smá stolt af þeim þar sem þetta er í fyrsta skipti sem þær fá að spila á þessu móti.

Billie Jean King Cup, áður þekkt sem Federation Cup, er árlegt kvenna liðamót í tennis. Tugir þjóða stefna að því að tryggja sér sæti á aðalmótinu, þar sem bestu leikmennirnir eru fulltrúar sinnar þjóðar. Mótið var endurnefnt til að heiðra tennis goðsögnina Billie Jean king árið 2020. Lönd sem taka þátt í Billie Jean King Cup setja saman fjögurra kvenna lið. Þessum liðum er síðan skipt í þrjú svæði eftir staðsetningu: Ameríku, Evrópu/Afríku og Ástralíu/Asíu.

Íslenska Kvennalandsliðið mætti þann 17. júní til Skopje í Norður Makedóníu til að keppa á Billie Jean King Cup – Heimsmeistaramótinu í liðakeppni (Europe Group III). Mótið var haldið yfir dagana 18-24. júní.

Liðið samanstóð af eftirfarandi leikmönnum: Sofia Sóley Jónasdóttir (TFK), Anna Soffía Grönholm (TFK), Bryndís María Armesto Nuevo (Fjölnir) og Eygló Dís Ármannsdóttir (Fjölnir) og kvenna landsliðsþjálfari Jón Axel Jónsson.

Eftirfarandi 11 þjóðir tóku þátt: Albanía, Armenía, Azerbaídsjan, Kýpur, Finnland, Ísland, Lúxemborg, Svartfjallaland, Norður Makedónía, Moldavía og San Marínó.

Mótinu var skipt niður í 2 riðla þar sem öll liðin í hverjum riðli spiluðu gegn hvort öðru í “round robin” kerfi sem leiðir svo í umspil gegn liðum annarra riðla. Kepptir eru tveir einliðaleikir og einn tvíliðaleikur í hverri viðureign best af þremur settum og með forskoti.

Íslenska liðið var dregið í Riðil B ásamt Finnlandi, Norður Makedóníu, Moldavíu, Albaníu, og Azerbaídsjan.

18. júní
Moldóva 3:0 Ísland
Match 1:
Anna Soffía Grönholm – Daniela Ciobanu
6-1 (Moldóva), 6-0 (Moldóva)
Match 2:
Sofia Sóley Jónasdóttir – Ecaterina Visnevscaia
6-0 (Moldóva), 6-0 (Moldóva)
Match 3:
Sofia og Anna – Lia Belibova og Arina Gamretkaia
6-2 (Moldóva), 6-4 (Moldóva)

19. júní
Ísland 0:3 Albanía
Match 1:
Anna Soffía Grönholm – Kristal Dule
6-3 (Albanía), 6-0 (Albanía)
Match 2:
Sofia Sóley Jónasdóttir – Gresi Bajri
6-1 (Albanía), 6-1 (Albanía)
Match 3:
Sofia og Anna – Gresi Bajri og Reu Qinami
6-2 (Albanía), 7-5 (Ísland), 6-4 (Albanía)
20. júní
Ísland 3:0 Azerbaijan
Match 2:
Sofia Sóley Jónasdóttir – Lala Eyvazova
6-0 (Ísland), 6-3 (Ísland)
Match 1:
Anna Soffía Grönholm – Ulviyya Suleymanova
6-1 (Ísland), 6-0 (Ísland)
Match 3:
Í tvíliðaleiknum kepptu þær Bryndís María Armesto Nuevo og Eygló Dís Ármannsdóttir fyrir Íslands hönd gegn þeim Khadija Jafarguluzade og Ulviyya Suleymanova. Bryndís og Eygló byrjuðu dáldið brösuglega og létu brjóta sig í fyrstu lotu. Þeim tókst að halda góðri einbeitingu og eftir að þær fundu taktinn og brutu til baka sigldu þær lygnan sjó og sigruðu mjög örugglega 6-2 6-0. Frábær byrjun hjá þeim Bryndísi og Eygló sem voru að spila sinn fyrsta landsleik fyrir hönd íslands!

21. júní
Norður Makedónía 3:0 Ísland
Match 1:
Anna Soffía Grönholm – Magdalena Stoilkovska
6-1 (N-Makedónía), 6-0 (N-Makedónía)
Match 2:
Sofia Sóley Jónasdóttir – Lina Gjorcheska
6-2 (N-Makedónía), 6-0 (N-Makedónía)
Match 3:
Sofia og Anna – Iva Daneva og Aleksandra Simeva
6-3 (N-Makedónía), 6-3 (N-Makedónía)

22. júní
Finnland 3:0 Ísland
Match 1:
Anna Soffía Grönholm – Milla Kotamaeki
6-1 (Finnland), 6-1 (Finnland)
Match 2:
Sofia Sóley Jónasdóttir – Ella Haavisto
6-1 (Finnland), 6-3 (Finnland)
Match 3:
Í tvíliðaleiknum kepptu Eygló Dís Ármannsdóttir og Bryndís Rósa Armesto Nuevo fyrir hönd Íslands gegn Millu Kotamaeki og Stellu Remander. Þetta var erfiður tvíliðaleikur fyrir Ísland en stelpurnar náðu samt sem áður að sýna flotta takta inn á milli og stríða þeim finnsku. Leikurinn tapaðist 6-1 6-1.

23. júní – umspil um 9.sætið
Ísland 2-1 San Marino
Match 1:
Anna Soffía Grönholm – Talita Giardi
6-3 (San Marino), 7-6 (oddalota 7-4) San Marino
Match 2:
Sofia Sóley Jónasdóttir – Silvia Alletti
6-4 (Ísland), 6-2 (Ísland)
Match 3:
Anna of Sofia – Talita Giardi og Silvia Alletti
6-3 (Ísland), 7-6 (oddalota 7-3) Ísland
Leikir spilaðir: 5
Leikir unnir: 1
Leikir tapaðir: 4
Lokaniðurstaða: 3-12

Ísland vann á móti Azerbaijan 3 x 0 og San Marino 2 x 1 og endadi svo í 9. sæti.


Meistaraflokkur Kvenna í Tennis er Reykjavíkurmeistari í liðakeppni!

Reykjavíkurmeistaramót í tennis fór fram í maí síðastliðinn en mótið var tveggja vikna keppni sem er tvískipt – fyrstu vikuna fóru fram einstaklingsgreinar (einliðaleikir og tvíliðaleikir) og seinni vikuna fór fram liðakeppni, samansett af einum tvíliðaleik og tveimur einliðaleikjum.
Í liðakeppni sigraði Fjölnir A Fjölnir B, 2-1, í meistaraflokk kvenna.
Fjölnir A: Irka , Cacicedo Jaroszynska, Bryndís Rósa Armesto Nuevo, Íva Jovisic
Fjölnir B: Saule Zukauskaite, Eygló Dís Ármannsdóttir
Í einstaklingskeppni voru það þær Irka Cacicedo Jaroszynska / Sigríður Sigurðardóttir (Fjölnir) sem sigruðu í meistaraflokki kvenna í tvíliðaleik.
Eftirtalin eru Reykjavíkurmeistarar í hinum flokkunum:
U10 börn: Paula Marie Moreno Monsalve (Fjölnir)
U12 einliðaleik kk: Juan Pablo Moreno Monsalve (Fjölnir)
U16 liðakeppni: Fjölnir
U16 einliðaleik: Daniel Pozo (Fjölnir) og Saule Zukauskaite (Fjölnir)
U18 einliðaleik kvk: Bryndís Rósa Armesto Nuevo (Fjölnir)
+30 kvenna liðakeppni: Fjölnir
+40 einliðaleik: Ólafur Helgi Jónsson (Fjölnir)
+50 einliðaleik: Hrólfur Sigurðsson (Fjölnir)
Öll úrslit í einstaklingskeppni má lesa hér: https://www.tournamentsoftware.com/sport/events.aspx…
Á meðfylgjandi mynd má sjá mynd af henni Bryndísu Rósu sem sigraði í U18 einliða kvenna.
Við óskum öllum Fjölniskrökkunum okkar innilega til hamingju með þennan frábæra árangur! Áfram Fjölnir!


Reykjavíkur Grunnskólamót í tennis 2023

Reykjavíkur Grunnskólamót í tennis (3.-10.bekk) var haldið 8.-14. maí síðastliðinn í Tennisklúbbi Víkings.

Grunnskólamót Reykjavíkur í tennis er fyrir krakka í 3. – 10. bekk og er mótinu skipt upp eftir kyni og árgöngum. Spilað er í einliða- og í tvíliðaleik á bæði “Mini tennis” stærð af velli og fullri vallarstærð. Systkinin Juan Pablo og Paula úr Fjölni unnu bæði í sínum flokkum. Juan vann U12 og Paula vann U10.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þau systkinin á mótinu.

Við óskum þeim Juan Pablo og Paulu unnilega til hamingju með árangurinn! Áfram Fjölnir!


Árangur Fjölnis á TSÍ innanhúss Íslandsmóti

TSÍ innanhúss Íslandsmótið var haldið í Tennishöllinni 20.-23. apríl og náðu iðkendur Fjölnis góðum árangri á mótinu. Einna heilst í Meistaraflokki tvennda, þar sem Daniel Pozo og Saule Zukauskaite unnu og urðu Íslandsmeistarar í þeim flokki. Daniel er einungis 13 ára og Saule 14 svo að þessi sigur var afar stór fyrir þessa ungu leikmenn.

Árangur Fjölnis á mótinu:

U-10 stelpur einliðaleik
2. sæti: Paula Marie Moreno Monsalve, Fjölnir

U-12 strákar einliðaleik
3. sæti: Juan Pablo Moreno Monsalve, Fjölnir

U-14 strákar einliðaleik
2. sæti: Daniel Pozo, Fjölnir

U16 strákar einliðaleik
2. sæti: Daniel Pozo, Fjölnir

U-18 börn tvíliðaleik
Íslandsmeistar: Eygló Dís Ármannsdóttir og Bryndís Rósa Armesto Nuevo, Fjölnir
2. Emilía Eyva Thygesen og Saule Zukauskaite, Víkingur/Fjölnir
3. Ómar Páll Jónasson og Daniel Pozo, TFK/Fjölnir

U-18 strákar einliðaleik
3. sæti: Þorsteinn Ari Þorsteinsson, Fjölnir

U-18 stelpur einliðaleik
2. sæti: Eygló Dís Ármannsdóttir, Fjölnir
3. sæti: Bryndís Rósa Armesto Nuevo, Fjölnir

40+ kvenna einliðaleik
2. sæti: Bryndís Björnsdóttir, Fjölnir

30+ tvenndarleik
2. sæti: Ingunn Erla Eiríksdóttir og Birgir Haraldsson, Fjölnir/TFK

30+ kvenna einliðaleik
Íslandsmeistari: Ingunn Erla Eiríksdóttir, Fjölnir

30+ karla einliðaleik
2. sæti: Ólafur Helgi Jónsson, Fjölnir

Meistaraflokkur tvenndarleik
Íslandsmeistar: Daniel Pozo og Saule Zukauskaite, Fjölnir

Meistaraflokkur tvíliðaleik
2. sæti: Eygló Dís Ármannsdóttir og Bryndís Rósa Armesto Nuevo, Fjölnir

Meistaraflokkur kvenna einliðaleik
Undanúrslit: Bryndís Rósa Armesto Nuevo, Fjölnir

Við óskum okkar frábæru iðkendum innilega til hamingju með frábæran árangur! Áfram Fjölnir!


Sumarstörf 2023 fyrir 15-25 ára

Líkt og fyrri ár munum við hjá Fjölni bjóða upp á fjölbreytt sumarstörf í tengslum við vinæslu sumarnámskeiðin okkar.

HÉR er umsóknareyðublað sem allir þurfa að fylla út til þess að sækja um starf.

ATH! 17-25 ára þurfa líka að fylla út umsókn í gegnum Hitt húsið. HÉR er hlekkur á þá slóð.

Umsóknarfrestur hjá Hinu húsinu er til 15. apríl.

Við hvetjum öll áhugasöm til þess að sækja um!