Wim Hof námskeið

Sunddeild Fjölnis stendur fyrir Wim Hof námskeiði í júní.

Allar upplýsingar hér til hægri.


Wim Hof námskeið

Sunddeild Fjölnis stendur fyrir Wim Hof námskeiði í maí.

Allar upplýsingar hér til hægri.


Kristinn hlaut Ásgeirsbikarinn fyrir besta afrek karla

Kristinn bætti sig enn frekar í úrslitum í 50 m baksundi í dag á Íslandsmótinu í 50 m laug og hlaut Ásgeirsbikarinn að launum.

Ásgeirsbikarinn er farandgripur og gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands.

Gefandi gripsins er forseti Íslands.

Ásgeirsbikarinn er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug.

Kristinn Þórarinsson hlaut bikarinn í ár ásamt Antoni Sveini Mckee SH en þeir fengu jafnmörg FINA stig fyrir sundin sín eða 791.  Kristinn synti 50 metra baksund í úrslitum í dag á tímanum 25,95 sekúndur en Anton Sveinn synti 200 metra bringusund á tímanum 2:16,91 mínútum.

Það var forseti Íslands hr. Guðni Th. J óhannesson sem afhenti bikarinn.

 


Kristinn með lágmark á HM 50

Kristinn Þórarinsson í góðum gír á ÍM 50.  Hann synti á HM 50 lágmarki í 50m baksund í morgun á tímanum 26:05, góð bæting frá því á RIG í janúar en þá synti hann á 26:19.

Kristinn syndir kl. 17:17 til úrslita og hefur þá tækifæri til að gera enn betur, en í dag fer fram síðasti hluti Íslandsmótsins 2019 í 5o metra laug. Mótið fer fram í Laugardalslauginni.


Frábær dagur í lauginni í gær á fyrsta degi ÍM 50

Eygló Ósk Gústafsdóttir varð Íslandsmeistari í 100m baksundi og varð þetta 100. titill Eyglóar á ferlinum. Enginn annar íslenskur sundmaður hefur áður afrekað þetta.

Strákarnir okkar þeir Hólmsteinn Skorri, Kristján Gylfi, Bjartur og Kristinn urðu Íslandsmeistarar í 4x200m skriðsundi eftir góða baráttu við sveit Breiðabliks.

Ingvar Orri Jóhannesson nældi sér í lágmark á NÆM í 100m bringusundi á tímanum 1:10:95. Ingvar varð í 7. sæti

Kristinn Þórarinsson varð í 2. sæti í 50m skriðsundi en hann fór á tímanum 23:55 í úrslitunum en í undanrásunum fór hann á tímanum 23:52 sem hans besti tími í greininni

Bjartur Þórhallsson keppti til úrslita í 400m skriðsundi og varð í 5. sæti á tímanum 4:23:51 og í 100m flugsundi á tímanum 1:03:36 og varð í 7. sæti.

Ingibjörg Erla Garðarsdóttir synti til úrslita í 400m skriðsundi á tímanum 4:47:24 og varð í 10. sæti.

Kristján Gylfi Þórisson keppti til úrslita í 50m skriðsundi og endað í 6. sæti á tímanum 25.67 en hann synti á 25.62 í undanrásum.

Hólmsteinn Skorri Hallgrímsson synti einnig til úrslita í 50m skriðsundi á tímanum 25:05 og endaði í 5. sæti.

Í dag er svo annar frábær dagur sem krakkarnir okkar eru að taka þátt og því um að gera að taka rúntinn í Laugardalinn og njóta með þeim og hvetja þau áfram

ÁFRAM FJÖLNIR!


Fjölnir fagnar lengri helgaropnun

Það er ánægjulegt fyrir íþróttaiðkendur félagsins og alla íbúa Grafarvogs að nú verður helgaropnunartími Grafarvogslaugar lengdur og opið verður til 22.00 föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Lengdur opnunartími í Grafarvogslaug byrjar í dag, föstudag og hvetjum við alla til að nýta sér strax þennan lengda helgaropnuartíma og skella sér í sund um helgina.

 

Til viðbótar við það að sundlaugin er heimæfingar og keppnislaug Sunddeildar Fjölnis þá skiptir sundlaugin allar deildir félagsins miklu máli enda fátt betra en það fyrir alla okkar íþróttaiðkendur og íþróttalið að skella sér í sund, heitan pott eða gufu að lokinni góðri æfingu eða leik. Hvetjum við Fjölnisfólk til að nýta þennan lengri opnunartíma vel og mikið.

 

Sjáumst í Grafarvogslaug!


Nýtt námskeið - Ungbarnasund

Ný námskeið í ungbarnasundi hefjast í Grafarvogslaug. Námskeiðin hefjast 6. apríl og eru til 8. júní. 

Ungabarnasund er skemmtileg stund fyrir foreldra og börn þar sem lítið annað þarf til en sundfatnað og góða skapið.
Kennari er Fabio La Marca, íþrótta- og heilsufræðingur og grunnskólakennari.
Kennt er á laugardögum og hefjast næstu námskeið þann 6.apríl og þeim lýkur 8. Júní(ekki verður kennt 13 og 20 Apríl)

 

3 - 7 mánaða  klukkan 10:00 - 10:40 á laugardögum.

5 - 12 mánaða klukkan 10:50 - 11:30 á laugardögum.

Verð 17:500 kr. (8 skipti)

Nokkrir ávinningar ungbarnasunds:
• Eykur öryggi og sjálfstraust barnsins í vatni og viðheldur köfunarviðbragði þess
• Eykur líkamlegan og andlegan þroska barnsins
• Gefur foreldrum og börnum einstaka samverustund án truflunar
• Eykur styrk, samhæfingu og hreyfifærni barnsins
• Stuðlar að vellíðan barnsins
• Það er heldur betur gaman!

“Áhugi á ungbarnasundi byrjaði þegar ég fylgdist með nokkrum tímum í Háskólanum. Það var eftir að hafa farið í ungbarnasund með dóttur mína sem ég áttaði mig á hversu einstakt það er og að þetta vildi ég gera! Barnið fær tilfinningu fyrir vatninu en þar að auki er þetta dýrmæt og náin stund á milli foreldra og barns þar sem engin truflun á sér stað. Kennarinn fær að mynda sérstakt samband við börn og foreldra og sér þau þroskast á ferli námskeiðsins.”

Skráningar hér,

Þjálfarinn er Fabio og gefur hann frekari upplýsingar, ungbarnasundhjafabio@gmail.com og á skrifstofu félagsins skrifstofa@fjolnir.is sími 578-2700


Málmtæknimót Fjölnis

20 ára afmælismót Sunddeildar Fjölnis

 

Málmtæknimót Fjölnis verður haldið í Laugardalslaug, laugardaginn 24. nóvember 2018   Keppt verður í 25 metra laug í tveimur hlutum.

Keppnishlutar                     

Laugardagur 24. nóvember Upphitun kl. 08:15 Mót kl. 09:00
Laugardagur 24. nóvember Upphitun kl. 14:00 Mót kl. 15:00

Verðlaunað samkvæmt aldursflokkum.

12 ára og yngri Meyja- og sveinaflokkur
13 – 14 ára Telpna- og drengjaflokkur
Þátttökuviðurkenning fyrir Hnokkar og Hnátur (10 ára og yngri)

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í hverjum aldursflokki í einstaklingreinum og boðsundum.
Verðlaunaafhending fer fram í loks hvers mótshluta og að auki fá allir 10 ára og yngri þátttöku viðurkenningu.

Mótið fer fram samkvæmt reglum FINA/LEN/IPC og SSÍ og er opið öllum 14 ára og yngri.

Hvetjum þjálfara til að skrá inn tíma þar sem við áskiljum okkur rétt til að takmarka

fjölda riðla í ákveðnum greinum og breyta tímasetningum ef með þarf.

 

Hver keppandi má taka þátt í mesta lagi 6 greinum á mótinu öllu.

 

Upplýsingar og úrslit frá mótinu verða birtar á heimasíðunni https://www.fjolnir.is/sund

Skráningargjald er 500 krónur fyrir einstaklingsgreinar og 800 krónur fyrir boðsundsgreinar.

Skráningarfrestur er til miðnættis sunnudagsins 18. nóvember. og frestur til úrskráninga og breytinga er til fimmtudagsins 22. nóvember.

 

Skráningum skal skila sem Splash/hy-tek skrá á  sundmot.fjolnis@gmail.com

 

 

Nánari upplýsingar veitir:

Jacky Pellerin, yfirþjálfari.  s:845-3156,  jacky@fjolnir.is
I. hluti - Laugadagur 24. nóvember - Upphitun 08:15, Keppni 09:00

 

01. grein - 200m skriðsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
02. grein - 200m skriðsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

03. grein - 100m fjórsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
04. grein - 100m fjórsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

05. grein - 50m flugsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
06. grein - 50m flugsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)
07. grein - 100m baksund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
08. grein - 100m baksund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

Verðlaun verða veitt á meðan á móti stendur í hinum enda laugarinnar

 

 

 

II. hluti - Laugadagur 24. nóvember - Upphitun 14:00, Keppni 15:00
09. grein - 50m baksund Meyja (12 ára og yngri)
10. grein - 50m baksund Sveina (12 ára og yngri)

11. grein - 100m bringusund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
12. grein - 100m bringusund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

13. grein - 200m fjórsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
14. grein - 200m fjórsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

15. grein - 100m skriðsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
16. grein - 100m skriðsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

Verðlaun verða veitt á meðan á móti stendur í hinum enda laugarinnar

17. grein - 4 x 50m skriðsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)

18. grein - 4 x 50m skriðsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

Verðlaun grein 17.-18.

 

 

Með sundkveðju
Stjórn Sunddeildar


Ungbarnasund

Ungbarnasund sunddeildar Fjölnis í Grafarvogslaug

Sunddeild Fjölnis fer nú aftur af stað með ungbarnasund í Grafarvogslaug, en það hefur legið niðri í nokkur ár.  Fabio La Marca er íþrótta- og heilsufræðingur og grunnskólakennari sem gengið hefur í hóp þjálfara Fjölnis og mun bjóða upp á námskeið á laugardagsmorgnum frá kl 10 til 12.  Námskeiðin verða 3 og eru þau skipt upp eftir aldri.  Fyrstu tvö námskeiðin eru fyrir börn 3 til 6 mánaða en síðan er eitt námskeið fyrir börn 6 til 12 mánaða.  Um tilraunaverkefni er að ræða og vonumst við til að nýorðnir foreldrar taki vel í þetta og stundi sund í sínu hverfi en mikil aðsókn hefur verið í þessi námskeið þar sem þau eru í boði.