Fjölnisjaxlinn 2019

Það var mögnuð stemning um helgina þegar fyrsti „FJÖLNISJAXLINN“ fór fram. Um hundrað íþróttaiðkendur, foreldrar, þjálfarar, leikmenn og aðrir áhugasamir tóku þátt í að gera þessa íþróttaþrekraun að veruleika. Boðið var upp á tvær útfærslur fyrir íþróttaiðkendur krakka og foreldra þ.e. synt 200 metra, hjólað 3km og hlaupið 1km. Fyrir íþróttaiðkendur unglinga, foreldra, þjálfara, leikmenn og þá sem æfa þríþraut var synt 400 metra, hjólað 10km og hlaupið 3km. Það var tvöfalt meiri þátttaka en gert hafði verið ráð fyrir, mögnuð stemning allan tímann og gríðarlega mikil ánæga með fyrsta jaxlinn. Áfram Fjölnir og áfram Fjölnisjaxlinn - Allir með á næsta ári!!!

Aðalstyrktaraðili Fjölnisjaxlins er eitt nýjasta og besta fyrirtækið í hverfinu Fanntófell og myndir er hægt að skoða hjá besta hverfisfjölmiðlinum okkar “Grafarvogsbúar”

https://www.facebook.com/Grafarvogsb%C3%BAar-111119802396520/

Knattspyrnudeild, Frjálsíþróttadeild og Sunddeild Fjölnis vilja sérstaklega þakka öllum fyrir sitt framtak til að gera Fjölnisjaxlinn að veruleika þ.e. þátttakendum/keppendum, starfsmönnum/sjálfboðaliðum, ÍTR og Grafarvogssundlaug, starfsmönnum Grafarvogslaugar, áhorfendum, öllum styrktaraðilum og hverfisfjölmiðlinum Grafarvogsbúar fyrir ljósmyndatöku.

Myndir frá jaxlinum má sjá hér.


Fjölnisjaxlinn 2019

Ert þú það öflugur íþróttamaður/íþróttakona að þú getir klárað Fjölnisjaxlinn?

Knattspyrnudeild Fjölnis í samstarfi við frjálsíþróttadeild og sunddeild félagsins ætla að keyra í gang fyrsta „Fjölnisjaxlinn“ og skora á alla íþróttaiðkendur að skrá sig til leiks.

Skráning í einstaklingsáskorun: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScq1bDFYzjUxJd5EwS6y_VOunOejZbvZWymLUc-1Dp2KniUAw/viewform?usp=sf_link

Skráning í liðaáskorun: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfLWikt_hqZVGXX-MMf1WUEqNiIK_BdzgsyaPeFQkJ69cSV_g/viewform?usp=sf_link

#FélagiðOkkar


Skráningar á sumarnámskeið félagsins í fullum gangi

Skráningar á sumarnáskeið félagsins eru í fullum gangi.

Fjölbreytt úrval námskeiða er í boði hjá deildum félagsins.  Sjá allar upplýsingar um námskeið HÉR.

Allar skráningar á námskeið og æfingar félagsins eru rafrænt í Nóra, skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/

 


Wim Hof námskeið

Sunddeild Fjölnis stendur fyrir Wim Hof námskeiði í júní.

Allar upplýsingar hér til hægri.


Wim Hof námskeið

Sunddeild Fjölnis stendur fyrir Wim Hof námskeiði í maí.

Allar upplýsingar hér til hægri.


Kristinn hlaut Ásgeirsbikarinn fyrir besta afrek karla

Kristinn bætti sig enn frekar í úrslitum í 50 m baksundi í dag á Íslandsmótinu í 50 m laug og hlaut Ásgeirsbikarinn að launum.

Ásgeirsbikarinn er farandgripur og gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands.

Gefandi gripsins er forseti Íslands.

Ásgeirsbikarinn er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug.

Kristinn Þórarinsson hlaut bikarinn í ár ásamt Antoni Sveini Mckee SH en þeir fengu jafnmörg FINA stig fyrir sundin sín eða 791.  Kristinn synti 50 metra baksund í úrslitum í dag á tímanum 25,95 sekúndur en Anton Sveinn synti 200 metra bringusund á tímanum 2:16,91 mínútum.

Það var forseti Íslands hr. Guðni Th. J óhannesson sem afhenti bikarinn.

 


Kristinn með lágmark á HM 50

Kristinn Þórarinsson í góðum gír á ÍM 50.  Hann synti á HM 50 lágmarki í 50m baksund í morgun á tímanum 26:05, góð bæting frá því á RIG í janúar en þá synti hann á 26:19.

Kristinn syndir kl. 17:17 til úrslita og hefur þá tækifæri til að gera enn betur, en í dag fer fram síðasti hluti Íslandsmótsins 2019 í 5o metra laug. Mótið fer fram í Laugardalslauginni.


Frábær dagur í lauginni í gær á fyrsta degi ÍM 50

Eygló Ósk Gústafsdóttir varð Íslandsmeistari í 100m baksundi og varð þetta 100. titill Eyglóar á ferlinum. Enginn annar íslenskur sundmaður hefur áður afrekað þetta.

Strákarnir okkar þeir Hólmsteinn Skorri, Kristján Gylfi, Bjartur og Kristinn urðu Íslandsmeistarar í 4x200m skriðsundi eftir góða baráttu við sveit Breiðabliks.

Ingvar Orri Jóhannesson nældi sér í lágmark á NÆM í 100m bringusundi á tímanum 1:10:95. Ingvar varð í 7. sæti

Kristinn Þórarinsson varð í 2. sæti í 50m skriðsundi en hann fór á tímanum 23:55 í úrslitunum en í undanrásunum fór hann á tímanum 23:52 sem hans besti tími í greininni

Bjartur Þórhallsson keppti til úrslita í 400m skriðsundi og varð í 5. sæti á tímanum 4:23:51 og í 100m flugsundi á tímanum 1:03:36 og varð í 7. sæti.

Ingibjörg Erla Garðarsdóttir synti til úrslita í 400m skriðsundi á tímanum 4:47:24 og varð í 10. sæti.

Kristján Gylfi Þórisson keppti til úrslita í 50m skriðsundi og endað í 6. sæti á tímanum 25.67 en hann synti á 25.62 í undanrásum.

Hólmsteinn Skorri Hallgrímsson synti einnig til úrslita í 50m skriðsundi á tímanum 25:05 og endaði í 5. sæti.

Í dag er svo annar frábær dagur sem krakkarnir okkar eru að taka þátt og því um að gera að taka rúntinn í Laugardalinn og njóta með þeim og hvetja þau áfram

ÁFRAM FJÖLNIR!


Fjölnir fagnar lengri helgaropnun

Það er ánægjulegt fyrir íþróttaiðkendur félagsins og alla íbúa Grafarvogs að nú verður helgaropnunartími Grafarvogslaugar lengdur og opið verður til 22.00 föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Lengdur opnunartími í Grafarvogslaug byrjar í dag, föstudag og hvetjum við alla til að nýta sér strax þennan lengda helgaropnuartíma og skella sér í sund um helgina.

 

Til viðbótar við það að sundlaugin er heimæfingar og keppnislaug Sunddeildar Fjölnis þá skiptir sundlaugin allar deildir félagsins miklu máli enda fátt betra en það fyrir alla okkar íþróttaiðkendur og íþróttalið að skella sér í sund, heitan pott eða gufu að lokinni góðri æfingu eða leik. Hvetjum við Fjölnisfólk til að nýta þennan lengri opnunartíma vel og mikið.

 

Sjáumst í Grafarvogslaug!