Skákheimsókn í Kelduskóla KORPU
Meistarar vetrarins krýndir á lokaskákæfingu Fjölnis
Spennandi Miðgarðsmót í skák
Dagur Ragnarsson sigurvegari MÓTEX skákhátíðarinnar 2020
Skákmaður Fjölnis 2018 og 2019 Dagur Ragnarsson (2457) varð sigurvegari á sterku 7 umferða MÓTEX skákhátíðarmóti sem er nýlokið. Tefldar voru 7 umferðir. Dagur tapaði fyrir Guðmundi Kjartanssyni í 2. umferð en vann síðan allar 5 skákir mótsins, m.a. Hjörvar Stein Grétarsson stigahæsta skákmann landsins. Með þessari góðu frammistöðu kemst Dagur upp í 2400 skákstig sem viðmið aðþjóðlegs skákmeistara. Liðsmenn Fjölnis eru aldeilis að gera það gott í skákinni því fyrir stuttu vann Sigurbjörn J. Björnsson félagi Dags hjá Fjölni öruggan sigur á meistaramóti Reykjavíkur og jafnframt titilinn Skákmeistari Reykjavíkur 2020.
Skákmeistari Reykjavíkur 2020 er Fjölnismaður
Sigurbjörn J. Björnsson Skákdeild Fjölnis sigraði glæsilega á hinu árlega Skákþingi Reykjavíkur með ótrúlegri frammistöðu. Sigurbjörn vann allar sínar 9 skákir en svo afgerandi sigur hefur ekki unnist síðan árið 1993. Sigurbjörn teflir með A sveit Fjölnis á Íslandsmóti skákfélaga og er þar „reynsluboltinn“ í annars ungri og stórefnilegri skáksveit sem endað hefur í verðlaunasæti í 1. deild á sl. þemur árum. Fjölnismenn óska Sigurbirni til hamingju með titilinn og sigurinn.
Fjölmennt á TORG - skákmóti Fjölnis
Sterkt og fjölmennt TORG – skákmót Fjölnis 2020
Fjölmennt á jólaskákæfingunni
Það má eiginlega segja að uppselt hafi verið á jólaskákæfingu skákdeildar Fjölnis fimmtudaginn 12. des. Tæplega 50 þátttakendur mættu í Rimaskóla þar sem Fjölnisæfingar fara fram. Keppt var í tveimur flokkum og tefldar voru 5 umferðir. Í skákhléi var boðið upp á myndarlega skúffuköku og börnin leyst út með veglegum jólaglaðningi í lok æfingar. Það eru hjónin Vala borgarfulltrúi og Steini, góðir Grafarvogsbúar, sem mæta til okkar hvert ár á jólaskákæfingu og skilja eftir eitthvað spennandi til að njóta og leika sér með. Skákæfingar Fjölnis eru alltaf fjölmennar og líka mjög skemmtilegar. Fyrsta æfing á nýju ári verður fimmtudaginn 9. janúar.
Skákkrakkar Fjölnis heimsóttu Korpúlfa
Höfðinglegar móttökur Korpúlfa í Grafarvogi
Að frumkvæði Korpúlfa, félags eldri borgara í Grafarvogi, bauð skákdeild félagsins skákkrökkum Fjölnis til móttöku í Borgir í Grafarvogi. Að sjálfsögðu var slegið upp skákmóti, „Æskan og ellin“ í Grafarvogi. Áhugasamir skákkrakkar Fjölnis tóku vel við sér og fjölmenntu í Borgir og fengu þar höfðinglegar móttökur. Alls tóku 43 skákmeistarar þátt í skákmótinu, 30 frá Skákdeild Fjölnis og 13 frá Korpúlfum. Úr hópi heldri borgara voru mættir grjótharðir skákkarlar á við Einar S., Magga Pé. dómara sem verður 87 ára í lok ársins og Fjölnismennina Sveinbjörn Jónsson og Finn Kr. Finnsson. Tefldar voru 5 umferðir og ríkti afar jákvæður keppnisandi yfir salnum og gagnkvæm virðing. Í lok mótsins var sigurvegara úr hvorum aldursflokki veittur glæsileur eignarbikar og voru það Fjölnisfélagarnir Sveinbjörn Jónsson og Joshua Davíðsson sem hlutu þennan heiður í jafnri keppni. Allir yngri þátttakendur fengu verðlaunapening fyrir góða frammistöðu. Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar Maggi Pé., eigandi Jóa útherja, skákunnandi og fv. knattspyrnudómar,i dreifði fótboltamyndum til krakkanna sem tóku vel við sér og tóku strax við að bítta eða gefa góðum félögum. Þeir Jóhann Helgason formaður Korpúlfa og Helgi Árnason formaður Skákdeildar Fjölnis fluttu ávörp í byrjun og lok þessarar skákhátíðar og lýstu ánægju sinni með glæsilegt framtak og byrjun samstarfs, Stefnt er að þremur heimsóknum í Borgir á hverju ári og verður sú næsta í febrúar 2020.
Myndatextar:
5211: Þéttskipaður salur á skákmótinu „Æskan og ellin í Grafarvogi“
5215: 80 ára aldursmunur. Heiðursmaðurinn Maggi Pé teflir við Emilíu Sigurðardóttur sem er að byrja skákferilinn. Heiðursmannajafntefli
5230: Korpúlfar heiðra skákæsku Grafarvogs með verðlaunapening og fótboltamyndum
Hrund Hauksdóttir sigraði á U2000 skákmóti TR
Hrund Hauksdóttir (1759), ung og efnileg landsliðskona úr Skákdeild Fjölnis sigraði á fjölmennu U2000 skákmóti Taflfélags Reykjavíkur en mótinu lauk 26. nóvember sl. Hrund fylgdi þar með eftir frábærri frammistöðu sinni á alþjóðlega helgarskákmótinu í Hasselbacken um sl. mánaðarmót en þar náði hún 3. sæti kvenna og vann til "ratings" verðlauna. Með frammistöðu sinni hefur Hrund hækkað um 100 skákstig á tæpum mánuði. Hrund er fyrrverandi nemandi í Rimaskóla og varð Norðurlandameistari með skáksveit skólans árið 2012. Hrund hefur teflt með íslenska kvennalandsliðinu á Ólympíumóti landsliða og virðist til alls líkleg í framtíðinni.
Skákæfingar fram að jólaleyfi
Síðustu skákæfingar ársins
Skákæfingar Fjölnis alla fimmtudaga kl. 16:30 - 18.00 hafa verið vel sóttar í vetur og í hópnum leynast skákmeistarar framtíðarinnar, drengir og stúlkur.
Fram að jólum verða eftirtaldar æfingar í boði:
Fimmtudagur 28. nóv. kl. 14:00 - 16:00 Borgir Spönginni
Fimmtudagur 5. des. kl. 16:30 - 18:00 Rimaskóli - gengið inn um íþróttahús
Fimmtudagur 12. des. kl. 16:30 - 18:00 Rimaskóli - Jólaskákæfing