30 ára afmælistreyja til sölu

Í tilefni af 30 ára afmæli Fjölnis er sérstök og falleg afmælistreyja til sölu. Afmælistreyjan er endurgerður fyrsti keppnisbúningur félagsins.

Treyjan er fáanleg í öllum stærðum - einnig í barnastærðum. Á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll eru treyjur í S, M, L og XL ef fólk vill koma og máta. Eins verður hægt að máta treyjurnar á öllum næstu heimaleikjum meistaraflokks kvenna og karla.

Á myndunum, til viðmiðunar, þá er Gunnar Már í large treyju og Kristjana er í small treyju.

Verð: 6.990 kr. (ekkert númer eða 88 á bakinu).
Verð: 7.490 kr. (með sérstöku númeri, t.d #4).

Tekið er við pöntunum á netfangið geir@fjolnir.is

#FélagiðOkkar


Árgangamót

Í tilefni af 30 ára afmæli Fjölnis verður haldið glæsilegt árgangamót, sem verður svo árlegt, laugardaginn 11. ágúst á heimavellinum okkar í Dalhúsum. Þetta verður 21 árganga mót, fyrir bæði kynin auðvitað, sá elsti er '78 og yngsti er '98. Spilað verður á fallega grasinu okkar!

Dagskráin er eftirfarandi:
-Árgangamótið hefst kl. 16:00 eftir að Extra mótið klárast sem er fyrr um daginn.
-Allir grasvellir uppsettir með mörkum, merktir og klárir eftir Extra mótið.
-Leikmenn meistaraflokks karla Fjölnis eru ekki gjaldgengir í mótinu sjálfu.
-Spilað verður 1x 12 mín leikur 5 á 5.
-Árgangamótið klárast kl. 17:30.
-Grillaðir hamborgarar&kaldur, verðlaunaafhending og lokahóf á Gullöldinni um kvöldið.
-Tryllt GullaldarPartý langt frameftir nóttu.
-Verð: 3.000 kr. per einstakling. Innifalið grillaðir hamborgarar, kaldur, meldingar og frábær skemmtun.

Allir velkomnir. Ekki láta þig vanta. Sumir árgangar eru fjölmennir því er í lagi að vera með fleira en eitt lið í hverjum árgangi á meðan aðrir eru sameinaðir. Ræðið við fyrirliða.

Fyrirliðar hvers árgangs sem sjá um skráningu og utanumhald og senda á geir@fjolnir.is. Þá verða einnig sérstakir heiðursgestir sem þið öll þekkið kynntir til leiks bráðlega.

KK
‘98 – Jónas Breki Svavarsson
'97 – Georg Guðjónsson
’96 – Þorgeir Örn Tryggvason
’95 – Jón Andri Guðmundsson
‘94 – Nökkvi Fjalar Orrason
'93 – Hjörleifur Þórðarson
’92 - Páll Dagbjartsson
’91 – Steinar Örn
‘90 – Marinó Þór Jakobsson
'89 – Elvar Örn Guðmundsson
’88 – Ottó Marinó Ingason
’87 – Haukur Lárusson
‘86 – Ingimundur Níels Óskarsson og Þórir Hannesson
'85 – Ivar Bjornsson
’84 – Halldór Fannar Halldórsson
’83 – Gunnar Már Guðmundsson og Andri Steinn Birgisson
‘82 – Óli Páll Snorrason og Ingi Þór Finnsson
'81 – Hinrik Arnarson
’80 – Júlíus Ingi Jónsson
’79 – Jón Trausti Kárason
’78/77 – Gunnar Þór Jóhannesson og Steinar Gudmundsson

KVK
‘98 – Rakel Marín Jónsdóttir
'97 – Agnes Guðlaugsdóttir
’96 – Kamilla Einarsdóttir
’95 – Jónína Björk Bogadóttir
‘94 – Erla Valgerður Birgisdóttir
'93 – Katrín Ragnarsdóttir
’92 – Margrét Kristjánsdóttir og Sigríður Katrín Stefánsdóttir
’91 – Katrín Elfa Arnardóttir
‘90 – Erna Björk Þorsteinsdóttir og Sólveig Daðadóttir
'89 – Dóra Sveinsdóttir
’88 – Jódís Lilja Jakobsdóttir og Oddný Karen Arnardóttir
’87 – Hrefna Lára Sigurðardóttir
‘86 – Gerður Anna Lúðvíksdóttir
'85 – Helena Konradsdottir
’84 – Arna Þórhallsdóttir
’83 – Erla Thorhallsdottir
‘82 – Ása Jónsdóttir og Arna Frímannsdóttir
'81 – Brynja Árnadóttir
’80 – Elín Heiður Gunnarsdóttir
’79 – Sara McGuinness og Ásdís Kristinsdóttir
’78 – Elsý Villa

Hér er sérstök grúbba fyrir Árgangamótið:
https://www.facebook.com/groups/968414666503789/

#FélagiðOkkar