N1 og Fjölnir endurnýja samning

Á dögunum endurnýjaði N1 samning sinn við Ungmennafélagið Fjölni. Samningurinn er til þriggja ára og gerir N1 að einn af aðal styrktaraðilum knattspyrnudeildar Fjölnis. 

“ Það er okkur hjá Fjölni mikil ánægja að framlengja samning okkar við öflugan bakhjarl eins og N1 sem hefur stutt við bakið á Fjölni til fjölda ára“, segir Guðmundur L. Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis.

Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1 segir að N1 leggi mikið upp úr því að styðja og styrkja við uppbyggingu við íþróttastarf ungmenna í landinu og að samningurinn við Fjölni er af þeim liðum.  

„Það er okkur því sönn ánægja að framlengja samning okkar við Fjölni“ segir Þyrí Dröfn Markaðsstjóri N1.

Á myndinni má sjá Guðmund L Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis og Þyrí Dröfn Konráðsdóttir markaðsstjóra N1


Bílalind býður á völlinn

Bílalind bíður á völlinn, 30 fyrstu sem koma til okkar á Bílalind fá frítt á völlinn, einn miði á mann. Leikurinn hefst kl 19:15 í Dalhúsum.

Upphitun fyrir leik Fjölnis og Víkings Ó. í Inkasso-deild karla fer fram á Gullöldinni (Hverafold 5) og hefst kl. 17:30. Það verða tilboð handa Fjölnisfólki á mat og drykk. Allir velkomnir.

Þá er kjörið að rölta beint á Extra völlinn en leikurinn sjálfur hefst kl. 19:15.

Áfram Fjölnir!

#FélagiðOkkar

 

Bílalind er öflugur stuðningsaðili meistaraflokka knattspyrnudeildar, kíktu á www.facebook.com/bilalind.is eða www.bilalind.is


Skráningar á sumarnámskeið félagsins í fullum gangi

Skráningar á sumarnáskeið félagsins eru í fullum gangi.

Fjölbreytt úrval námskeiða er í boði hjá deildum félagsins.  Sjá allar upplýsingar um námskeið HÉR.

Allar skráningar á námskeið og æfingar félagsins eru rafrænt í Nóra, skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/

 


Óskar Dagur keppir á móti í Stokkhólmi

Óskar Dagur Jónasson leikmaður 4.flokks var valinn í Reykjavíkurúrvalið til að keppa fyrir Íslands hönd á grunnskólamóti höfuðborga Norðurlandanna.

Hann er fulltrúi Fjölnis og Grafarvogs á þessu móti.

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna 2019 fer fram í Stokkhólmi dagana 20.-24.maí. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár og hefur lið frá Reykjavík tekið þátt síðan 2006.

Nánari upplýsingar má nálgast HÉR!


Sigur á ÍR í Mjólkurbikarnum

Strákarnir eru komnir áfram í Mjólkurbikarnum eftir sannfærandi 1-3 sigur gegn ÍR á Hertz vellinum í gær.

Þeir verða því með í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslit.

Mörk Fjölnis skoruðu þeir Guðmundur Karl Guðmundsson (2) og Jóhann Árni Gunnarsson (1).

Lesa má meira um leikinn á Fótbolti.net

#FélagiðOkkar


Vinningaskrá happdrættis

Því miður voru gerð mistök í fyrri útdrætti og því þurfti að ógilda hann. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum. Nýjan og gildandi útdrátt má sjá HÉR.

Hægt er að nálgast vinninga á skrifstofu Fjölnis frá og með mánudeginum 6.maí á milli kl. 9-16 frá mánudegi til fimmtudags.

Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn. Áfram Fjölnir.


Útdrætti frestað um viku

Útdrætti happdrætti knattspyrnudeildar sem átti að fara fram 22.apríl hefur verið frestað um eina viku eða til mánudagsins 29.apríl. Vinningsnúmer verða birt hér á heimasíðunni.


Hæfileikamótun N1 og KSÍ

Eftirtaldir leikmenn frá Fjölni hafa verið valdir til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ í Reykjavík.
Æfingarnar fara fram á gervigrasvelli Þróttar í Laugardalnum dagana 15. og 17.apríl næstkomandi undir stjórn Lúðvíks Gunnarssonar þjálfara.

Þengill Orrason
Vigfús Þór Helgason
Mikael Breki Jörgensson
Óskar Dagur Jónasson
Jökull Hjaltason
Aron Bjarki Hallsson
Kristinn Gunnar Gunnarsson
Anton Breki Óskarsson
Auður Árnadóttir
Ana Natalia Zikic
Embla Karen Bergmann Jónsd.
Embla María Möller Atladóttir

Sjá nánar hér HÆFILEIKAMÓTUN N1 OG KSÍ

Til hamingju og gangi ykkur vel!


Ferðagjald knattspyrnudeildar 2019

Kæru foreldrar/forráðamenn

Eins og ykkur er kunnugt keppa iðkendur Fjölnis í 5. til 2. flokki á Íslandsmóti sem skipulagt er af KSÍ.  Hluti þessara leikja eru utan stór Reykjavíkursvæðisins og hafa ferðalög á þessa leiki verið skipulögð af foreldrum í samvinnu við viðkomandi þjálfara og í mörgum tilfellum hefur einhvert foreldri keyrt með hópinn.  Slíkt fyrirkomulag leggur mikla ábyrgð á herðar þessara foreldra þó sem betur fer hafi ekki orðið slys.

Kostnaður við þessar ferðir hefur verið mjög mismunandi en í öllum tilfellum greiddur sérstaklega af þeim iðkendum sem fara í viðkomandi ferð, dæmi eru um kostnað upp á allt að 25.000 fyrir iðkanda í ferð á einn leik en algeng tala í þessu er 10.000 – 12.000 fyrir einn leik.  Misjafnt er milli flokka og iðkenda hve mikill kostnaðurinn hefur verið en hann getur verið umtalsverður.

Fjölnir hefur því ákveðið að frá og með komandi sumri (2019) mun félagið rukka iðkendur þessara flokka um sérstakt gjald til að stand straum af þessum kostnaði. Allar ferðir sem eru í meira en einnar klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík verða skipulagðar af yfirþjáfara og íþróttafulltrúa Fjölnis.  Samið hefur verið við fyrirtæki sem mun annast akstur og mun því atvinnubílstjóri keyra hópinn.

Gjaldið fyrir sumarið 2019 er 6.000 krónur og mun greiðsluseðill birtast á heimabanka forráðamanna á næstu dögum.

Vakni einhverjar spurningar um framkvæmd þessa er öllum velkomið að hafa samband við skrifstofu félagsins í 578 2700 eða með tölvupósti á skrifstofa@fjolnir.is

Fjölnis kveðjur,
Stjórn BUR, (barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Fjölnis)


Herrakvöld Knattspyrnudeildar Fjölnis 15. mars

Herrakvöld Knattspyrnudeildar Fjölnis verður haldið föstudaginn 15. mars í Korpunni. 

Frábær dagskrá allt kvöldið:

-Ari Eldjárn verður með uppistand.
-Utanríkisráðherrann sjálfur Guðlaugur Þór er ræðumaður kvöldsins.
-Glæsilegar veitingar frá Hödda kokki.
-Happdrætti og margt fleira.
-Maggi Hödd stýrir veislunni.

Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00

Hægt að taka frá borð á góðum stað ef heilt borð er keypt (10 miðar).

Pantið miða sem allra fyrst í gegnum netfangið geir@fjolnir.is

#FélagiðOkkar