Heimaleikjakortin komin í sölu

Heimaleikjakortin þetta árið eru komin í sölu og er hægt að ganga frá kaupunum með einföldum hætti á fjolnir.is/arskort

Í boði eru þrjár tegundir:

  • Ungmennakort
    -Verð: 4.900 kr.
    -Gildir fyrir einn inn á völlinn. Aldur 16-25 ára
  • Árskort
    -Verð: 15.000 kr.
    -Gildir fyrir einn inn á völlinn
  • Gullkort
    -Verð: 25.000 kr.
    -Gildir fyrir einn inn á völlinn
    -Veitir aðgang að veitingum fyrir leik og í hálfleik

 

Vekjum sérstaka athygli á ungmennakortinu sem er ætlað ungu fólki á aldrinum 16-25 ára og er einstaklega góðu verði.

Kortin gilda á alla heimaleiki meistaraflokks karla og kvenna Fjölnis og verða afhent á fyrsta heimaleik eða á skrifstofu Fjölnis á opnunartíma.

Samstaða er lykilatriði.

Eins og allir vita þá eru uppi sérstakar aðstæður í þjóðfélaginu um þessar mundir. Íþróttafélög eiga undir mikið högg að sækja og stór skörð eru höggin í tekjustofna þeirra. Fjölnir er þar engin undantekning. Til að mynda þá reiðir knattspyrnudeildin sig nær eingöngu á styrki og velvild fyrirtækja, einstaklinga, tekjur af ársmiðasölu og öðrum viðburðum.

Við vitum að Íslandsmótinu muni seinka um einhverjar (vonandi bara örfáar) vikur. En við vitum líka að öll él birta upp um síðir. Það mun verða spilað í sumar og það verður grillað og það verður væntanlega sól og mikil stemmning allan tímann. Karlaliðið spilar aftur á meðal þeirra bestu í Pepsi Max deildinni eftir stutta fjarveru og þá leikur kvennaliðið í 1. deildinni í sumar.

Það er mikilvægt að Fjölnissamfélagið standi saman nú sem aldrei fyrr. Þau ykkar sem hafið tök á biðjum við vinsamlegast um að ganga frá kaupum á heimaleikjakorti við fyrsta tækifæri jafnvel þótt þið komist ekki á alla leikina.

Takk fyrir þinn stuðning – hann skiptir máli!


Nýr formaður knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar var haldinn í Egilshöll mánudaginn 17. febrúar sl.

Kolbeinn Kristinsson er nýr formaður knattspyrnudeildar og þá var jafnframt mynduð ný stjórn.

Níu einstaklingar auk Kolbeins voru í framboði til stjórnar; Kári Arnórsson, Geir Kristinsson, Marinó Þór Jakobsson, Steindór Birgisson, Hjörleifur Þórðarson, Jóhann Rafn Hilmarsson, Ívar Björnsson, Jósep Grímsson og Trausti Harðarson.

Þessir aðilar skipa því stjórn knattspyrnudeildar 2020-2021

Við viljum nota tækifærið og hvetja alla Grafarvogsbúa og Fjölnisfólk til að sýna félaginu áhuga í orði og verki. Allt frá iðkun barna sinna upp í afreksstarfið í meistaraflokkunum auk annarra almennra viðburða á vegum félagsins.

Þá vill félagið þakka fráfarandi stjórnarmönnum kærlega fyrir sín störf og þá sérstaklega þeim Árna Hermannssyni og Kristjáni Einarssyni fyrir ómetanlega og óeigingjarna vinnu undanfarin áratug eða svo í þágu félagsins.

#FélagiðOkkar


Getraunakaffið fer aftur af stað

Nýr hópaleikur í hinu margrómaða Getraunakaffi Fjölnis fer aftur í gang núna á laugardaginn 11. janúar og alla laugardaga eftir það til og með 7. mars á milli kl. 10:00 og 12:00 í Egilshöll.

Það eru allir velkomnir, t.d. kjörið fyrir foreldra að koma við, kíkja í kaffi og tippa þegar búið er að skutla krökkunum á æfingu. Alltaf heitt á könnunni og bakkelsi frá Bakarameistaranum á boðstólnum.

Leikurinn er sáraeinfaldur en það eru tveir aðilar saman í liði að giska á úrslit í enska boltanum. Flottir vinningar í boði í hópleiknum.

Skráning fer fram á 1×2@fjolnir.is þar sem fram koma nöfn beggja liðsmanna, kennitala, sími, netfang og nafn á liðinu. Það er algjör mýta að þetta sé bara fyrir karla því viljum við bjóða konur sérstaklega velkomnar.

Við ætlum að vera með 9 vikna hópleik þar sem 7 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er einungis 4.990 kr. per hóp eða 2.495 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning félagsins: 0114-05-060968 kt: 631288-7589

Ef liðin komast ekki þá er alltaf hægt að senda seðlana í gegnum netfangið 1×2@fjolnir.is – einfalt og þægilegt.

Reglur og frekari upplýsingar í leiknum má finna hér:
https://fjolnir.is/knattspyrna/getraunakaffi/

Sérstök Facebook grúbba fyrir Getraunakaffi Fjölnis má finna hér:
https://www.facebook.com/groups/1299902466780921/

Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun!

#FélagiðOkkar


Nýlega tók knattspyrnudeild í notkun VEO - myndavél

Nú á haustmánuðum tók knattspyrnudeild í notkun VEO myndavél fyrir yngriflokkastarfið.
Myndavélin gerir þjálfurum kleift að taka upp leiki  auðveldlega án myndatökumanns.

Foreldrar og iðkendur geta því horft á upptökur af leikjum inná:  https://app.veo.co/clubs/ungmennafelagi-fjolnir/


Fjölnir og Hagkaup

Fjölnir og Hagkaup gera með sér samstarfssamning þar sem tilgangurinn er að styðja við barna og unglingastarf knattspyrnudeildar Fjölnis og styðja þannig samfélag yngri iðkenda með ábyrgum hætti. Hagkaup vill með samningi þessum ýta undir og styðja við hreyfingu barna. Það er Fjölni mikið gleðiefni að halda áfram að vinna með öflugu og traustu fyrirtæki á næstu árum. Við hvetjum okkar félagsmenn að skipta við öll þau frábæru fyrirtæki sem styðja við öflugt íþrótta- og lýðheilsustarf fyrir allan aldur.

#FélagiðOkkar

Meiri þægindi – Meira ferskt – Meira úrval


Fjölnisjaxlinn 2019

Það var mögnuð stemning um helgina þegar fyrsti „FJÖLNISJAXLINN“ fór fram. Um hundrað íþróttaiðkendur, foreldrar, þjálfarar, leikmenn og aðrir áhugasamir tóku þátt í að gera þessa íþróttaþrekraun að veruleika. Boðið var upp á tvær útfærslur fyrir íþróttaiðkendur krakka og foreldra þ.e. synt 200 metra, hjólað 3km og hlaupið 1km. Fyrir íþróttaiðkendur unglinga, foreldra, þjálfara, leikmenn og þá sem æfa þríþraut var synt 400 metra, hjólað 10km og hlaupið 3km. Það var tvöfalt meiri þátttaka en gert hafði verið ráð fyrir, mögnuð stemning allan tímann og gríðarlega mikil ánæga með fyrsta jaxlinn. Áfram Fjölnir og áfram Fjölnisjaxlinn - Allir með á næsta ári!!!

Aðalstyrktaraðili Fjölnisjaxlins er eitt nýjasta og besta fyrirtækið í hverfinu Fanntófell og myndir er hægt að skoða hjá besta hverfisfjölmiðlinum okkar “Grafarvogsbúar”

https://www.facebook.com/Grafarvogsb%C3%BAar-111119802396520/

Knattspyrnudeild, Frjálsíþróttadeild og Sunddeild Fjölnis vilja sérstaklega þakka öllum fyrir sitt framtak til að gera Fjölnisjaxlinn að veruleika þ.e. þátttakendum/keppendum, starfsmönnum/sjálfboðaliðum, ÍTR og Grafarvogssundlaug, starfsmönnum Grafarvogslaugar, áhorfendum, öllum styrktaraðilum og hverfisfjölmiðlinum Grafarvogsbúar fyrir ljósmyndatöku.

Myndir frá jaxlinum má sjá hér.


Toppslagur á EXTRA vellinum

TOPPSLAGUR Á EXTRA VELLINUM!

Á laugardaginn getur #FélagiðOkkar tryggt sér sæti í Pepsi Max deildinni.

Fjölmennum á völlinn og styðjum strákana í baráttunni💪🏻


Fjölnisjaxlinn 2019

Ert þú það öflugur íþróttamaður/íþróttakona að þú getir klárað Fjölnisjaxlinn?

Knattspyrnudeild Fjölnis í samstarfi við frjálsíþróttadeild og sunddeild félagsins ætla að keyra í gang fyrsta „Fjölnisjaxlinn“ og skora á alla íþróttaiðkendur að skrá sig til leiks.

Skráning í einstaklingsáskorun: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScq1bDFYzjUxJd5EwS6y_VOunOejZbvZWymLUc-1Dp2KniUAw/viewform?usp=sf_link

Skráning í liðaáskorun: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfLWikt_hqZVGXX-MMf1WUEqNiIK_BdzgsyaPeFQkJ69cSV_g/viewform?usp=sf_link

#FélagiðOkkar


Árgangamót Fjölnis í knattspyrnu

Árgangamót Fjölnis í knattspyrnu verður haldið laugardaginn 28.september 2019 við toppaðstæður inni í Egilshöll. Árgangamótið verður svo tengt við Haustfagnaður Grafarvogs 2019 sem er síðar um kvöldið í Dalhúsum.

Yngsti árgangurinn sem bættist við er '99 og við bjóðum þann árgang hjartanlega velkominn.

Dagskráin er eftirfarandi:
-Árgangamótið hefst fyrir hádegi og klárast kl. 16:00.
-Hver leikur er 1x 12 mín
-6 á móti 6 (1 í markmaður og 5 útileikmenn)
-Mótinu verður aldursskipt
-Verðlaunaafhending og lokahóf á Haustfagnaður Grafarvogs 2019 um kvöldið
-Dansiball frameftir nóttu í Dalhúsum á okkar heimvelli í Grafarvogi!

Verð og pakkadílar:
Árgangamót = 3.500 kr.
Ball = 3.500 kr.
Haustfagnaður (borðhald og ball) = 7.900 kr.
Árgangamót + Haustfagnaður = 9.500 kr.
Árgangamót + Ball = 6.000 kr.

Allir velkomnir. Sumir árgangar eru fjölmennir því er í lagi að vera með fleira en eitt lið í hverjum árgangi á meðan aðrir eru sameinaðir.

Fyrirliðar hvers árgangs, sem verða kynntir á næstu dögum, sjá um skráningu og utanumhald og senda á geir@fjolnir.is.

Árgangamótið sló í gegn í fyrra en hátt í 250 manns á öllum aldri af báðum kynjum tóku þátt sem gerir það af einu stærsta árgangamóti Íslands. Ekki láta þig vanta í ár!

Hér er sérstök grúbba fyrir Árgangamótið:
https://www.facebook.com/groups/968414666503789/

#FélagiðOkkar


Happdrætti knattspyrnudeildar

Nú fer hver að verða síðastur til að sækja vinninga í happdrætti knattspyrnudeildar.

Dregið var út þann 30.apríl eins og sjá má hér: https://fjolnir.is/2019/04/30/vinningaskra-happdraettis/.

Vinninga ber að vitja í seinasta lagi föstudaginn 2.ágúst kl. 16:00 á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll.