Getraunakaffið hefst aftur á laugardaginn
RAFRÆNT GETRAUNAKAFFI!
Hið margrómaða Getraunakaffi Fjölnis fer aftur í gang núna á laugardaginn 16. október og alla laugardaga eftir það til og með 18. desember. Leikurinn er sáraeinfaldur en það eru tveir aðilar saman í liði að giska á úrslit í enska boltanum. Flottir vinningar í boði í hópleiknum en þeir verða kynntir síðar.
Við ætlum að vera með 10 vikna hópleik þar sem 8 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er 5.900 kr. per hóp eða 2.950 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning félagsins: 0114-05-060968 kt: 631288-7589 (senda kvittun á 1×2@fjolnir.is). Öll lið senda inn tvo seðla sem skulu innihalda nákvæmlega 7 leiki með einu merki og 6 leiki með tvítryggingu (2 x 960 kr. seðill). Betri seðillinn gildir. Með þessu móti standa allir þátttakendur jafnt.
Skráning fer fram á 1×2@fjolnir.is þar sem fram koma nöfn beggja liðsmanna, kennitala, sími, netfang og nafn á liðinu. Einfaldast er að tippa í gegnum vefsíðuna https://games.lotto.is/clubsales/#/login. Einnig er hægt að senda raðirnar á 1×2@fjolnir.is fyrir þá sem ekki hafa tök á að tippa gegnum vefsíðurnar.
Félagsaðstaðan í Egilshöll verður opin milli kl.10-12 á laugardögum þar sem tipparar geta hist og tippað yfir rjúkandi kaffibolla og bakkelsi frá Bakarameistaranum.
Hér má finna reglur og frekari upplýsingar í leiknum
Hér má finna sérstaka Facebook grúbbu fyrir Getraunakaffi Fjölnis
Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun. Allir velkomnir!
#FélagiðOkkar
Knattspyrnudeild auglýsir eftir þjálfurum
Knattspyrnudeild aulgýsir eftir þjálfurum
Knattspyrnudeild Fjölnis leitar af metnaðarfullum þjálfurum fyrir 7. flokk kvenna og 2. flokk karla, tvö mjög spennandi verkefni hjá félaginu.
Knattspyrnudeild Fjölnis er ein fjölmennasta deild landsins og starfrækir alla þá karla og kvenna flokka sem í boði eru. Mikill metnaður er hjá knattspyrnudeild Fjölnis sem býr við frábæra aðstöðu fyrir þjálfara og iðkendu á æfingasvæðum félagsins í Egilshöll og Dalhúsum.
Við leitum af áhugasömum og metnaðarfullum þjálfurum að öllum kynjum með framtíðarstarf í huga.
- 2. flokkur karla samanstendur af yfir 50 iðkendum með tvö A-lið og eitt B-lið en að auki er flokkurinn undirstaða Vængja Júpíters sem mun líklega spila í 3. deild næsta sumar.
- 7. flokkur kvenna rr ört stækkandi flokkur hjá Fjölni með um 40 iðkendur og æfir við topp aðstæður í Egilshöll.
Áhugasömum er bent á senda ferliskrá á addi@fjolnir.is.
#FélagiðOkkar
Virðing – Samkennd – Heilbrigði – Metnaður
Uppfært: Strætófylgd í vetur 2021
Við verðum með fylgd í strætó fyrir 1. – 2. bekk í vetur eins og undanfarin ár frá öllum frístundarheimilum í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal á æfingar sem eru klukkan 14:40 – 15:30 í Egilshöll. Fylgdin hófst miðvikudaginn 1. september. Greinar sem eru í boði eru fimleikar, handbolti, knattspyrna og körfubolti.
Skráning í fylgdina fer fram á fjolnir.felog.is. Vetrargjald (1. september – 31. maí) er 7.900 kr.
Einnig þarf að upplýsa sínu frístundaheimili. Frítt er í strætó fyrir 11 ára og yngri.
Mjög mikilvægt er að foreldrar tilkynni starfsfólki frístundarheimilisins hvaða daga barnið á að fara á æfingu. Stundatafla fyrir æfingar sem eru í boði með fylgdinni má sjá hér neðar á síðunni. Vinsamlegast skráið barnið í fylgdina og látið frístundaheimilið vita í síðasta lagi deginum áður en æfingin er, ekki er nóg að tilkynna þátttöku samdægurs.
Gott er ef foreldrar hafi tök á að fara með krökkunum í strætó frá frístundarheimilinu og til baka áður en þau fara í sýna fyrstu fylgd.
Við verðum með krakkana úr fylgdinni sér í búningsklefum svo auðveldara sé að halda utan um hópana. Við verðum í búningsklefum í Fjölnishöll eins og í fyrra.
Fylgdin verður með sama sniði og fyrri ár. Ath. gerðar hafa verið smávægilegar breytingar á leiðakerfi Strætó. Krakkar sem koma úr Regnbogalandi og Kastala þurfa að labba sjálf út á stoppustöð og til baka frá stoppustöð í frístund eftir æfingar, en það er tekið á móti þeim í vagninum, þeim fylgt á æfingu og til baka aftur. Fylgdarmaður passar upp á að þau fari út á réttri stoppustöð. Sama gildir með Galdraslóð, Fjósið og Úlfabyggð. Starfsfólk frístundarheimilana hafa aðstoðað okkur með fylgdina á stoppustöðvarnar ef þau hafa tök á því. Aðrir skólar fá fylgd frá Frístundarheimilum og til baka. Á mánudögum geta iðkendur úr 7.fl. kk yngri í knattspyrnu komið í fylgdina á æfingu sem hefst kl. 15:30 en foreldrar sækja börnin í Egilshöll eftir æfingu.
Við hvetjum svo foreldra barna í 3. bekk og eldri til að kenna börnum sínum á Strætó.
Í ár er í fyrsta sinn lögð gjaldtaka á fylgdina. Þrátt fyrir styrk frá ÍBR (Íþróttabandalagi Reykjavíkur) þá er kostnaður sem fylgir þessu verkefni of mikill fyrir félagið þar sem styrkurinn nær aðeins yfir hluta kostnaðar.
Upplýsingar um leiðakerfi Fjölnis og Strætó má finna hér
Breytingar á æfingatímabili knattspyrnudeildar
Breyting var gerð á æfingatímabili knattspyrnudeildar og hætt var með haust og vor/sumargjald hjá 6. flokki og eldri. Í stað kemur árgjald fyrir tímabilið 1/9/2021 – 31/8/2022 en síðasta tímabil sem forráðamenn greiddu fyrir náði til 30/9/2021. Í september hefur verið tekið tveggja til þriggja vikna frí undanfarin ár þó svo að æfingatímabilið hafi verið út september. Í ár var ekkert frí tekið og byrjar nýtt tímabilið 1. september eins og hjá flestum öðrum greinum félagsins.
Frístundastyrkur Reykjavíkurborgar er gefinn út fyrir almanaksárið og kemur styrkurinn næst 1. janúar. Ekki er hægt að nýta styrkinn fyrir árgjald þessa árs ef búið er að ráðstafa honum að fullu nú þegar. Hægt er að dreifa greiðslum allt að sex mánuðum. Ef styrkurinn er ekki nýttur fyrir 1. september 2022 er hægt að nýta hann upp í árgjaldið.
Þurfi fólk frekari aðstoð með greiðsludreifingu má senda póst á skrifstofa@fjolnir.is
Lúkas Logi til Empoli FC
Lúkas Logi til Empoli FC
Knattspyrnudeild Fjölnis og Empoli FC hafa náð samkomulagi um að Lúkas Logi Heimisson muni ganga til liðs við ítalska félagið á lánssamning. Um er að ræða samning til eins árs en að lánstíma loknum hefur Empoli FC rétt á að kaupa leikmanninn.
Þessi samningur er í takt við afreksstefnu Fjölnis að veita fleirum af okkar ungu og efnilegu leikmönnum tækifæri til að spila erlendis og elta drauma sína. Lúkas Logi er annar leikmaður Fjölnis sem fer til Ítalíu á skömmum tíma en fyrr í sumar fór Hilmir Rafn til Venezia FC.
Lúkas Logi er 18 ára gamall sóknarmaður sem kemur úr öflugu unglingastarfi Fjölnis og er meðal annars hluti af hinum sterka 2. flokki sem eru í baráttu um að verða Íslandsmeistarar. Lúkas Logi hefur skorað 5 mörk í 24 leikjum með meistaraflokki. Þá á hann einnig samtals 5 landsleiki að baki fyrir U19 ára og U16 ára landslið Íslands.
Við óskum Lúkasi Loga alls hins best á Ítalíu.
Mynd: Baldvin Berndsen
Áfram lestur með Söru Montoro
Sumarlestrarátak Fjölnis og Borgarbókasafnins í Spöng er í fullum gangi, þriðja árið í röð.
Í fyrra útbjuggum við bókamerki sem allir iðkendur Fjölnis fengu gefins og í ár höfum við endurbætt þau með QR kóða sem leiðir inn á stutt myndband þar sem afreksfólk okkar segir frá sinni uppáhalds bók.
Sara Montoro leikmaður meistaraflokks kvenna í fótbolta segir frá sinni uppáhalds bók.
Bókamerkinu verður á næstu dögum og vikum dreift til iðkenda félagsins af þjálfurum. Einnig má nálgast bókamerkin á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll. Borgarbókasafnið í Spöng hefur sett upp Fjölnisbókastand með vel völdum titlum sem afreksfólk Fjölnis hefur valið. Þar geta gestir og gangandi einnig nælt sér í bókamerkið.
Fjölnir hvetur alla, jafnt iðkendur sem aðra til að vera dugleg að lesa í sumar því það er ekki síður mikilvægt en á veturna.
#FélagiðOkkar
Hilmir Rafn til Venezia FC
Knattspyrnudeild Fjölnis og Venezia FC hafa náð samkomulagi um að Hilmir Rafn Mikaelsson muni ganga til liðs við ítalska félagið á lánssamning. Um er að ræða samning til eins árs en að lánstíma loknum hefur Venezia rétt á að kaupa leikmanninn. Þessi samningur er í takt við afreksstefnu Fjölnis að koma okkar ungu og efnilegu leikmönnum til erlendra félaga.
Hilmir Rafn er 17 ára gamall framherji sem kemur úr öflugu unglingastarfi Fjölnis og var meðal annars hluti af hinum sterka 3. flokki sem urðu bikarmeistarar á síðasta ári og höfnuðu í 2. sæti í Íslandsmótinu. Hilmir vakti töluverða athygli á sér fyrr á þessu ári þegar hann hlaut eldskírn sína með meistaraflokki og hefur stimplað sig vel inn með 4 mörkum í 13 leikjum. Þar að auki skoraði hann 2 mörk í 2 leikjum með U19 landsliði Íslands fyrr í sumar.
Við óskum Hilmi alls hins best á Ítalíu.
Fjölnir Open 2021
Opna golfmót knattspyrnudeildar Fjölnis verður haldið laugardaginn 21. ágúst n.k. og hefst kl. 10:00. Mótið fer fram á golfvellinum í Þorlákshöfn fjórða árið í röð.
Mæting í skála er í síðasta lagi kl. 9:15. Ræst verður af af öllum teigum kl. 10:00.
Leikið verður með Texas scramble fyrirkomulagi og verðlaun verða sem hér segir:
Texas scramble - verðlaun fyrir 3 efstu liðin.
Nándarverðlaun - á öllum par 3 holum.
Teiggjöf - fyrir alla.
Dregið úr skorkortum.
Forgjöf liðs er reiknuð samanlögð leikforgjöf kylfinga deilt með 5 og má forgjöf liðs ekki vera hærri en leikforgjöf kylfings með lægri forgjöf.
Hámarksforgjöf í karlaflokki er 24 og hámarksforgjöf í kvennaflokki er 28. Dæmi: Ef aðili er ekki með forgjöf þá er skráð 24 í karlaflokki en 28 í kvennaflokki.
Verðlaunaafhending fer fram að móti loknu í golfskálanum.
Þátttökugjald:
6.990.- með grilluðum hamborgara og drykk.
Venjan er að skrá heillt holl í einu en einnig er í boði að skrá stök sæti og þá er viðkomandi paraður með öðrum spilara.
Skráning er hafin og er tekið á móti skráningum á netfangið leifur33@gmail.com
Rita skal ,,Fjölnir Open 2021” í ,,efni/subject" og í póstinum þarf að koma fram nafn þátttakanda ásamt símanúmeri og netfangi. Ennfremur skal taka fram ef fólk óskar eftir skráningum saman í holl.
Sjá hér Facebook event: https://www.facebook.com/events/229548645653394
Mótið er öllum opið og við lofum góðri skemmtun og blíðskaparveðri.
Takið daginn frá!
Knattspyrnudeildin semur við efnilega leikmenn
Knattspyrnudeild Fjölnis semur við fjölda ungra og efnilegra leikmanna.
Í samræmi við stefnu knattspyrnudeildar Fjölnis í að styrkja enn frekar og byggja upp kvennaknattspyrnu félagsins hefur félagið gert samninga við fjölda ungra knattspyrnumanna. Þessir ungu leikmenn eru í dag burðarstólpar 3. flokks, margar þegar byrjaðar að spila fyrir 2. flokk félagsins og stutt í framhaldið að þær verði hluti af meistaraflokki Fjölnis.
Það voru þeir Arngrímur Jóhann Ingimundarson yfirþjálfari yngri flokka kvenna, Sævar Reykjalín formaður barna- og unglingaráðs og Marinó Þór Jakobsson formaður meistaraflokksráðs kvenna sem undirrituðu samningana fyrir hönd knattspyrnudeildar.
Leikmenn sem samið var við eru: Rósa Lind Víkingsdóttir, Vala Katrín Guðmundsdóttir, Sigþrúður Sigurðardóttir, Íris Brynja Sigurdórsdóttir, Freyja Dís Hreinsdóttir, Aldís Tinna Traustadóttir, Sigrún Heba Mánadóttir, Embla María Möller, Inga Júlíana Jónsdóttir, Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir og Arna Steina Eiríksdóttir.
#FélagiðOkkar
Adna Mesetovic kölluð í landsliðsverkefni
Adna Mesetovic, leikmaður meistaraflokks kvenna, hefur verið kölluð inn í A-landsliðshóp Bosníu og Hersegóvínu sem nú undirbýr sig fyrir undankeppni Heimsmeistaramótsins nú í haust.
Hún hefur nú þegar haldið utan til æfinga en þar að auki mun landslið Bosníu og Hersegóvínu leika vináttuleik við Búlgaríu.
Adna er framsækin miðjumaður sem uppalin er hjá Fjarðabyggð en gekk til liðs við okkur í Fjölni fyrir þetta tímabil.
Það verður spennandi að fylgjast með þessum sterka leikmanni á komandi misserum.
#FélagiðOkkar