Handboltaæfingar hefjast
Afreksskóli Fjölnis 2020
Afreksskóli Fjölnis í handbolta fer fram 4. - 20.ágúst í Fjölnishöllinni. Skráningin fer fram í gegnum vefverslun Fjölnis (https://fjolnir.felog.is/verslun). Hægt er að skrá sig á einstakar vikur.
Verð og námskeiðsdagar:
4. - 6.ágúst / 5900 kr
11. - 13.ágúst / 5900 kr
18. - 20.ágúst / 5900 kr
Ef allar vikurnar eru teknar þá kostar það 12.900 kr
**ATH BREYTING**
Æfingarnar eru kl. 12:00-13:00 á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum og henta vel samhliða hefðbundnum handboltaæfingum sem hefjast eftir verslunarmannahelgi. Afreksskólinn verður sambland af fræðsluerindum og handboltaæfingum.
Afreksskólinn er fyrir þá sem verða í 7. - 10.bekk næsta vetur eða í 5. og 4.flokki félagsins.
Þjálfari Afreksskólans er Andri Sigfússon yfirþjálfari handknattleiksdeildar.
Handboltaskóli Fjölnis 2020
**ATH BREYTING**
Skólinn er frá kl. 09:00-12:00.
Handboltaskóli Fjölnis fer fram 4. - 21.ágúst nk. í Fjölnishöllinni. Skólinn er jafnt fyrir þá sem æfa hjá Fjölni og líka fyrir byrjendur.
DAGSETNINGAR OG VERÐ
4. - 7. ágúst / 5520 kr
10. - 14.ágúst / 6900 kr
17. - 21.ágúst / 6900 kr
Ef allar vikurnar eru teknar kostar það 15.900 kr
KLUKKAN HVAÐ?
13:00-16:00
HVAR?
Fjölnishöllin (nýja íþróttahúsið í Egilshöll)
HVERJA?
Stráka og stelpur sem eru að fara í 1. - 6.bekk næsta vetur. Byrjendur eru sérstaklega velkomnir
ÞJÁLFARAR
Dóra Sif Egilsdóttir er aðalleiðbeinandi. Andri Sigfússon er skólastjóri. Auk þeirra koma þjálfarar deildarinnar að þjálfun á námskeiðinu.
SKRÁNING
Fer fram í vefverslun Fjölnis (https://fjolnir.felog.is/verslun)
Byrjum veturinn með stæl og tökum þátt í handboltaskóla þar sem skemmtilegar og gagnlegar æfingar verða í fyrirrúmi.
Hægt er að skrá sig á einstakar vikur í handboltaskólnum. Einnig er hægt að skrá sig á heils dags námskeið og para þá námskeiðið með frístund sem yrði þá fyrir hádegi.
Búið er að opna fyrir skráningar á haustönn 2020
Í dag 15. júlí var opnað fyrir skráningar í flest allar greinar hjá félaginu fyrir haustönn 2020.
Allar skráningar fara fram í Nora skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/
Við hvetjum foreldra til að skoða fjölbreytt úrval íþrótta í Fjölni!
Vorhátíð handknattleiksdeildar
Það voru hressir iðkendur sem mættu á Vorhátíð Fjölnis og Fjölnirs/Fylkis til að fagna lokum handboltatímabilsins í Dalhúsum 3. júní sl. Vorhátíðin er árlegur viðburður sem handhnattleiksdeildin stendur fyrir og var með breyttu sniði í ár vegna fjöldatakmarkana.
Iðkendum var skipt upp í þrjá hópa og komu yngstu iðkendurnir fyrstir. Veðrið leik við okkur þennan daginn og hægt var að njóta útverunnar í skemmtilegum leikjum. Flestir spreyttu sig á hraðskotamælingu og skemmtu sér vel í hoppukastalanum. Boðið var upp á grillaðar pylsur og með því og því engin átt að fara svangur heim.
Allir iðkendur fengu viðurkenningarskjöl og einnig voru veittar einstaklings viðkenningar m.a. fyrir góðar framfarir, ástundun og fyrir að skara fram úr á öðrum sviðum. Þeir iðkendur sem voru valdir í afrekshópa á vegum HSÍ og í landsliðshópa á tímabilinu voru heiðraðir með rós fyrir góða frammistöðu.
Handknattleiksdeild Fjölnis óskar iðkendum og forráðamönnum gleðilegs sumars og hlakkar til að sjá alla aftur í ágúst.
Þrjár stelpur semja við Fjölni/Fylki
Þrjár stelpur fæddar 2003 hafa samið við Fjölni/Fylki í handbolta.
Þær koma allar frá ÍR.
Aníta Rut Sigurðardóttir – skytta
Elín Kristjánsdóttir – miðja
Margrét Þórhallsdóttir – horn
Þær urðu deildameistarar í efstu deild fyrir ári síðan og komust í úrslit í bikarkeppni yngri flokka.
#FélagiðOkkar
Vorhátíð handknattleiksdeildar
Vorhátíð handknattleiksdeildar fer fram miðvikudaginn 3.júní nk. Vorhátíðin fer fram í hátíðarsalnum í Dalhúsum og verður þrískipt þetta árið.
Flokkunum verður skipt upp eftirfarandi:
8. - 7. flokkur karla og kvenna / kl. 17:30-18:30
6. - 5. flokkur karla og kvenna / kl. 18:30-19:30
4. - 3. flokkur karla og kvenna / kl. 19:30-20:30
Eins og áður fara fram stutt ræðuhöld, þjálfarar fara stuttlega yfir veturinn hjá hverjum flokki, viðurkenningar verða veittar, farið verður í leiki og í lokin er grillveisla fyrir alla.
Hvetjum alla til að mæta og skemmta sér saman.
Æfingar hefjast að nýju í handboltanum
Handboltaæfingar yngri flokka hefjast aftur í dag eftir langt hlé. Tímataflan fyrir maí-mánuð er örlítið breytt þeirri sem var í vetur.
Við hvetjum alla krakka til að mæta, þjálfararnir taka vel á móti þeim.
Áfram Fjölnir!
Anna Karen Jónsdóttir kemur frá Noregi
Anna Karen Jónsdóttir kemur til félagsins frá Noregi
Meistaraflokksráð kvenna í Fjölni/Fylki heldur áfram að styrkja liðið. Anna Karen Jónsdóttir hefur skrifað undir samning við félagið. Hún kemur frá norska liðinu Fjellhammer IL.
Anna Karen er gríðarlega öflug skytta sem kemur til með að styrkja liðið í vörn og sókn. Hún er er hluti af mjög sterkum 2001 árgangi í Fjellhammer IL sem hefur spilað í Lerøy landskeppninni fyrir U18 ára ásamt því að spila með varaliði meistaraflokks.
Þetta hafði hún að segja við undirskrift: „Ég ákvað að stökkva á tækifærið að koma til Íslands af því að það var spennandi. Fjölnir/Fylkir er áhugavert lið og mér leist strax vel á þjálfarateymið og umgjörðina í kringum liðið“.
Við bjóðum Önnu Karen hjartanlega velkomna í #FélagiðOkkar og hlökkum til að sjá þig á vellinum.
Oddný Björg Stefánsdóttir kemur til félagsins
Oddný Björg Stefánsdóttir skrifar undir samning við félagið
Meistaraflokksráð Fjölnis/Fylkis situr ekki auðum höndum. Oddný Björg Stefánsdóttir hefur skrifað undir samning við félagið. Hún er tvítugur markmaður sem kemur frá ÍR. Oddný er öflugur leikmaður og mikil styrking fyrir liðið. Hún á að baki leiki fyrir ÍR og HK.
Það eru bjartir tímar framundan hjá meistaraflokki kvenna í handbolta. Á dögunum skrifaði deildin undir samstarfssamning við Fylki um sameiginlegan meistaraflokk kvenna. Þar segir meðal annars að „markmið samstarfsins er að bæta umgjörð meistaraflokks og styðja enn frekar við uppbyggingu kvennastarfs í félögunum“.
Frekari frétta af leikmannamálum er að vænta á næstunni.
#FélagiðOkkar