Æfingar hjá yngstu flokkum Handknattleiksdeildar Fjölnis hefjast mánudaginn 24.ágúst. Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á töflunni frá því að hún var fyrst gefin út.
 
Handknattleiksdeild Fjölnis hefur verið í örum vexti undanfarin ár og er það frábærum og vel menntuðum þjálfurum okkar að þakka.
 
Við hlökkum til að taka á móti krökkum sem vilja koma og prófa handboltann hjá okkur. Krakkarnir munu ekki sjá eftir því !
 
Allar upplýsingar um starfið er hægt að finna á heimasíðu Fjölnis eða með því að senda tölvupóst á netfangið handbolti@fjolnir.is.
Áfram Fjölnir !