Fjáröflun Fjölnis 1. - 12. febrúar

Við erum öll #FélagiðOkkar og nú býðst þér að kaupa vörur og styrkja öflugt starf Fjölnis í leiðinni.

Við bjóðum einnig upp á þann valmöguleika að eyrnamerkja kaupin einni eða fleiri deildum.

Ef kaupin eru t.d. merkt knattspyrnudeildinni þá fer allur hagnaður af sölu til hennar.

Ef tvær deildir eru valdar þá skiptist hagnaðurinn í tvennt og svo framvegis.

Þeir iðkendur sem halda sjálfir utan um sölu frá 500 kr af hverri seldri vöru. Sölublað og skjöl má finna neðst.

 

Sölutímabilið stendur yfir frá og með mánudeginum 1. febrúar til og með föstudeginum 12. febrúar.

 

Afhending á vörum fer fram fimmtudaginn 18. febrúar frá kl. 16-18 við Egilshöll. Starfsfólk skrifstofu, þjálfarar og sjálfboðaliðar munu sjá til þess að afhenda þér vörurnar beint í bílinn.

 

Við bjóðum einnig upp á heimsendingu á pöntunum yfir 10.000 kr. gegn 1.000 kr. viðbótargjaldi.

 

Þetta er einfalt! Þú velur þær vörur sem þér líst best á, hakar við deild og heimsendingu ef það á við, leggur inn á fjáröflunarreikning Fjölnis og bíður spennt/ur eftir vörunum.

 

rknr. 0133-15-200689

kt. 631288-7589

skýring: nafn kaupanda

kvittun á skrifstofa@fjolnir.is

 

Skjöl

Sölublað docx – tinyurl.com/2nr3rwzs

Vöruúrval pdf – tinyurl.com/7k3vcxg8

Vöruúrval png – tinyurl.com/1txfq3y9

Fjáröflun á netinu – tinyurl.com/33nlwj9n

 

#FélagiðOkkar


Aðalfundir deilda

Aðalfundir deilda fara fram í febrúar. Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt og gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar.

Tillaga að formanni þarf að berast til gummi@fjolnir.is 5 dögum fyrir aðalfund.

Dagskrá aðalfundar deilda skal vera:

a)      Skýrsla stjórnar

b)      Reikningar deildar

d)      Kjör formanns

e)      Kjör stjórnarmanna

g)      Önnur mál

17. grein

Stjórn hverrar deildar skal skipuð minnst fimm mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og fjórum meðstjórnendum, ásamt tveimur til vara einnig kjörnum á aðalfundinum.

Lög Fjölnis má finna hér

Tímasetning funda er eftirfarandi:

  • Tennis: 4. febrúar kl. 19:30-21:00 (Tennishöllin) 
  • Körfubolti: 9. febrúar kl. 17:45-19:30 
  • Sund: 9. febrúar kl. 20:00-21:30
  • Íshokkí: 10. febrúar kl. 20:00-21:30 
  • Knattspyrna: 11. febrúar kl. 17:45-19:15 
  • Fimleikar: 11. febrúar kl. 19:30-21:00 
  • Karate: 15. febrúar kl. 20:00-21:30
  • Skák: 16. febrúar kl. 17:30-19:00 
  • Listskautar: 16. febrúar kl. 19:30-21:00
  • Frjálsar: 17. febrúar kl. 20:00-21:30 
  • Handbolti: 18. febrúar kl. 18:00-19:30


Frítt að prófa handbolta

Vilt þú prófa handbolta?
Nýjum iðkendum gefst tækifæri á að koma á æfingar hjá Fjölni og prófa frítt í janúar. Æfingatöfluna má finna hérna: https://fjolnir.is/.../aefingatafla-handknattleiksdeildar/
Hægt er að fá nánari upplýsingar með því að senda tölvupóst á netfangið handbolti@fjolnir.is

VITA og Fjölnir

Ferðaskrifstofan VITA og knattspyrnudeild Fjölnis gera með sér samstarfssamning til þriggja ára.

Það er einkar ánægjulegt að tilkynna að VITA verður einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildar Fjölnis og styður þar með við mikilvægt íþróttastarf í hverfinu.

Markmið VITA er að bjóða upp á fjölbreytt úrval ferða frá Íslandi, góða þjónustu, úrval hótela og flugkost á samkeppnishæfu verði. VITA býður upp á margskonar ferðir vítt og breitt um heiminn. Má þar m.a. nefna:

  • Sólarlandaferðir til Costa del Sol, Tenerife, Kanarí, Krítar, Portúgal, Lanzarote, Almeria og Alicante.
  • Borgarferðir, skemmtiferðasiglingar, skíðaferðir, sérferðir og ævintýraferðir víða um heim.
  • Æfingaferðir fyrir fótboltafélög, Ferðir á leiki í enska boltanum, Knattspyrnuskóli Kristjáns Bernburg, Gothia Cup o.fl.
  • Golfferðir til Spánar, Tenerife, Portúgal og Madeira.
  • Viðskiptaþjónusta VITA gefur út flugmiða með nánast öllum flugfélögum í heiminum.

Þess má geta að VITA hlaut nýverið viðurkenningu frá Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2020. VITA er til húsa í Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík.

Þú getur úrval ferða hjá þeim á vita.is.

Á myndinni eru Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri VITA, og Kolbeinn Kristinsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis.

#FélagiðOkkar

Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri VITA og Kolbeinn Kristinsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis

Ný námskeið í boði í listhlaupadeild

Í vikunni fara af stað æfingar unglinga og fullorðinna og hefjast námskeið fyrir unglinga- og fullorðinshópa á miðvikudaginn 13. janúar. Námskeiðin eru fyrir byrjendur í íþróttinni og þá sem eru styttra komnir. Hægt er að skrá á ýmist heila eða hálfa önn.

Hópur fyrir 3-5 ára byrjendur hófst laugardaginn 9. janúar og gekk vel. Æfingar munu vera í hádeginu á laugardögum. Æfingin byrjar á dans/leikfimi 11:30-12:05 og 12:20-13:00 er æft á svellinu. Hægt er að skrá á ýmist heila eða hálfa önn.

Mohawks er nýr hópur fyrir lengra komna iðkendur sem hafa náð ákveðinni færni í íþróttinni en eru ekki að stefna að því að keppa. Iðkendur þurfa að hafa góð tök á öllum einföldum stökkum og eru að vinna í Axel og tvöföldum stökkum. Iðkendur þurfa að hafa lokið öllum stigum í Skautum Regnbogann og hafa lokið ákveðnum grunnprófum. Markmið þessa hóps er að viðhalda kunnáttu sinni ásamt því að halda áfram að æfa nýjar æfingar. Hægt er að velja um að æfa 2x, 3x, eða 4x sinnum í viku. Hópurinn er fyrir skautara 12 ára og eldri (nóg er að verða 12 ára á árinu þ.e. fædd 2009 eða fyrr).

Allir velkomnir að prófa! Þeir sem eru óvissir með hóp mega senda póst á eva@fjolnir.is


Komdu og prófaðu handbolta

Í tilefni af því að íslenska landsliðið í handbolta leikur á HM í handbolta í Egyptalandi næstu vikurnar, þá langar okkur að bjóða öllum krökkum að koma og prófa handboltaæfingar hjá okkur í Fjölni. Frábæru þjálfararnir okkar taka vel á móti krökkunum.

Áfram Fjölnir og áfram handbolti

 


Skráningar opna 1. janúar

Skráningar á vorönn 2021 opna föstudaginn 1. janúar.

Allar upplýsingar um fjölbreytt úrval íþrótta í Fjölni má finna á fjolnir.felog.is.

Aðgangur að XPS Network appinu fæst þegar skráningu er lokið.

Frekari upplýsingar veitir skrifstofan á skrifstofa@fjolnir.is.


Jólanámskeið handboltans

Handknattleiksdeild Fjölnis býður upp á ókeypis handboltanámskeið milli jóla og nýárs í öllum flokkum. Allar æfingarnar fara fram í báðum sölunum í Fjölnishöllinni.

Engin þörf er að skrá sig - það er nóg að mæta á svæðið. Þjálfarar viðkomandi flokka sjá um þjálfunina og taka vel á móti þeim sem vilja prófa handbolta.

Vonandi sjáum við sem flesta - bæði núverandi iðkendur og þá sem vilja prófa.

Með jólakveðju,
Handknattleiksdeild Fjölnis

 


Kjör á íþróttafólki og Fjölnismanni ársins 2020

Í gær fór fram kjör á íþróttafólki og Fjölnismanni ársins 2020. Við sýndum beint frá viðburðinum á FB síðunni okkar. Hægt er að horfa á útsendinguna með því að smella á þennan hlekk https://tinyurl.com/ydyv875n.

Íþróttakarl ársins er Hans Viktor Guðmundsson frá knattspyrnudeild:

Hans Viktor er fyrirliði og lykilleikmaður meistaraflokks karla Fjölnis í knattspyrnu og lék samtals 20 leiki á nýafstöðnu tímabili eða 2 leiki í bikar og alla þá 18 leiki sem leiknir voru í Pepsi Max deildinni. Hans Viktor hefur farið upp um alla yngri flokka félagsins og braust inn í meistaraflokksliðið af eftirminnilegum krafti sumarið 2016. Óhætt er að segja að tímabilið í ár hafi verið erfitt en Hansi var að öðrum ólöstuðum öflugasti leikmaður liðsins og mun leiða liðið áfram á næsta tímabili í þeirra baráttu sem framundan er við að koma liðinu beint aftur upp í deild þeirra bestu. Að lokum má geta þess að Hans Viktor er vitanlega einnig í hinum virta 100 leikja klúbb Fjölnis.

Íþróttakona ársins er Fanney Ragnarsdóttir frá körfuboltadeild:

Fanney er ótrúlegur leiðtogi og var hún mikilvægur partur í liði meistaraflokks kvenna Fjölnis í að koma liðinu upp um deild og hefur hún staðið sig virkilega vel á nýju tímabili í Domino’s deild kvenna þar sem Fjölnir eru eins og stendur á toppi deildarinnar. Fanney býr undir miklum hraða og styrk og notar þann hraða til að gera árás á körfu andstæðinga bæði til að skora og til að finna liðsfélaga sína. Fanney fór í gegnum alla yngri flokka Fjölnis og er mikil fyrirmynd fyrir yngri iðkendur Fjölnis.

Fjölnismaður ársins er Gunnar Jónatansson

Gunnar virðist hafa fleiri klukkutíma í sólarhringnum en flestir aðrir. Hann er alls staðar í kringum starf Fjölnis. Fyrir nokkrum árum var hann formaður Bjarnarins sem nú eru hokkí– og listhlaupadeild Fjölnis. Gunnar hefur  beitt kröftum sínum víða í félaginu, hann hefur verið mjög öflugur að starfa fyrir körfuknattleiksdeildina og einnig alltaf boðinn og búinn að starfa fyrir aðalstjórn og aðrar deildir félagsins. Hann er ötull stuðningsmaður, mætir á flesta leiki, viðburði og ávallt tilbúinn að leggja hönd á plóg þegar leitað til hans. Hann er einkar laginn við að festa íþróttalífið á filmu, bæði í myndum og myndböndum. Hann veitir öllum aðgang að þessum gersemum á samfélagsmiðlum þar sem Fjölnisfólk og aðrir geta skoðað vel unnin myndbönd, viðtöl og myndir þar sem íþróttafólkið leikur aðalhlutverkið. Þar að auki hefur Gunnar tekið að sér að stýra stefnumótunarfundum körfuknattleiksdeildarinnar með mikilli lagni og eljusemi sem og rafrænum stefnumótunarfundi Fjölnis fyrir skemmstu, hann er líka liðtækur fundarstjóri, en hann hefur stýrt aðalfundum félagsins síðast liðin ár.  Gunnar tók sæti í stjórn körfuknattleiksdeildar Fjölnis í febrúar á þessu ári. Mikil verðmæti felast í framlagi Gunnars til Fjölnis, verðmæti sem félagið getur seint fullþakkað. 

Við óskum þeim innilega til hamingju með valið og vonum að þetta gefi þeim aukinn kraft til áframhaldandi góðra verka.

 

Ljósmyndari: Þorgils G.

Stjórn útsendingu: Arnór Ásgeirsson og Gunnar Jónatansson

Viðtöl: Eva Björg Bjarnadóttir

Hreyfimyndir af iðkendum: Alexander Hugi Jósepsson

Kynnir kvöldsins: Jón Karl Ólafsson

Upplestur tilnefninga: Guðlaug Björk Karlsdóttir og Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir


Astmi og íþróttir

Meðfylgjandi er rafræn útgáfa af fræðslubæklingi Astma- og ofnæmisfélags Íslands og ÍSÍ um astma og íþróttir.
Bæklingurinn er aðgengilegur á heimasíðu ÍSÍ með því að smella HÉR.

#FélagiðOkkar