Jólasýningin

Við viljum byrja á því að þakka öllum sem gáfu sér tíma í að koma á jólasýninguna okkar seinast liðinn laugardag. Þar sem að þessar sýningar eru fjáröflun fyrir deildina okkar þá var frábært að sjá hversu margir mættu að fylgjast með og skemmta sér með okkur á þessari jólasýningu. Mætingin það góð að það þurfti að bregðast við þar sem að stúkan fylltist og enn þá einhverjir sem áttu eftir að koma inn og var stólum komið inn í Íssal og fyrir ofan stúkan svo dæmi sé tekið.

Einnig þökkum við öllum fyrir sem tóku þátt í happdrættinu hjá okkur og var þátttakan þar einnig mjög flott.

Síðast en alls ekki síst viljum við þakka þeim sjálfboðaliðum sem hjálpuðu okkur að láta þessa sýningu verða að veruleika. Án sjálfboðaliða í svona verkefnum væri ekki hægt að setja upp svona flotta dagskrá og vonum við að sem flestir gefi kost af sér í framtíðar verkefni hjá okkur! Takk þið!

Skautarar ársins.

Nú á dögunum var valið íþróttafólk ársins hjá Fjölni og hefur verið komið inn á það á síðum tengt félaginu. Í ár var það hún Lena Rut Ásgeirsdóttir sem var valin skauta kona ársins hjá okkur í Fjölni. Við óskum Lenu innilega til hamingju með það!

Einnig var Skautasamband Íslands að velja skautara ársins og var það hún Júlía Sylvía Gunnarsdóttir sem fékk þann heiður þetta árið. Við óskum Júlíu innilega til hamingju með það!

RIG og Nordics

26.-28. Janúar munu RIG leikarnir fara fram í Laugardalnum og verðum við að sjálfsögðu með keppendur þar. Við munum kynna þá keppendur til leiks þegar nær dregur.

Beint á eftir því eða 1.-4. Febrúar munu Nordics fara fram í Svíþjóð og voru fjórir keppendur valdir frá Fjölni til þess að taka þátt. Þau sem munu fara eru Júlía Sylvía í Senior Women, Lena Rut í Junior Women, Elín Katla og Berglind Inga i Advanced novice.

Hátíðarkveðjur

Að lokum viljum við þakka öllum fyrir komandi tímabil og hlökkum til að sjá alla aftur hjá okkur á næstu önn. Við óskum ykkur öllum gleðilegra hátíðar og gleðilegt nýtt ár. Vonandi að þið munið hafa það mjög gott um hátíðirnar og sjáumst fersk eftir áramót!