Um liðna helgi fór haustmót ÍSS fram í Egilshöll og gekk það vel fyrir sig. Margir keppendur voru frá Fjölni á mótinu og voru allir til fyrirmyndar fyrir félagið og sjálft sig.
Árangurinn var flottur og voru margir keppendur sem komust á pall eftir keppni helgarinnar.
- Perla Gabríela tryggði sér 3.sætið í flokki 12 ára og yngri í félagalínunni.
Í flokkum ÍSS vantaði ekki upp á árangurinn.
- Í Intermediet Women voru tveir keppendur á palli. Rakel Sara tók 2.sætið og Tanja Rut tryggði sér 1.sætið.
- Arna Dís tryggði sér 2.sæti í Basic Novice.
- Elín Katla tryggði sér 1.sætið í Advanced Novice.
- Lena Rut tryggði sér 1.sætið í Junior Women.
- Júlía Sylvía tryggði sér 1.sætið í Senior Women
Óskum við þeim öllum til hamingju með árangurinn.
Að lokum viljum við þakka öllum sem lögðu sér leið í Egilshöll að fylgjast með mótinu sem og sjálfboðaliðum fyrir þeirra vinnu.