Reykjavíkurmeistaramót í tennis fór fram í maí síðastliðinn en mótið var tveggja vikna keppni sem er tvískipt – fyrstu vikuna fóru fram einstaklingsgreinar (einliðaleikir og tvíliðaleikir) og seinni vikuna fór fram liðakeppni, samansett af einum tvíliðaleik og tveimur einliðaleikjum.
Í liðakeppni sigraði Fjölnir A Fjölnir B, 2-1, í meistaraflokk kvenna.
Fjölnir A: Irka , Cacicedo Jaroszynska, Bryndís Rósa Armesto Nuevo, Íva Jovisic
Fjölnir B: Saule Zukauskaite, Eygló Dís Ármannsdóttir
Í einstaklingskeppni voru það þær Irka Cacicedo Jaroszynska / Sigríður Sigurðardóttir (Fjölnir) sem sigruðu í meistaraflokki kvenna í tvíliðaleik.
Eftirtalin eru Reykjavíkurmeistarar í hinum flokkunum:
U10 börn: Paula Marie Moreno Monsalve (Fjölnir)
U12 einliðaleik kk: Juan Pablo Moreno Monsalve (Fjölnir)
U16 liðakeppni: Fjölnir
U16 einliðaleik: Daniel Pozo (Fjölnir) og Saule Zukauskaite (Fjölnir)
U18 einliðaleik kvk: Bryndís Rósa Armesto Nuevo (Fjölnir)
+30 kvenna liðakeppni: Fjölnir
+40 einliðaleik: Ólafur Helgi Jónsson (Fjölnir)
+50 einliðaleik: Hrólfur Sigurðsson (Fjölnir)
Öll úrslit í einstaklingskeppni má lesa hér: https://www.tournamentsoftware.com/sport/events.aspx…
Á meðfylgjandi mynd má sjá mynd af henni Bryndísu Rósu sem sigraði í U18 einliða kvenna.
Við óskum öllum Fjölniskrökkunum okkar innilega til hamingju með þennan frábæra árangur! Áfram Fjölnir!