Fjölnishlaupið var haldið á Uppstigningardag fimmtudaginn 18. maí í 35. sinn og gekk mjög vel. Hlaupið var haldið við Íþróttamiðstöðina í Dalhúsum og var 10 km hlaupið ræst kl. 11:00. Skömmu síðar var 5 km hlaupið ræst og að lokum skemmtiskokkið sem var 1,4 km langt. Góð þátttaka var í hlaupinu þó að sólin hafi ekki látið sjá sig en alls tóku þátt 49 keppendur í 10 km, 48 í 5 km og 71 keppandi í skemmtiskokkinu.

Verðlaunafhendingin fór fram inni í íþróttasalnum í góðri stemmningu en þátttakendur fengu húfur, spil og gjafabréf frá Olís.

Í 10 km hlaupi karla sigraði Arnar Pétursson (Breiðablik) á tímanum 34:14, annar varð Guðmundur Daði Guðlaugsson (Kentárar) á tímanum 36:14 og þriðji varð Guðni Siemsen Guðmundsson á tímanum 36:45.
Í kvennaflokki sigraði Íris Dóra Snorradóttir (FH) á tímanum 39:03, önnur varð Anna Berglind Pálmadóttir (UFA/Hoka/Compressport) á tímanum 39:26 og þriðja varð Fríða Rún Þórðardóttir (ÍR) á tímanum 41:31.

Þau Arnar Pétursson og Írisi Dóru Snorradóttur má sjá á myndinni hér til hliðar.

Í 5 km hlaupi karla sigraði Kristján Svanur Eymundsson (Fjallahlaupaþjálfun/HHHC) á tímanum 17:00 og Viktoría Arnarsdóttir sigraði kvennaflokkinn á tímanum 27:06.

Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Myndirnar hér í albúminu fyrir neðan voru teknar af Baldvini Erni Berndsen hjá grafarvogsbuar.is.

Við viljum þakka bakhjörlum og öllum þeim sem stóðu að hlaupinu kærlega fyrir frábæran dag. Öll úrslit úr hlaupinu má sjá inni á timataka.net.

Sjáumst hress að ári!