TSÍ innanhúss Íslandsmótið var haldið í Tennishöllinni 20.-23. apríl og náðu iðkendur Fjölnis góðum árangri á mótinu. Einna heilst í Meistaraflokki tvennda, þar sem Daniel Pozo og Saule Zukauskaite unnu og urðu Íslandsmeistarar í þeim flokki. Daniel er einungis 13 ára og Saule 14 svo að þessi sigur var afar stór fyrir þessa ungu leikmenn.
Árangur Fjölnis á mótinu:
U-10 stelpur einliðaleik
2. sæti: Paula Marie Moreno Monsalve, Fjölnir
U-12 strákar einliðaleik
3. sæti: Juan Pablo Moreno Monsalve, Fjölnir
U-14 strákar einliðaleik
2. sæti: Daniel Pozo, Fjölnir
U16 strákar einliðaleik
2. sæti: Daniel Pozo, Fjölnir
U-18 börn tvíliðaleik
Íslandsmeistar: Eygló Dís Ármannsdóttir og Bryndís Rósa Armesto Nuevo, Fjölnir
2. Emilía Eyva Thygesen og Saule Zukauskaite, Víkingur/Fjölnir
3. Ómar Páll Jónasson og Daniel Pozo, TFK/Fjölnir
U-18 strákar einliðaleik
3. sæti: Þorsteinn Ari Þorsteinsson, Fjölnir
U-18 stelpur einliðaleik
2. sæti: Eygló Dís Ármannsdóttir, Fjölnir
3. sæti: Bryndís Rósa Armesto Nuevo, Fjölnir
40+ kvenna einliðaleik
2. sæti: Bryndís Björnsdóttir, Fjölnir
30+ tvenndarleik
2. sæti: Ingunn Erla Eiríksdóttir og Birgir Haraldsson, Fjölnir/TFK
30+ kvenna einliðaleik
Íslandsmeistari: Ingunn Erla Eiríksdóttir, Fjölnir
30+ karla einliðaleik
2. sæti: Ólafur Helgi Jónsson, Fjölnir
Meistaraflokkur tvenndarleik
Íslandsmeistar: Daniel Pozo og Saule Zukauskaite, Fjölnir
Meistaraflokkur tvíliðaleik
2. sæti: Eygló Dís Ármannsdóttir og Bryndís Rósa Armesto Nuevo, Fjölnir
Meistaraflokkur kvenna einliðaleik
Undanúrslit: Bryndís Rósa Armesto Nuevo, Fjölnir
Við óskum okkar frábæru iðkendum innilega til hamingju með frábæran árangur! Áfram Fjölnir!