Fjölnir býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða í allt sumar. Hægt er að velja eitt námskeið fyrir hádegi og annað eftir hádegi með eða án heitrar máltíðar. Sumarámskeiðin eru fyrir börn fædd 2013-2016. Fjölgreinanámskeiðin eru fyrir börn fædd 2014-2017, á því fá börnin að kynnast þeim íþróttum sem eru í boði hjá félaginu. Skráning fer fram hér.

Hvað er í boði?

  • Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll (fjölbreytt úrval íþrótta) – þú setur saman daginn fyrir barnið þitt. Börn fædd 2013-2016
  • Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst – góður valmöguleiki til að kynnast úrvali íþrótta í Fjölni. Börn fædd 2014-2017
  • Söngleikjanámskeið Fjölnis í Egilshöll og íþróttahúsinu í Dalhúsum. Börn fædd 2008-2016
  • Sundnámskeið Fjölnis í útilaug Grafarvogslaugar. Börn fædd 2013-2019
  • Listskautabúðir. Fyrir alla hópa 1-5.
  • Karateþrek og styrktarþjálfun. Börn og unglingar 12-16+
  • Körfuboltanámskeið. Börn og unglingar fædd 2013 og eldri
  • Sumaræfingar í Tennis. Fyrir börn og fullorðna á öllum stigum

Nánari upplýsingar um önnur sumarnámskeið eru væntanlegar

Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll fara fram í júní og ágúst. Þar fá börn fædd á árunum 2013-2016 tækifæri á að velja heilan eða hálfan dag, með eða án heitrar máltíðar. Fjölmargar íþróttagreinar eru í boði. Það er tilvalið að búa til dagskrá fyrir heilan dag með tveimur íþróttum og heitri máltíð í hádeginu. Okkar færustu þjálfarar sjá um þjálfun barnanna með góðum aðstoðarmönnum. Fjölnir sér um að halda stuðinu uppi í allt sumar.

Við opnum kl. 08:45 á námskeiðin fyrir hádegi. Við tökum hádegishlé milli kl. 12:00 og 13:00. Eftir hádegi er farið í íþróttina sem var valin eftir hádegi. Forráðamenn eru beðnir að sækja börnin sín tímanlega en öllum námskeiðum lýkur kl. 16:00.

Staðsetning greina:

  • Fimleikar: Fimleikasalur
  • Fótbolti: Gervigras úti
  • Frjálsar: Fjölnishellirinn
  • Handbolti: Fjölnishöll
  • Körfubolti: Fjölnishöll
  • Íshokkí: Skautasvell
  • Listskautar: Skautasvell
  • Skák: Egilshöll

SKRÁNING: fer fram í gegnum XPS appið eða HÉR í gegnum tölvu. Leiðbeiningar: https://fjolnir.is/felagid-okkar/xps-aefinga-og-samskiptaforrit/

Allar nánari upplýsingar má nálgast hér fyrir neðan. Frekari fyrirspurnir berist á netfangið sumarnamskeid@fjolnir.is eða í síma 578 2701.

Ath. Fótboltinn er að hluta utandyra og það er því mikilvægt að klæða sig vel. Það sama á við um listskauta og íshokkí. Hægt er að fá allan skautabúnað sem þarf lánaðan hjá Fjölni. Ekki er gerð krafa um að hafa kunnáttu í neinni íþróttagrein til að taka þátt. Það er mikilvægt að muna eftir léttu nesti, vatnsbrúsa og viðeigandi íþróttafatnaði / skóm.

Við minnum forráðamenn á að passa það að rétt netfang og símanúmer sé skráð í skráningakerfinu.

Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst er fyrir öll börn fædd 2014-2017, krakkarnir fá tækifæri til að kynnast 8 íþróttagreinum; fimleikum, fótbolta, frjálsum, handbolta, íshokkí, körfubolta, skák og listskautum með heitri máltíð í hádeginu. Okkar færustu þjálfarar sjá um þjálfun barnanna með góðum aðstoðarmönnum. Fjölnir sér um að halda stuðinu uppi í allt sumar.

Hver dagur er vel skipulagður. Börnin mæta í Fjölnishöllina og enda daginn þar líka. Við opnum kl. 08:45 á morgnana og forráðamenn eru beðnir að sækja börnin sín tímanlega en öllum námskeiðum lýkur kl. 16:00.

Staðsetning greina:

  • Fimleikar: Fimleikasalur
  • Fótbolti: Gervigras úti
  • Frjálsar: Fjölnishellirinn
  • Handbolti: Fjölnishöll
  • Körfubolti: Fjölnishöll
  • Íshokkí: Skautasvell
  • Listskautar: Skautasvell
  • Skák: Egilshöll

SKRÁNING: fer fram í gegnum XPS appið eða HÉR í gegnum tölvu. Leiðbeiningar: https://fjolnir.is/felagid-okkar/xps-aefinga-og-samskiptaforrit/

Frekari fyrirspurnir berist á netfangið sumarnamskeid@fjolnir.is eða í síma 578 2701.

Ath. Fótboltinn er að hluta utandyra og það er því mikilvægt að klæða sig vel. Það sama á við um listskauta og íshokkí. Hægt er að fá allan skautabúnað sem þarf lánaðan hjá Fjölni. Ekki er gerð krafa um að hafa kunnáttu í neinni íþróttagrein til að taka þátt. Það er mikilvægt að muna eftir léttu nesti, vatnsbrúsa og viðeigandi íþróttafatnaði / skóm.

Við minnum forráðamenn á að passa það að rétt netfang og símanúmer sé skráð í skráningakerfinu.

Körfuboltadeild Fjölnis býður upp á sumarnámskeið í sumar! Námskeiðin eru haldin í íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum.

Vika 1: 5.-9. júní – Þjálfari: Halldór Karl Þórsson

  • Árgangar 2013-2010 / kl. 14:30-16:00 / kl. 11:00-12:30
  • Árgangar 2009+ / kl. 16:00-17:30 / kl. 12:30-14:00

Vika 2: 12.-16. júní – Þjálfari Borche Ilievski

  • Árgangar 2013-2011 / kl. 09:00-10:15
  • Árgangar 2010-2009 / kl. 11:00-12:30
  • Árgangar 2008+ / kl. 13:00-14:00

Vika 3: 19.-23. júní – Þjálfari kynntur síðar

  • Árgangar 2013-2010 / kl. 11:00-12:30
  • Árgangar 2009+ / kl. 12:30-14:00

Skráning fer fram í gegnum XPS appið eða HÉR í gegnum tölvu. Leiðbeiningar: https://fjolnir.is/felagid-okkar/xps-aefinga-og-samskiptaforrit/

Frekari fyrirspurnir berist á netfangið sumarnamskeid@fjolnir.is eða í síma 578 2701.

Fjölnir býður ykkur velkomin í sumaræfingabúðir 2023!

Listskautadeildin verður með sumarbúðir í 2 vikur í júní:

  • Vika 1 – 12.-16. júní
  • Vika 2 – 19.-23. júní

Búðirnar eru heilsdags búðir fyrir alla hópa, 1-5. Búðirnar eru mjög góðar fyrir skautara og við fáum meðal annars bæði erlenda skautaþjálfara og dansþjálfara í búðirnar!

Skráning fer fram hér:

https://xpsclubs.is/fjolnir/registration

Velja ‘Listdans’ og svo viðeigandi námsskeið eftir hóp.

Sunddeild Fjölnis býður upp á sundnámskeið í útilaug Grafarvogslaugar í sumar. Aðstoðarfólk tekur við börnunum í sturtunni og skilar þeim þangað inn að kennslu lokinni.

Eftirfarandi námskeið verða í boði í sumar:

Námskeið 1 – 12.-23. júní / 10 dagar / 9.300 kr

Námskeið 2 – 26. júní – 7. júlí / 10 dagar / 9.300 kr.

Námskeið 3 –  24. júlí – 4. ágúst / 10 dagar / 9.300 kr.

Námskeið 4 –  8. ágúst – 18. ágúst / 9 dagar / 8.400 kr.

Tímasetningar í boði á námskeiði 1:

kl. 8:15-8:55 / 4-10 ára

kl. 9:00-9:40 / 4-10 ára

kl. 11:25-12:05 / 4-10 ára

Tímasetningar í boði á námskeiði 2

kl. 8:15-8:55 / 4-10 ára

kl. 9:00-9:40 / 4-10 ára

9:45-10:25 / 4-10 ára

10:40-11:20 / 4-10 ára

kl. 11:25-12:05 / 4-10 ára

Tímasetningar í boði á námskeiði 3

kl. 8:15-8:55 / 4-10 ára

kl. 9:00-9:40 / 4-10 ára

9:45-10:25 / 4-10 ára

10:40-11:20 / 4-10 ára

kl. 11:25-12:05 / 4-10 ára

Tímasetningar í boði á námskeiði 4

kl. 8:15-8:55 / 4-10 ára

kl. 9:00-9:40 / 4-10 ára

9:45-10:25 / 4-10 ára

10:40-11:20 / 4-10 ára

kl. 11:25-12:05 / 4-10 ára

Námskeiðið fer fram alla virka daga. Athygli er vakin á því að börnum á aldrinum 7-10 ára er boðið að koma og taka þátt með þeim formerkjum að hægt er að taka tillit til athugasemda úr námsmati í skólasundi ef þess er óskað.

SKRÁNING: fer fram í gegnum XPS appið eða HÉR í gegnum tölvu. Leiðbeiningar: https://fjolnir.is/felagid-okkar/xps-aefinga-og-samskiptaforrit/

Fyrirspurnir berist á skrifstofa@fjolnir.is – Sími: 578-2700

Deildin áskilur sér rétt til að fella niður/sameina tíma/námskeið ef ekki næst næg þátttaka.

Hefur þig alltaf langað til að læra sjálfsvörn, bæta þig í þreki og styrkja þig í leiðinni?

Ný námskeið hefjast þann 5. júní 2023.

Í boði eru fjögurra vikna námskeið og er æft þrisvar sinnum í viku, klukkustund í senn.

Á námskeiðinu verður æfð tækni sem nýtist við sjálfsvörn og sjálfsstyrkingu. Farið verður í almenna sjálfsvarnartækni sem á rætur að rekja til karate og annarra bardagalista, þrekæfingar til að bæta þol og verður farið í ítarlega styrktarþjálfun fyrir allan líkamann. Unnið er með ketilbjöllur, teygjur, lóð og eigin líkamsþyngd.

Þjálfarinn, Snæbjörn, hefur margra ára reynslu í bardagalist, sjálfsvörn, og er með 3. dan í karate. Hann er karateþjálfari með þjálfararéttindi ÍSÍ og er menntaður styrktarþjálfari frá Háskólanum á Keili.

Skráning er hafin í gegnum XPS appið eða í gegnum skráningarsíðu félagsins, HÉR. Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Snæbjörn Willemsson í síma: 6166493 eða í gegnum tölvupóst: snaeji10@gmail.com

 

Karateþrek + Styrktarþjálfun fyrir 12-15 ára

Hvar? Karate salur Fjölnis í Egilshöll

Hvenær? Mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 17:00-18:00.

Lengd: 4 vikur, 5. júní – 30. júní / 3. júlí – 28. júlí

Kostnaður per námskeið: 25.000 kr.

 

Karateþrek + Styrktarþjálfun fyrir 16+ára

Hvar? Karate salur Fjölnis í Egilshöll

Hvenær? Mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 18:00-19:00.

Lengd: 4 vikur, 5. júní – 30. júní / 3. júlí – 28. júlí

Kostnaður per námskeið: 25.000 kr.

Fjölnir og Þróttur halda aftur tennisæfingar í sumar. Boðið er upp á tennisæfingar fyrir unglinga og fullorðna á öllum stigum.

Yfirþjálfari: Carola Frank

Carola Frank er með doktorsgráðu í hreyfigreiningu og hreyfiþroska frá Auburn University í Bandaríkjunum. Auk þess er hún með M.S. gráðu í líkamsrækt frá Auburn háskólanum í Montgomery, Bandaríkjunum. Carola hefur þjálfað bæði íslensk kvennalandslið og unglingalandslið. Nánari upplýsingar um þjálfara Fjölnis, þar á meðal Alönu Elínu, Daníel Ísak, Önnu og Irku Cacicedo má finna hér: https://fjolnir.is/tennis/thjalfarar/

Sumaræfingarnar hefjast 1. júní og standa til 17. ágúst.

Tímasetningar: mánudaga og miðvikudaga / Tennisvellir Þróttar í Laugardalnum

  • 17:00-18:30 Æfing á velli fyrir lengra komna unglinga (þjálfari: Carola)
  • 18:30-19:30 Þrekæfingar utan vallar fyrir lengra komna unglinga (þjálfarar: Alana Elín og Daníel Ísak)
  • 18:30-19:30 Keppnisfólk og lengra komnir (þjálfari Carola)
  • 19:15-20:15 Byrjendur og nýlega byrjaðir (Irka – aukaþjálfari bætist við ef hópurinn er stór)

*ath! þjálfari metur hvaða hópur hentar hverjum og einum

Verð: Byrjendur, millistigsspilarar og lengra komnir fullorðnir leikmenn

  • 1 klst. á viku: 1 mánuður = 16.500 kr. / 2 mánuðir = 30.000 kr. / 2,5 mánuðir (til 17. ágúst) = 37.900
  • 2 klst. á viku: 1 mánuður = 27.900 kr. / 2 mánuðir = 44.900 kr. / 2,5 mánuðir (til 17. ágúst) = 52.900 kr.
  • 3 klst. á viku: 1 mánuður = 35.900 kr. / 2 mánuðir = 55.900 kr. / 2,5 mánuðir (til 17. ágúst) = 61.900 kr.

Klippikort: gildir allt sumarið og gerir fólki kleift að mæta hvenær sem því hentar

  • 5 x kort = 25.000 kr.
  • 10 x kort = 45.000 kr.

Verð: Afrekshópur unglinga – Innifalið í verði er:

Æfingar á vellinum 2x í viku

Hópþrek 2x í viku

Þrek einkatímar: 2x í mánuði fyrir hvern leikmann. (SKRÓP í einkatímum er gjaldfært fyrir hvern tíma (7.000 kr.). Afpöntun þarf að gera með minnst sólarhrings fyrirvara.

  • Leikmenn Fjölnis og Þróttar: 1 mánuður = 56.900 kr. / 2 mánuðir = 76.900 kr. / 2,5 mánuðir (til 17. ágúst) = 81.900 kr.
  • Leikmenn utan Fjölnis og Þróttar: 1 mánuður 66.900 kr. / 2 mánuðir = 83.900 kr. / 2,5 mánuðir (til 17. ágúst) = 88.900 kr.

*Hópþrek fyrir leikmenn utan Fjölni sem eru ekki skráðir í tennis: 15.900 kr.
*Einnig er hægt að skipuleggja hóp- og einktatíma beint hjá þjálfurum.

SKRÁNING: fer fram í gegnum XPS Appið eða HÉR í gegnum tölvu. Leiðbeiningar: https://fjolnir.is/felagid-okkar/xps-aefinga-og-samskiptaforrit/
OG það þarf að senda tölvupóst á bæði brazilian_2001@hotmail.com og alanasteinars@gmail.com með staðfestingu á skráningu.

Fyrirspurnir berist á skrifstofa@fjolnir.is – Sími: 578-2700

Í Egilshöll í júní fara fram sumaræfingar í handbolta fyrir börn fædd 2011-2012 (6. fl. kk og kvk) og kk fædda 2007-2010.

Tímasetningar 6. fl. kk og kvk:

  • Mánudagar kl. 16:30
  • Þriðjudag kl. 16:30
  • Fimmtudag kl. 16:30

Tímasetningar fyrir 2007-2010 kk:

  • Mánudagar kl. 19:10
  • Þriðjudagar kl. 18:30
  • Miðvikudagar kl. 19:10
  • Fimmtudagar kl. 19:10

SKRÁNING: fer fram í gegnum XPS appið eða HÉR í gegnum tölvu. Leiðbeiningar: https://fjolnir.is/felagid-okkar/xps-aefinga-og-samskiptaforrit/

Fyrirspurnir berist á skrifstofa@fjolnir.is – Sími: 578-2700