Vel heppnað Áramót Fjölnis
Frjálsíþróttadeildin hélt sitt árlega Áramót þann 29. des. 2022. Mótið var haldið í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. 78 keppendur tóku þátt í mótinu, þar af 23 keppendur frá Fjölni. Mótahaldið gekk mjög vel og er það að þakka þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem unnu við mótið. Fjölnisfólk stóð sig mjög vel á mótinu, en eftirfarandi iðkendur sigruðu sínar greinar:
Kjartan Óli Ágústsson sigraði 800m hlaup karla á tímanum 1:59,38.
Saga Ólafsdóttir sigraði hástökk kvenna með stökk yfir 1,60m.
Katrín Tinna Pétursdóttir sigraði stangastökk kvenna með stökk yfir 2,40m.
Kjartan Óli Bjarnason sigraði 400m hlaup karla á tímanum 55,79sek.
Pétur Óli Ágústsson sigraði 60m grind 15 ára pilta á tímanum 9,18sek.
Grétar Björn Unnsteinsson sigraði stangarstökk karla með stökk yfir 3,60m.
Veittur er farandbikar fyrir besta árangur mótsins. Að þessu sinni var það Júlía Kristín Jóhannesdóttir úr Breiðablik með 938 IAAF stig. Sigraði hún í 60m hlaupi kvenna á tímanum 7,86sek. Þess má geta að einnig sigraði hún í kúluvarpi kvenna með kast uppá 10,59m.