Tvær stúlkur hjá Fjölni spiluðu sinn fyrsta meistaraflokksleik í dag þegar Fjölnir mætti FH í æfingaleik félaganna sem endaði með sigri mótherjanna.
Stúlkurnar Bríet Rut Þórðardóttir og Ólöf Kristjana Þorvaldsdóttir komu báðar inn á í seinni hálfleik og áttu fínustu tilþrif og stóðu sína vakt vel í leiknum. Bríet er að byrja sitt annað ár með Fjölni en Ólöf hefur æft hjá félaginu upp alla yngri flokka félagsins.
Leikurinn var fyrsti æfingaleikur vetrarins hjá meistaraflokki kvenna og var á brattann að sækja á móti nýliðum Bestu deildarinnar þeim FH stúlkum. Fjölnir mun spila í 2. deild í sumar og er stefnan að sjálfsögðu tekin að komast upp í Lengjudeildina.
Í leiknum í dag var öflugur hópur Fjölnis leikmanna: Elvý Rut Búadóttir, Marta Björgvinsdóttir, Anna María Bergþórsdóttir, Emilía Sif Sævarsdóttir, Adna Mestovic, Aníta Björg Sölvadóttir, Lovísa María Hermannsdóttir, Anna Kolbrún Ólafsdóttir, Petra Hjartardóttir, Eva María Smáradóttir, Hrafnhildur Árnadóttir, Tinna Sól Þórsdóttir, Elínóra Ýr Kristjánsdóttir, Guðlaug Ásgeirsdóttir, Ásdís Birna Þórarinsdóttir, Aldís Tinna Traustadóttir, Freyja Dís Hreinsdóttir, Vala Katrín Guðmundsdóttir, Guðrún Bára Sverrisdóttir og Þórunn Eva Ármann.
ÁFRAM FJÖLNIR