Norðurlandamót í áhaldafimleikum fullorðinna og unglinga
Norðurlandamót í áhaldafimleikum fullorðinna og unglinga fer fram hjá Gerplu í Versölum næstu helgi, dagana 2.-3. Júlí. Allt fremsta fimleikafólk Norðurlandanna verður á staðnum og keppir um titla í liðakeppni, fjölþraut, einstaklinga og á einstökum áhöldum.
Frá kl 8:30-13:10 á laugardaginn verður keppt í unglingaflokki.
Frá kl 14:30-20:40 á laugardaginn verður keppt í fullorðinsflokki.
Sunnudaginn verður keppt frá kl 10-16 í fullorðins- og unglingaflokki.
Okkur er sönn ánægja að greina frá því að strákarnir okkar, Davíð Goði og Sigurður Ari, voru valdir í unglingalandsliðið fyrir Norðurlandamótið. Sigurður Ari hefur einnig verið valinn til að taka þátt í EYOF sem fram fer í Slóvakíu 24.-30. Júlí og svo Evrópumótinu sem fram fer í Munhen 11.-14. ágúst.
Innilega til hamingju strákar!