Marta Björgvinsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Marta, sem er fædd árið 2003, er að hefja sitt fjórða tímabil í meistaraflokki. Hún hefur samtals leikið 31 KSÍ leiki fyrir félagið og skorað í þeim fjögur mörk. Marta býr yfir miklum hraða og getur leyst af flestar stöður framarlega á vellinum en hún fer vel af stað núna á undirbúningstímabilinu þar sem hún skoraði meðal annars í æfingaleik gegn Gróttu á dögunum. Hún hefur einnig verið drjúg við markaskorun í 2. flokknum síðustu ár þannig von er á góðu frá þessum unga og hæfileikaríka leikmanni.
Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem mun gegna lykilhlutverki í Fjölnisliðinu á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Berndsen