Fjölnir hefur samið við Önnu Kolbrúnu Ólafsdóttur til ársins 2024. Anna Kolbrún, sem er fædd árið 2003, kemur frá Aftureldingu eftir að hafa verið á láni hjá okkur síðasta sumar. Hún hefur leikið 14 KSÍ leiki í meistaraflokki, þar af 2 leiki í Pepsi Max deildinni með Fylki þar sem hún er uppalin. Anna Kolbrún er sterkur miðjumaður sem er að koma til baka eftir erfið meiðsli. Endurhæfingin lofar okkur og við væntum mikils af þessum öfluga leikmanni í endurkomunni.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan efnilega leikmenn sem mun gegna stóru hlutverki í meistaraflokki kvenna á næstu tímabilum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tíma saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Hafliði Breiðfjörð