Jóhann Árni, sem er fæddur árið 2001, er þessa dagana staddur í Danmörku og mun dvelja þar í viku við æfingar hjá danska efstu deildar liðinu Viborg sem leikur í hinni sterku Superliga.

Jóhann Árni hefur leikið tæplega 20 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann var lykilmaður í liði Fjölnis í sumar og var jafnframt valinn efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar.

Þetta er enn eitt spennandi tækifærið sem býðst erlendis fyrir leikmann félagsins og við óskum honum að sjálfsögðu góðs gengis.

 

#FélagiðOkkar