Knattspyrnudeild Fjölnis og Venezia FC hafa náð samkomulagi um að Hilmir Rafn Mikaelsson muni ganga til liðs við ítalska félagið á lánssamning. Um er að ræða samning til eins árs en að lánstíma loknum hefur Venezia rétt á að kaupa leikmanninn. Þessi samningur er í takt við afreksstefnu Fjölnis að koma okkar ungu og efnilegu leikmönnum til erlendra félaga.

Hilmir Rafn er 17 ára gamall framherji sem kemur úr öflugu unglingastarfi Fjölnis og var meðal annars hluti af hinum sterka 3. flokki sem urðu bikarmeistarar á síðasta ári og höfnuðu í 2. sæti í Íslandsmótinu. Hilmir vakti töluverða athygli á sér fyrr á þessu ári þegar hann hlaut eldskírn sína með meistaraflokki og hefur stimplað sig vel inn með 4 mörkum í 13 leikjum. Þar að auki skoraði hann 2 mörk í 2 leikjum með U19 landsliði Íslands fyrr í sumar.
Við óskum Hilmi alls hins best á Ítalíu.

#FélagiðOkkar