Sumarlestrarátak Fjölnis og Borgarbókasafnins í Spöng er í fullum gangi, þriðja árið í röð.

Í fyrra útbjuggum við bókamerki sem allir iðkendur Fjölnis fengu gefins og í ár höfum við endurbætt þau með QR kóða sem leiðir inn á stutt myndband þar sem afreksfólk okkar segir frá sinni uppáhalds bók.

Sara Montoro leikmaður meistaraflokks kvenna í fótbolta segir frá sinni uppáhalds bók.

Bókamerkinu verður á næstu dögum og vikum dreift til iðkenda félagsins af þjálfurum. Einnig má nálgast bókamerkin á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll. Borgarbókasafnið í Spöng hefur sett upp Fjölnisbókastand með vel völdum titlum sem afreksfólk Fjölnis hefur valið. Þar geta gestir og gangandi einnig nælt sér í bókamerkið.

Fjölnir hvetur alla, jafnt iðkendur sem aðra til að vera dugleg að lesa í sumar því það er ekki síður mikilvægt en á veturna.

#FélagiðOkkar