Uppfært 13.04.2021 kl. 20:30:

Stjórnvöld kynntu tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum á fundi sínum í dag sem taka gildi frá og með fimmtudeginum 15. apríl.

Nánar má lesa um aðgerðinar með því að smella HÉR.

Allt æfinga og mótahald er HEIMILT frá og með 15. apríl en í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins kemur m.a. fram að:

„Það er fagnaðarefni að fólk geti nú farið að reima á sig íþróttaskóna og finna til sundfötin – hreyfing er okkur gríðarlega mikilvæg og ég veit að margir eru mjög spenntir fyrir því að komast aftur á æfingar. Það er lýðheilsumál að halda Íslandi á hreyfingu og þó íþróttastarf verði ákveðnum takmörkunum háð áfram er þetta afar jákvætt skref.“ 

Hvaða þýðir þetta fyrir okkur?

• Íþróttaæfingar barna og fullorðinna verða heimilar og hámarksfjöldi fullorðinna miðast við 50 manns en fjöldi barna við hliðstæðan fjölda í skólastarfi. Keppnir verða heimilar með allt að 100 skráðum áhorfendum. Sjá nánar HÉR.

Æfinga- og félagssvæði Fjölnis opnar fimmtudaginn 15. apríl. Æfingar fara fram samkvæmt stundatöflu nema annað sé tekið fram hjá deildunum.

#FélagiðOkkar