GK mótið í hópfimleikum 2021
Laugardaginn 20. febrúar fór fram GK mótið í hópfimleikum. Mótið fór fram í nýju og glæsilegu íþróttahúsi FIMA á Akranesi. Á mótinu líkt og öðrum mótum á COVID tímum voru áhorfendur ekki leyfðir. En FIMA í samstarfi við ÍA-TV streymdi mótinu og erum við ákaflega þakklát fyrir það. Enda útsending í frábærum gæðum og mjög vel unnin.
Fjölnir sendi til keppni lið í 2. flokk og í meistaraflokki kvenna og var árangurinn glæsilegur. 2. flokkurinn okkar stóð sig frábærlega en þær lentu í öðru sæti með 47.730 stig. Í fyrsta sæti hafnaði Gerpla 1 með 49.460 stig. Meistaraflokkurinn okkar stóð sig einnig mjög vel og hafnaði í fjórða sæti með 47.490 stig ekki langt á eftir Stjörnunni 2 sem lenti í þriðja sæti með 49.990 stig. Gaman er að segja frá því að sex lið frá fimm félögum voru skráð til leiks í kvennaflokki en mörg ár eru síðan jafn mörg lið og frá jafn mörgum félögum hafa verið skráð til keppni í meistaraflokki.
Hægt er að sjá upptöku af steyminu á þessum linkum:
2. flokkur: https://www.youtube.com/watch?v=iWmx9Jp4Zpc&t=793s
Meistaraflokkur: https://www.youtube.com/watch?v=XsJlq90_FnA