Framundan er viðburðarík helgi hjá okkur á skautasvellinu í Egilshöll. En dagana 12. – 14. mars fara fram tvö listskautamót, annars vegar Kristalsmótið og hins vegar Vormót ÍSS. Vormótið er síðasta mótið í Bikarmótaröð ÍSS og verða Bikarmeistarar þessa tímabils krýndir í lok mótsins.
Vormót ÍSS
Keppnisröð og úrslit má finna hér.
Facebook viðburð mótsins má finna hér.
Kristalsmót
Skráningu á Kristalsmótið lýkur föstudaginn 5. mars en allar upplýsingar um mótið má finna í mótstilkynningunni.
Dagskrá Kristalsmótsins má finna hér.
Keppnisröð Kristalsmótsins má finna hér.
Facebook viðburð mótsins má finna hér.
Mikilvægar upplýsingar
Sóttvarnarreglur
- Allir gestir þurfa að finna sér sæti og mega ekki vera andspænis hver öðrum
- Gestir mega ekki fara í búningsklefana
- Allir gestir þurfa að nota andlitsgrímu
- Tryggja þarf að fjarlægð milli ótengdra gesta sé a.m.k. 1 metri
- Gestir mega ekki hópast saman við verðlaunaafhendingu
- Allir gestir þurfa að forskrá sig og tilkynna sig í móttöku við komu
Mikilvægt er að allir áhorfendur sem eru 16 ára og eldri forskrái sig á mótið í gegnum þennan tengil
*Forskráningu lýkur fimmtudaginn 11. mars