Sóttvarnarlæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa sent tilmæli til íþróttahreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu.

Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu eru þar beðin um að gera hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum frá deginum í dag til 19. október.

Þau tilmæli sem eiga sérstaklega við um íþróttafélög eru:

  • Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu geri hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum.
  • Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti keppnisferðum út á land.

Æfinga- og félagssvæði Fjölnis er lokað frá og með 8. október og til og með 19. október. 

Þetta nær yfir:

  • Æfinga- og keppnissvæði í og við Dalhús og Egilshöll
  • Æfinga- og keppnissvæði sund-, tennis-, skák- og frjálsíþróttadeildar.
  • Skrifstofu
  • Fundasvæði

Við beinum því til þjálfara félagsins að hvetja iðkendur til að sinna æfingum heima, halda fjaræfingar og leggja fyrir verkefni til að stytta biðina.

Fréttatilkynning frá almannavarnadeild höfuðborgarsvæðisins.

Allar nánari upplýsingar veitir Arnór Ásgeirsson á arnor@fjolnir.is.

#FélagiðOkkar